Vilhjálmur borgarstjóri og Njálsgöturónarnir á leikskólanum Barónsborg

Skrifađ 28. apríl 2007, kl. 02:12

Ég veit ekki alveg hvađ mér á ađ finnast um ţetta mál:

Mér ţykja ţađ ótrúleg ómerkilegheit ţegar fólk leggst gegn svona velferđarţjónustu á ţeim forsendum ađ fasteignirnar ţeirra lćkki í verđi. (Íslenskir smáborgarar berjast oft hatrammlega gegn sambýlum fatlađra og ţroskaheftra međ sömu rökum.)

Einhversstađar ţurfa "vondir" ađ vera, og hví ekki í nágrenni viđ "gott" fólk?

Hins vegar ţykir mér ţađ afskaplega óheppileg stjórnsýsla ađ rónaheimilinu skuli valinn stađur nákvćmlega 15 metra frá leikskóla á vegum borgarinnar.

Ég er alveg fylgjandi ţví ađ fjölbreytni mannlífsins (ţar međ talinn dapurleiki ţess) sé ekki falin fyrir börnum, og ég vil síst af öllu ađ börnin mín alist upp í einhverri dauđhreinsađri gerviveröld.

Hins vegar set ég stórt spurningamerki viđ ţađ ađ nýkjörin borgarstjórn skuli ćtla ađ skapa útileikjum barnanna minna umgjörđ fylleríisröfls, slagsmála og lögregluheimsókna, og breyta dag leikvelli 2-5 ára barna í kvöld- og nćturleikvöll fyrir sprautufíkla og drykkjumenn sem skilja guđmávitahvađa gúmmelađi eftir sig ofan í sandkassanum, eđa í dekkjarólunni.

Stína ólst upp í nćsta húsi viđ svona rónaheimili á vegum borgarinnar á Lokastígnum, og hún man alveg hvernig ástandiđ var ţar á köflum.

(Til skýringar: Garpur er á ţessum leikskóla, og Úlfrún mun vćntanlega vera ţar líka.)


Svör frá lesendum (3)

 1. Gummi Jóh svarar:

  Já ég set spurningamerki viđ ţessa stađsetningu, sérstaklega eftir ađ hafa lesiđ fćrsluna ţína. Ađ sjálfsögđu fagnar mađur ađ sveitarfélagiđ ćtli ađ opna svona hús og hjálpa ţessu fólki ađ fóta sig í lífinu en stađsetning svona húss skiptir auđvitađ máli.

  Hefurđu sent fyrirspurn eđa talađ viđ konuna sem undirritađi bréfiđ sem íbúar í kring fengu í hús? Ég hefđi gaman af ţví ađ vita hvađ hún hefđi ađ segja um máliđ.

  28. apríl 2007 kl. 14:35 GMT | #

 2. Salvör svarar:

  Ég er líka svona víđsýn eins og ţú, mér finnst ađ vondir ţurfi ađ vera einhvers stađar og ţađ sé um ađ gera ađ hjálpa lítilmagnanum. En mér finnst ég og ađrir eigum ađ hafa eitthvađ ađ segja um hvernig umhverfi viđ búum í. Ég hef búiđ lengi í Teigahverfinu, ég bjó ţar í kjallara viđ Hofteig ţegar áfangaheimili fangahjálparinnar Verndar var sett ţar inn og ég neitađi ađ skrifa undir undirskriftarlista á móti ţví heimili.

  Svo hafa árin liđiđ og núna er Verndarheimiliđ viđ Laugateig orđiđ fangelsi. Ţar voru fyrst vistađir ađ ég best veit hvítflibbaglćpamenn en seinni árin hafa veriđ ţar alls konar menn m.a. Sólbađsstofurćninginn og Stóragerđismorđinginn, hvort tveggja stórhćttulegir geđbilađir glćpamenn og svo hann Gústi kynferđisafbrotamađur sem skrćlađur var í Kompási í vetur. Mér finnst ekki rétt ađ hćgt sé ađ lćđa fangelsi fyrir hćttulega glćpamenn í nćsta hús viđ fólk. Af hverju ţarf tvöfaldar vírgirđingar á litla hrauni fyrir sama fólk?

  30. apríl 2007 kl. 03:06 GMT | #

 3. Ţurý svarar:

  Sćll Már,

  Hitti ţig og fjölskylduna í Cambridge á dögunum. Skemmtilegt ađ finna ţig á netinu.

  Bestu kveđjur, Ţurý

  3. maí 2007 kl. 15:28 GMT | #

Ţessum svarhala hefur veriđ lokađ. Kćrar ţakkir til ţeirra sem tóku ţátt í umrćđunni.


 

Flakk um vefsvćđiđ 

Nýleg svör frá lesendum

 • Rich (Req.js - javascript lazy-loading and dependency managment made easy)
 • Rich (Req.js - javascript lazy-loading and dependency managment made easy)
 • Rich (Req.js - javascript lazy-loading and dependency managment made easy)
 • Már (Req.js - javascript lazy-loading and dependency managment made easy)
 • Rich (Req.js - javascript lazy-loading and dependency managment made easy)
 • Már (Req.js - javascript lazy-loading and dependency managment made easy)
 • Dinesh (Req.js - javascript lazy-loading and dependency managment made easy)
 • Már (Taubleyjur í nútímanum - lítill leiđarvísir handa hrćddri ţjóđ)
 • Ada (Taubleyjur í nútímanum - lítill leiđarvísir handa hrćddri ţjóđ)
 • notandi (Taubleyjur í nútímanum - lítill leiđarvísir handa hrćddri ţjóđ)
 • Geir (Lausnin á efnahagsvandanum)
 • Jenný (Lausnin á efnahagsvandanum)
 • Óli Jens (Lausnin á efnahagsvandanum)
 • Már (Lausnin á efnahagsvandanum)
 • Kjartan S (Lausnin á efnahagsvandanum)

 

 

Yfirlit yfir ţetta skjal

(Atriđin í listanum vísa á ákveđna kafla ofar á síđunni.)