Ég-fór-í-bíó-blogg.
Ég fór í bíó í kvöld, á Lars Von Trier myndina Boss of It All (Direktřren for det hele). Hún reyndist alveg bráđfyndin og skemmtileg. Líklega alfyndnasta "dogma" myndin sem gerđ hefur veriđ - eđa kannski er hún sú eina fyndna?
Ekki síst hafđi ég gaman ađ ţessu grunnstefi sem hugtakiđ "leikstjóri" er í gegn um alla myndina.
- Orđiđ leikstjóri kemur fyrir í titli myndarinnar (á frummálinu).
- Fyrsta senan í myndinni sýnir leikstjórann (ţ.e. Trier sjálfan) í mynd, og hann talar til áhorfenda um myndina og söguţráđinn, í upphafi, á milli kafla og í endann.
- Í myndinni koma fyrir tveir forstjórar (directřrer). og annar ţeirra er leikinn af ţekktum kvikmyndaleikstjóra (Friđrik Ţór)
- Enn einn leikstjórinn kemur í ljós ţegar mađur skođar samskipti ađalpersónanna Ravns og Kristofers. Ravn á og rekur fyrirtćki en rćđur leikarann Kristófer til ađ leika forstjóra fyrirtćkisins, og leikstýrir honum í hlutverkinu.
Hitt sem ég tók eftir og velti fyrir mér, er hvađ er Trier ađ segja um hlut "leikarans" í leikritum og kvikmyndum? Trúđurinn í sögunni - eina persónan sem er virkilega afkáraleg - er leikarinn (sem ţykist vera forstjóri - directřr). Hann er aumur og atvinnulaus áđur en Ravn (leikstjórinn hans) rćđur hann í hlutverkiđ; ţvađrar allan tíman út í eitt um leiklistina og hiđ listrćna; fćr í lokin óvćnt öll völdin í sínar hendur og tekur samstundis heimskulegustu ákvörđun í heimi.
Mér hefur ekki fundist svona gaman í bíó í langan tíma.
Nýleg svör frá lesendum