Fćrslur miđvikudaginn 3. október 2007

Kl. 01:05: Podcast spjallfundur hjá SVEF 

Samtök vefiđnađarins (SVEF) ćtla ađ halda "spjallfund" um Podcasting núna á fimmtudagskvöldiđ kl. 20, í Bertelstofu á Thorvaldsen Bar.

Ég var beđinn ađ halda stutta framsögu á fundinum, og mér gefnar nokkuđ frjálsar hendur međ efnistök. Ég sagđi "já" og lofađi ađ hugsa stíft um ţetta fram á fimmtudag.

Hvađ finnst ykkur ađ ég ćtti ađ tala um? Einhverjir vínklar sem eru ekki augljósir?

Nokkrar spurningar sem ég velti fyrir mér:

 • Hvađ á ađ kalla ţetta fyrirbćri á íslensku? (Aldrei ţessu vant líst mér reyndar tiltölulega vel á nýyrđasmíđ Morgunblađsins. Ţau kalla ţetta "hlađvarp".)

 • Í útlöndum eru langar ferđir í vinnu og heim vinsćll tími fyrir fólk ađ hlusta á hlađvarp. Koma stuttar vegalengdir og einkabílismi ekki ađ nokkru leyti í veg fyrir ţađ hér á landi? ...eđa er morguntraffíkin orđin svo gasaleg, og/eđa ókeypisíguluógeđin svo vinsćll kostur ađ ţetta sé orđiđ vćnlegt?

 • Hvađ međ t.d. fréttir og innlennda ţćtta ţćtti sem eru í bođi hjá RÚV.is og Stöđ2 á Vísir.is Er eđlilegt ađ flokka svoleiđis streymt efni (e. "streaming on demand") undir hlađvarp? Međfćrileiki slíks efnis á vissulega eftir ađ aukast eftir ađ allir verđa komnir međ háhrađanettenginu í farsímann sinn, en er ţađ hlađvarp?

 • Á ađ takmarka skilgreininguna á hlađvarpi viđ XML markađa (Atom/RSS) miđlun ţess efnis sem passar inn í lítil međfćrileg afspilunartćki, s.s. síma eđa vasatölvur, eđa er eđlilegt ađ taka jafnt međ í reikninginn kvikmyndaefni í fullri upplausn? (e. "video on demand")

 • Er hlađvarpsmenningin stór nagli í líkkistu lokađra skráarforma og afspilunarvarna (e. "DRM"). RÚV hefur t.d. lengi ţráskallast viđ ađ miđla öllu sínu efni á lokuđu "Windows Media" formi, en međ tilkomu hlađvarpsins hjá RÚV fá hlustendur í fyrsta sinn ađgang ađ afurđum skattpeninga sinna á MP3 formi.

 • Ég fyrir rúmum fjórum árum velti ég fyrir mér eđli hljóđ-/talbloggs:

  Hversu vel hafa ţessar pćlingar elst, og hversu vel eiga ţćr viđ hlađvarp eins og ţađ lítur út í dag?

 • Hvađa ţćttir í sambandi viđ hlađvarpađ efni snúa helst ađ notendum međ sérţarfir eđa einhvers konar fötlun? Leysir hlađvarp vanda einhverra hópa, eđa skapar ţađ ný vandamál unnvörpum?

 • Sjáum viđ mögulega fram á flennistóra (tímabundna) afturför í ađgengismálum á vefnum međ meiri útbreiđslu hljóđ og myndefnis á kostnađ ritađs máls?

  Eru MP3 skrár og vídeó (t.d. sem miđill fyrir kynningarefni) hin nýja birtingarmynd Flash og PDF skránna sem héldu (og halda enn) stórum hópum tölvunotenda í myrkrinu?

 • ...fleiri puntkar bćtast kannski viđ...

Svör frá lesendum (8) | Varanleg slóđ


 

Flakk um vefsvćđiđ 

Fćrslur í október 2007

október 2007
SunMán ŢriMiđ FimFös Lau
  1. 2. 3. 4. 5. 6.
7. 8. 9. 10. 11. 12. 13.
14. 15. 16. 17. 18. 19. 20.
21. 22. 23. 24. 25. 26. 27.
28. 29. 30. 31.      

Nýleg svör frá lesendum

 • Rich (Req.js - javascript lazy-loading and dependency managment made easy)
 • Rich (Req.js - javascript lazy-loading and dependency managment made easy)
 • Rich (Req.js - javascript lazy-loading and dependency managment made easy)
 • Már (Req.js - javascript lazy-loading and dependency managment made easy)
 • Rich (Req.js - javascript lazy-loading and dependency managment made easy)
 • Már (Req.js - javascript lazy-loading and dependency managment made easy)
 • Dinesh (Req.js - javascript lazy-loading and dependency managment made easy)
 • Már (Taubleyjur í nútímanum - lítill leiđarvísir handa hrćddri ţjóđ)
 • Ada (Taubleyjur í nútímanum - lítill leiđarvísir handa hrćddri ţjóđ)
 • notandi (Taubleyjur í nútímanum - lítill leiđarvísir handa hrćddri ţjóđ)
 • Geir (Lausnin á efnahagsvandanum)
 • Jenný (Lausnin á efnahagsvandanum)
 • Óli Jens (Lausnin á efnahagsvandanum)
 • Már (Lausnin á efnahagsvandanum)
 • Kjartan S (Lausnin á efnahagsvandanum)

 

 

Yfirlit yfir ţetta skjal

(Atriđin í listanum vísa á ákveđna kafla ofar á síđunni.)