Vélrænar þýðingar

Skrifað 2. apríl 2008, kl. 09:54

Nýopnað: Tungutorg - vélrænar þýðingar milli íslensku, ensku og dönsku.

Til skoðunar er þessi þýðing:

The preceding table lists the most important general methods of a TextRange object. The following table lists the range movement methods.

Sem útleggst á hinu ástkæra ylhýra:

Undanfarandi borðburtreiðarvöllurinn mikilvægastur hershöfðingi aðferðir TextRange andmæla. Eftirfarandi borðburtreiðarvöllurinn afréttarhreyfingin aðferðirnar.

Ég þakka þeim sem hlýddu.


Meira þessu líkt: Lifandi tunga.


Svör frá lesendum (9)

  1. Sindri svarar:

    Þessi tegund hlutar venjulega vinnur ekki sem brunn. Hvað gerði ykkur búist við.

    2. apríl 2008 kl. 13:47 GMT | #

  2. Óli Gneisti svarar:

    Færði Sindra texta yfir á ensku og aftur á íslensku:

    Þessi tegund hlutar matsöluhúss vinnur ekki eins og brunnur. Alþjóða heilbrigðismálastofnunin gerði ykkur búist við.

    2. apríl 2008 kl. 18:48 GMT | #

  3. Már svarar:

    Já þessi vítisvél er sannkölluð véfrétt. Við spyrjum:

    "Hver á þessa bók"

    Og eftir snögga millilendingu á ensku fáum við eftirfarandi svar:

    "Alþjóða heilbrigðismálastofnunin á þessa bók."

    Og þar höfum við það. Bókin verður send utan með ábyrgðarpósti í bítið í fyrramálið.

    2. apríl 2008 kl. 22:27 GMT | #

  4. Hrafnkell svarar:

    Mér finnst tungutorg.is bara flott framtak. Þótt margir í bloggheimum keppist við að benda á veikleika þjónustunnar með færslum sambærilegum þessum finnst mér þetta bara geta þýtt ýmislegt þannig að meginmerking komist í gegn.

    Ég hef prófað að líma texta nokkurra frétta af mbl.is inn í þetta og þýða á ensku og það má alveg skilja um hvað er verið að fjalla. Það finnst mér bara mjög merkilegur árangur og jafnvel gagnlegt fyrir útlendinga. Ég þekki enga aðra þjónustu sem kann að þýða úr íslensku en ég hef svosem ekki leitað mikið, má vera það sé til.

    Auðvitað má gera betur, miklu betur. Nú er komið eitthvað til að byggja á.

    Már, þú notar mjög sérhæfðan og tæknilegan texta og sýnir hve hrapalega það misferst. Nú þekki ég ekki tæknina þarna að baki en ímynda mér hún byggi m.a. á að læra saman sama textann á mism. tungumálum. Már, er möguleiki að þú útvegaðir Stefáni texta til að læra að þýða texta frá sérsviði þínu?

    Ég ætla að vera jákvæður í dag :)

    3. apríl 2008 kl. 11:06 GMT | #

  5. Már svarar:

    Til er veflægur þýðingarhugbúnaður sem heitir "InterTran". Hann er nokkuð gamall.

    Hér má sjá hvernig hann bæklar þennan sama tæknilega texta

    Mér finnast svona græjur alveg endalaust skemmtilegar. :-)

    3. apríl 2008 kl. 15:58 GMT | #

  6. Valdís svarar:

    Hehe... já "hver á þessa bók" er alveg afskaplega sérhæfður texti.

    3. apríl 2008 kl. 21:31 GMT | #

  7. Már svarar:

    @Valdís, tungumál eru svo flókin og tvíræð að þýðingar eru í eðli sínu "lossy". Það er því kannski ekki alveg sanngjarnt að dæma græjuna bara á því hvernig hún tvíþýðir setningar.

    Fyrsta vörpun á "Hver á þessa bók" yfir á ensku var "A who owns this book" ...sem er vissulega fremur slakt (óákveðna greininum er augljóslega ofaukið) en þó samt alveg innan marka.

    3. apríl 2008 kl. 22:10 GMT | #

  8. Unnur María svarar:

    http://unnur.klaki.net/mind/entry/1207317189.html

    4. apríl 2008 kl. 13:57 GMT | #

  9. Siggi Palli svarar:

    Ja, tungumál sem slík eru alls ekki fyrir utan ramma rökfræðinnar. Ég hef nefnilega lært heil margt um uppbyggingu tungumála eftir að hún Dóra fór í íslenskunám í HÍ.

    Tungumál eru meira að segja svo útreiknanleg að það eru til frekar einfaldar formúlur sem sýna hvernig tungumálið og framburður hefur breyst í gegnum aldirnar og það er hægt með nokkurri nákvæmni að reikna út hvernig málið muni þróast í frammtíðinni.

    Eitt verkefnið hennar Dóru var að taka nokkur orð úr nútíma íslensku skella, inn í formúluna og reikna út hvernig orðin voru skrifuð og borin fram í frum Indó-Evrópsku.

    Mjög fræðandi og sneddí verkefni. Smá út úr dúr eða kannski út úr moll ....hahaha.... Any way!

    Það er auðveldlega hægt að búa til forrit sem notast við merkingar í samhengi við önnur orð með því að Það sem íslenskufræðingar kalla að "tagga" eða eyrnamerkja orð. T.d ef ég tæki MIKKLA einföldun (og notaðis við algebru sem er nákvæmleg það sem að Dóra var að nota í sínu verkefni.)

    1) A+B => A = C

    2) D+A => A = E

    Þar sem að: "A = Veigar, B = Fór , D = Drukku" þá dæmi: 1) Veigar = Karlmanns nafn/Sérnafn 2) Veigar = Veitingar/vín

    Raunverulega felst galdurinn ekki í formúlunum, þýðingaferlinu eða jafnvel breytilegu merkingarfræðilegu gildi orðanna, þetta höfum við allt í höndunum. Nei, aðal málið er flokkunin og handavinnan sem fels í því að "tagga" og í raun forrit hvert einasta orð hverju tungumáli fyrir sig.

    Það sem verður að vera til staðar áður en þýðingaforrit geta nokkur tíma virka almennilega er FULLKOMIÐ "taggað" orðasafn.

    Þetta er ekki flókið, þannig séð, en heljarinnar vinna sem ótrúlegt en satt ekkert landi í heiminum hefur lagt metnað sinn í að gera, svona er nú það.

    18. apríl 2008 kl. 21:40 GMT | #

Þessum svarhala hefur verið lokað. Kærar þakkir til þeirra sem tóku þátt í umræðunni.


 

Flakk um vefsvæðið



 

Nýleg svör frá lesendum

  • Rich (Req.js - javascript lazy-loading and dependency managment made easy)
  • Rich (Req.js - javascript lazy-loading and dependency managment made easy)
  • Rich (Req.js - javascript lazy-loading and dependency managment made easy)
  • Már (Req.js - javascript lazy-loading and dependency managment made easy)
  • Rich (Req.js - javascript lazy-loading and dependency managment made easy)
  • Már (Req.js - javascript lazy-loading and dependency managment made easy)
  • Dinesh (Req.js - javascript lazy-loading and dependency managment made easy)
  • Már (Taubleyjur í nútímanum - lítill leiðarvísir handa hræddri þjóð)
  • Ada (Taubleyjur í nútímanum - lítill leiðarvísir handa hræddri þjóð)
  • notandi (Taubleyjur í nútímanum - lítill leiðarvísir handa hræddri þjóð)
  • Geir (Lausnin á efnahagsvandanum)
  • Jenný (Lausnin á efnahagsvandanum)
  • Óli Jens (Lausnin á efnahagsvandanum)
  • Már (Lausnin á efnahagsvandanum)
  • Kjartan S (Lausnin á efnahagsvandanum)

 

 

Yfirlit yfir þetta skjal

(Atriðin í listanum vísa á ákveðna kafla ofar á síðunni.)