Kisurnar okkar vantar gott heimili

Skrifað 31. október 2006, kl. 23:00

Við fjölskyldan erum í þeirri dapurlegu stöðu að þurfa að finna kisunum okkar tveimur nýtt heimili. Ástæðan: Stína er komin með alvarlegt kattarofnæmi sem engin leið er að halda í skefjum með lyfjum.

Þetta eru afskaplega gæfar og blíðar, dulítið smávaxnar, læður sem eru að verða 7 ára gamlar (gotið í desember 1999). Þær hafa alla tíð verið innikisur.

Þær eru hreinræktaðir blendingskettir af bestu gerð. Önnur gul með hvítan maga, en hin þrílit - grábröndótt með gulum blettum og hvít á maga, loppum og framan á hálsinum.

Við erum eiginlega í öngum okkar yfir þessu, ekki síst vegna krakkanna. Garpur hefur alla tíð litið á þær sem fullgilda fjölskyldumeðlimi, og Úlfrún er nú þegar farin að tengjast þeim heilmiklum tilfinningaböndum.

Ég lofaði Garpi (og sjálfum mér) að gefast ekki upp fyrr en okkur hefði tekist að finna þeim gott heimili - helst þar sem við ættum séns á að heimsækja þær af og til - og það loforð ætlum við að halda.

Vinsamlega verið í bandi ef þið vitið um gott heimili fyrir þær greyin.

P.S. Kisurnar heita þeim frómu nöfnum Lufsa og Pussa.


Svör frá lesendum (6)

  1. Bjarni Rúnar svarar:

    Æj! Mjög leiðinlegt að lesa þetta.

    Ég samhryggist og á eftir að sakna þess að hitta Lufsu og Pussu næst þegar ég heimsæki ykkur. Þó ég hafi einmitt sjálfur verið með ofnæmi fyrir þeim...

    Asnalegu ofnæmi. :-(

    1. nóvember 2006 kl. 01:59 GMT | #

  2. Buckland svarar:

    Þið eigið alla mína samúð. Ég lenti sjálfur í þessari aðstöðu fyrir 25 árum og varð að láta kisa minn frá mér. Síðan hef ég haldið mig frá köttum þar til alveg nýlega að röð tilviljana varð til þess að umgengni við ketti varð ekki umflúin. Og viti menn, ég reyndist laus við ofnæmið! Mér er sagt að þetta gerist stundum,

    1. nóvember 2006 kl. 17:03 GMT | #

  3. Hel svarar:

    úffff... ég lennti í þeim hryllingi að þurfa að láta 2 kisur vegna ofnæmis nágranna...það var algjört hell, og þó að kisurnar hefðu verið mjög ungar og fagrar var mér gersamlega ómögulegt að finna þeim heimili...mikil sorg. En gangi ykkur vel með þetta

    2. nóvember 2006 kl. 12:36 GMT | #

  4. anna svarar:

    Æ hvað mér finnst leiðinlegt að lesa þetta.

    Ég samhryggist ykkur innilega og vona að þið finnið gott heimili fyrir kisurnar.

    7. nóvember 2006 kl. 23:56 GMT | #

  5. Már svarar:

    Takk góða fólk. Brýnasta neyðarástandið er yfirstaðið. Mamma og pabbi Stínu voru svo góð að bjóða greyjunum að búa hjá sér þar til varanleg lausn finnst (hver sem hún verður). Þau (Róbert og Inga) búa uppi í Mosfellsdal þannig að þeim (Lufsu og Pussu) mun væntanlega gefast í leiðinni tækifæri til að kynnast (og aðlagast) útiveru.

    Leitin heldur áfram, en bráðasta stressið er yfirstaðið.

    Heimilið okkar er nú kattalaust í fyrsta skipti í sjö ár - og það er afskaplega furðuleg tilfinning - tiltölulega flókinn kokteill ólíkra tilfinninga.

    8. nóvember 2006 kl. 00:33 GMT | #

  6. Buckland svarar:

    Þetta eru góðar fréttir.

    9. nóvember 2006 kl. 16:10 GMT | #

Þessum svarhala hefur verið lokað. Kærar þakkir til þeirra sem tóku þátt í umræðunni.


 

Flakk um vefsvæðið



 

Nýleg svör frá lesendum

  • Rich (Req.js - javascript lazy-loading and dependency managment made easy)
  • Rich (Req.js - javascript lazy-loading and dependency managment made easy)
  • Rich (Req.js - javascript lazy-loading and dependency managment made easy)
  • Már (Req.js - javascript lazy-loading and dependency managment made easy)
  • Rich (Req.js - javascript lazy-loading and dependency managment made easy)
  • Már (Req.js - javascript lazy-loading and dependency managment made easy)
  • Dinesh (Req.js - javascript lazy-loading and dependency managment made easy)
  • Már (Taubleyjur í nútímanum - lítill leiðarvísir handa hræddri þjóð)
  • Ada (Taubleyjur í nútímanum - lítill leiðarvísir handa hræddri þjóð)
  • notandi (Taubleyjur í nútímanum - lítill leiðarvísir handa hræddri þjóð)
  • Geir (Lausnin á efnahagsvandanum)
  • Jenný (Lausnin á efnahagsvandanum)
  • Óli Jens (Lausnin á efnahagsvandanum)
  • Már (Lausnin á efnahagsvandanum)
  • Kjartan S (Lausnin á efnahagsvandanum)

 

 

Yfirlit yfir þetta skjal

(Atriðin í listanum vísa á ákveðna kafla ofar á síðunni.)