Gullmolar Silfur-Egils um blogg

Skrifað 1. janúar 2007, kl. 14:25

Egill Helgason segir í nýjasta pistli sínum, Ekki blogg – gleðilegt ár:

"Ég er líka að sumu leyti sammála Jónasi Kristjánssyni um að að bloggið sé ekki sérlega merkilegt"

Fjölmiðlamaðurinn Egill er eðlilega hallur undir hefðbundna fjölmiðla, en það er samt athyglivert í ljósi þess að honum þykir blogg "ekki sérlega merkilegt" að Egill skuli samt byrja ársuppgjörspistilinn sinn á því að tala um blogg, og bera saman við eigin vefskrif:

"Sögu mína á internetinu má rekja til 1. febrúar árið 2000, sem er sirka fimm árum áður en bloggið var fundið upp."

Og þar höfum við það svart á hvítu - Egill Helgason veit ekki rassgat hvað hann er að tala um!

Ég vil eiginlega ekki trúa því að Egill sé svona vitlaus. Greinin er birt korter yfir átta á gamlárskvöld. Karlinn hefur ábyggilega verið byrjaður að staupa sig, þegar hann smellti inngangstextanum framan á og smellti á "publish".

[Viðbót Eftir að hafa lesið greinina til enda, þá finnst mér ýmislegt fleira benda til þess að hann hafi ekki alveg verið með réttu ráði. :-)]


Svör frá lesendum (4)

  1. Arnþór Snær svarar:

    Kemur á óvart frá Agli, en ekki frá 365 manni.

    Ég fæ stundum á tilfinninguna að þeir eigi í love-hate sambandi við vefinn. Hélt samt að það væri búið.

    1. janúar 2007 kl. 20:13 GMT | #

  2. Jón Heiðar Þorsteinsson svarar:

    If it smells like a blog and it looks like a blog then I guess it´s a blog. No matter what you call it.

    2. janúar 2007 kl. 00:18 GMT | #

  3. svansson.net svarar:

    Þúst, maðurinn vitnar meira að segja iðulega í son sinn í færslulok - hversu blogglegt er það. :)

    2. janúar 2007 kl. 08:37 GMT | #

  4. Már svarar:

    Vitiði, mér er skítsama hvort Egill flokkast sem bloggari eða ekki.

    Það er hins vegar kýrskýrt að blogg varð til um miðjan síðasta áratug (á síðustu öld!!) - þótt Egill, með hausinn í sandinum, hafi ekki orðið var við það fyrr en á síðasta ári.

    2. janúar 2007 kl. 09:19 GMT | #

Þessum svarhala hefur verið lokað. Kærar þakkir til þeirra sem tóku þátt í umræðunni.


 

Flakk um vefsvæðið



 

Nýleg svör frá lesendum

  • Rich (Req.js - javascript lazy-loading and dependency managment made easy)
  • Rich (Req.js - javascript lazy-loading and dependency managment made easy)
  • Rich (Req.js - javascript lazy-loading and dependency managment made easy)
  • Már (Req.js - javascript lazy-loading and dependency managment made easy)
  • Rich (Req.js - javascript lazy-loading and dependency managment made easy)
  • Már (Req.js - javascript lazy-loading and dependency managment made easy)
  • Dinesh (Req.js - javascript lazy-loading and dependency managment made easy)
  • Már (Taubleyjur í nútímanum - lítill leiðarvísir handa hræddri þjóð)
  • Ada (Taubleyjur í nútímanum - lítill leiðarvísir handa hræddri þjóð)
  • notandi (Taubleyjur í nútímanum - lítill leiðarvísir handa hræddri þjóð)
  • Geir (Lausnin á efnahagsvandanum)
  • Jenný (Lausnin á efnahagsvandanum)
  • Óli Jens (Lausnin á efnahagsvandanum)
  • Már (Lausnin á efnahagsvandanum)
  • Kjartan S (Lausnin á efnahagsvandanum)

 

 

Yfirlit yfir þetta skjal

(Atriðin í listanum vísa á ákveðna kafla ofar á síðunni.)