Færslur miðvikudaginn 25. október 2006

Kl. 08:24: Firefox 2.0 kominn út! 

Í gær kom út ný útgáfa (2.0) af Firefox vafranum. Ég er mjög ánægður með breytingarnar/nýjungarnar, þótt þær séu kannski ekki allar mjög áberandi.

Það sem ég tek mest eftir er:

  • hann virðist hraðari og léttari en síðasta útgáfa (bara tilfinning, hef ekki mælt þetta)
  • Allt notendaviðmót er fínpússaðra og maður finnur mjög skýrt að þarna er á ferðinni afskaplega vandaður vafri.
  • Stafsetningaryfirlestur í innsláttarreitum sem virkar þannig að maður hægri-smellir með músinni til að skipta um tungumál (það er hægt að sækja Íslenskt orðasafn), leiðrétta vitlaust stöfuð orð, eða bæta nýyrðum í orðasafnið.

Það mikilvægasta við þessa heildaruppfærslu Firefox vafrans er samt það að allar vefsíður virka og líta út jafn vel og í fyrri útgáfum vafrans.

Þarna liggur t.d. grundvallar munur á Firefox og nýju útgáfunni af Microsoft Internet Explorer sem kom út í vikunni sem leið.

Nýi Explorerinn er að sumu leyti skárri en síðasta útgáfa (eftir 5 ár af fullkominni stöðnun!) en jafnframt svo gallaður og illa forritaður að í vinnunni hjá mér tölum við um "IE7-vandann" - og vísum þar til þess sem kallað var "2000-vandinn" á sínum tíma, en ólíkt 2000-vandanum er IE7-vandinn raunverulegur vandi í vef-hugbúnaðar heiminum.

Ég hvet alla sem ætla á annað borð að uppfæra úr Internet Explorer 6.0, að taka skrefið til fulls og fá sér almennilegan vafra á borð við Firefox 2.0 ... eða prófa Opera 9.

P.S. Ég gróf til gamans þessa gömlu bloggfærslu frá júní 2003 þegar ég prófaði Firefox fyrst. Svakalega hefur orðið mikil þróun síðan þá. :-)

Svör frá lesendum (4) | Varanleg slóð


 

Flakk um vefsvæðið



 

Færslur í október 2006

október 2006
SunMán ÞriMið FimFös Lau
1. 2. 3. 4. 5. 6. 7.
8. 9. 10. 11. 12. 13. 14.
15. 16. 17. 18. 19. 20. 21.
22. 23. 24. 25. 26. 27. 28.
29. 30. 31.        

Nýleg svör frá lesendum

  • Rich (Req.js - javascript lazy-loading and dependency managment made easy)
  • Rich (Req.js - javascript lazy-loading and dependency managment made easy)
  • Rich (Req.js - javascript lazy-loading and dependency managment made easy)
  • Már (Req.js - javascript lazy-loading and dependency managment made easy)
  • Rich (Req.js - javascript lazy-loading and dependency managment made easy)
  • Már (Req.js - javascript lazy-loading and dependency managment made easy)
  • Dinesh (Req.js - javascript lazy-loading and dependency managment made easy)
  • Már (Taubleyjur í nútímanum - lítill leiðarvísir handa hræddri þjóð)
  • Ada (Taubleyjur í nútímanum - lítill leiðarvísir handa hræddri þjóð)
  • notandi (Taubleyjur í nútímanum - lítill leiðarvísir handa hræddri þjóð)
  • Geir (Lausnin á efnahagsvandanum)
  • Jenný (Lausnin á efnahagsvandanum)
  • Óli Jens (Lausnin á efnahagsvandanum)
  • Már (Lausnin á efnahagsvandanum)
  • Kjartan S (Lausnin á efnahagsvandanum)

 

 

Yfirlit yfir þetta skjal

(Atriðin í listanum vísa á ákveðna kafla ofar á síðunni.)