Kúkur
"Civilization is a constant effort to cover up the fact that we shit, often smell bad, sooner or later decay and die. In a well-run modern city -- even in its hospitals and funeral homes -- all reminders of such unpleasantness (including the poor) are carefully hidden from view."
-- Milan Kundera, The Unbearable Lightness of Being.
Mér fannst -- og finnst enn -- einn af stóru kostunum við að eignast barn, hvað það kippir manni í tengsl við raunveruleikann. Lífið byrjar að snúast um kúk. Kúkasafa í fötum. Kúkalykt. Kúk á puttunum á manni og höndum. Kúk á milli lítilla táa og alveg upp á háls.
...og manni alveg að óvörum kemst maður að því að kúkur er alls ekkert eins slæmur og af er látið. Lífið er fullt af kúk, en þrátt fyrir það er það alveg þrælfínt!
Nýleg svör frá lesendum