Ég-fór-í-bíó-blogg.

Skrifađ 7. desember 2006, kl. 23:41

Ég fór í bíó í kvöld, á Lars Von Trier myndina Boss of It All (Direktřren for det hele). Hún reyndist alveg bráđfyndin og skemmtileg. Líklega alfyndnasta "dogma" myndin sem gerđ hefur veriđ - eđa kannski er hún sú eina fyndna?

Ekki síst hafđi ég gaman ađ ţessu grunnstefi sem hugtakiđ "leikstjóri" er í gegn um alla myndina.

 • Orđiđ leikstjóri kemur fyrir í titli myndarinnar (á frummálinu).
 • Fyrsta senan í myndinni sýnir leikstjórann (ţ.e. Trier sjálfan) í mynd, og hann talar til áhorfenda um myndina og söguţráđinn, í upphafi, á milli kafla og í endann.
 • Í myndinni koma fyrir tveir forstjórar (directřrer). og annar ţeirra er leikinn af ţekktum kvikmyndaleikstjóra (Friđrik Ţór)
 • Enn einn leikstjórinn kemur í ljós ţegar mađur skođar samskipti ađalpersónanna Ravns og Kristofers. Ravn á og rekur fyrirtćki en rćđur leikarann Kristófer til ađ leika forstjóra fyrirtćkisins, og leikstýrir honum í hlutverkinu.

Hitt sem ég tók eftir og velti fyrir mér, er hvađ er Trier ađ segja um hlut "leikarans" í leikritum og kvikmyndum? Trúđurinn í sögunni - eina persónan sem er virkilega afkáraleg - er leikarinn (sem ţykist vera forstjóri - directřr). Hann er aumur og atvinnulaus áđur en Ravn (leikstjórinn hans) rćđur hann í hlutverkiđ; ţvađrar allan tíman út í eitt um leiklistina og hiđ listrćna; fćr í lokin óvćnt öll völdin í sínar hendur og tekur samstundis heimskulegustu ákvörđun í heimi.

Mér hefur ekki fundist svona gaman í bíó í langan tíma.

Nánar um myndina


Svör frá lesendum (7)

 1. Árni Svanur svarar:

  Skemmtileg greining á frábćrri mynd. Ég sá hana í október og skemmti mér konunglega. Samspiliđ á milli Friđriks Ţórs og Benedikts var snilld.

  8. desember 2006 kl. 00:29 GMT | #

 2. Már svarar:

  Já, mér fannst Benedikt alveg afskaplega skemmtilegt kómískt element.

  8. desember 2006 kl. 00:52 GMT | #

 3. Arnór Bogason svarar:

  Örlítil dönskuábending:

  direktřr=yfirmađur, stjórnandi

  en hinsvegar er

  instruktřr=leikstjóri

  13. desember 2006 kl. 13:16 GMT | #

 4. Már svarar:

  Arnór, ţurftirđu endilega ađ eyđileggja ţessa ágćtu kenningu mína međ hundleiđinlegum stađreyndum, bölvađur. ;-)

  13. desember 2006 kl. 13:27 GMT | #

 5. Tóró svarar:

  An elegant theory brutally killed by a pack of facts...

  14. desember 2006 kl. 13:03 GMT | #

 6. Halldór E. svarar:

  Spurning hins vegar er hvort Von Trier lýti á sjálfan sig sem instruktor eđa direktor í verkum sínum. Ef sögur af tökustöđum eru sannar ţá er Von Trier ekki instruktor heldur direktor ţegar kemur ađ leikstjórn kvikmynda. Ţannig fćr leikurinn međ hugtökin nýja vídd.

  Síđan er hitt. Skilningur áhorfandans á myndinni, hvađ sem líđur tungumálaţekkingu hlýtur ađ vera gildur, burtséđ frá ţví hvađ höfundur myndarinnar taldi sig vera ađ segja. Nú hef ég ekki séđ myndina, en ţađ er ljóst ađ túlkun Más mun hafa áhrif á mína túlkun á myndinni ţegar ég horfi á hana. Hér má síđan líta lengra og velta fyrir sér hvort ţađ skipti yfirleitt máli hvađ Von Trier var ađ reyna ađ segja. Ţađ eina sem skipti í raun máli sé hvađ viđ heyrum.

  26. desember 2006 kl. 18:16 GMT | #

 7. Jósi svarar:

  Ţetta var reyndar ekki Dogma-mynd. Ţćr ţekkjast á Dogma skírteininu sem birtist í upphafi myndarinnar.

  Ţessi var í nýja tilgerđarlega heimatilbúna stílnum hans Lars Von Trier, "Automavision".

  26. desember 2006 kl. 18:57 GMT | #

Ţessum svarhala hefur veriđ lokađ. Kćrar ţakkir til ţeirra sem tóku ţátt í umrćđunni.


 

Flakk um vefsvćđiđ 

Nýleg svör frá lesendum

 • Rich (Req.js - javascript lazy-loading and dependency managment made easy)
 • Rich (Req.js - javascript lazy-loading and dependency managment made easy)
 • Rich (Req.js - javascript lazy-loading and dependency managment made easy)
 • Már (Req.js - javascript lazy-loading and dependency managment made easy)
 • Rich (Req.js - javascript lazy-loading and dependency managment made easy)
 • Már (Req.js - javascript lazy-loading and dependency managment made easy)
 • Dinesh (Req.js - javascript lazy-loading and dependency managment made easy)
 • Már (Taubleyjur í nútímanum - lítill leiđarvísir handa hrćddri ţjóđ)
 • Ada (Taubleyjur í nútímanum - lítill leiđarvísir handa hrćddri ţjóđ)
 • notandi (Taubleyjur í nútímanum - lítill leiđarvísir handa hrćddri ţjóđ)
 • Geir (Lausnin á efnahagsvandanum)
 • Jenný (Lausnin á efnahagsvandanum)
 • Óli Jens (Lausnin á efnahagsvandanum)
 • Már (Lausnin á efnahagsvandanum)
 • Kjartan S (Lausnin á efnahagsvandanum)

 

 

Yfirlit yfir ţetta skjal

(Atriđin í listanum vísa á ákveđna kafla ofar á síđunni.)