Fćrslur miđvikudaginn 29. mars 2006

Kl. 23:33: Hip hip hip - Sushi brella! 

Eftir ađ hafa loksins gert sushi í fyrsta skipti um daginn, ţá fór ég ađ velta fyrir mér hvernig mćtti gera nigiri sushi (hrísgrjónaklumpur undir ţunnri fisksneiđ) á fljótlegri og snyrtilegri hátt.

Hefđbundna ađferđin er ađ möndlast međ hrísgrjónaklessunar milli puttanna eina og eina í einu, en ađ upplagi Óla 'sushi-sensei' móđurbróđurs míns prófađi ég ađ nota litla ílanga kókómaltskeiđ úr plasti til ađ forma hrísgrjónin. Útkoman var afar áferđarfalleg og hreinleg en framkvćmdin var samt óţarflega seinleg.

Ég fór ţví á stúfana ađ leita mér ađ einhverju sem leyfđi mér ađ forma marga, snyrtilega nigiri hrísgrjónaklumpa í einu handtaki.

Fyrsta búđin sem ég leitađi í var Kokka á Laugaveginum og ţar fann ég ţennan prýđilega OXO klakabakka, međ 14 klakahólfum af akkúrat réttri stćrđ og lögun fyrir nigiri hrísgrjónaklumpa.

OXO klakaboxiđ

klakaboxiđ á hvolfi

Međ ţennan bakka í farteskinu ţarf bara ađ trođa hrísgrjónum ofan í öll hólfin, ţjappa sćmilega, snúa bakkanum á hvolf, og banka honum ţéttingsfast í borđiđ nokkrum sinnum til ađ losa hrísgrjónaklumpana.

Voilá! 14 stykki tilbúin á örstuttum tíma!

Til ađ gera ţađ auđveldara ađ losa hrísgrjónin úr hólfunum sótti ég borvél og borađi tvö 2mm göt í botninn á hverju klaka-hólfi nigiri-hólfi.

Borvél ađ bora í klakaboxiđ

klakaboxiđ fullgatađ

Konunum sem afgreiddu mig í Kokku fannst ég í bland nett geggjađur og mjög útsjónarsamur ţegar ég útskýrđi fyrir ţeim hverju ég vćri ađ leita ađ og hvernig ţessi klakabakki vćri, međ smá breytingum, fullkominn í verkiđ.

Ég er ekki frá ţví ađ ég hafi gert daginn ţeirra pínu lítiđ bjartari á eftir.

Ţessi fćrsla fer í greinaflokkinn "Már föndrar".

Svör frá lesendum (22) | Varanleg slóđ


 

Flakk um vefsvćđiđ 

Fćrslur í mars 2006

mars 2006
SunMán ŢriMiđ FimFös Lau
      1. 2. 3. 4.
5. 6. 7. 8. 9. 10. 11.
12. 13. 14. 15. 16. 17. 18.
19. 20. 21. 22. 23. 24. 25.
26. 27. 28. 29. 30. 31.  

Nýleg svör frá lesendum

 • Rich (Req.js - javascript lazy-loading and dependency managment made easy)
 • Rich (Req.js - javascript lazy-loading and dependency managment made easy)
 • Rich (Req.js - javascript lazy-loading and dependency managment made easy)
 • Már (Req.js - javascript lazy-loading and dependency managment made easy)
 • Rich (Req.js - javascript lazy-loading and dependency managment made easy)
 • Már (Req.js - javascript lazy-loading and dependency managment made easy)
 • Dinesh (Req.js - javascript lazy-loading and dependency managment made easy)
 • Már (Taubleyjur í nútímanum - lítill leiđarvísir handa hrćddri ţjóđ)
 • Ada (Taubleyjur í nútímanum - lítill leiđarvísir handa hrćddri ţjóđ)
 • notandi (Taubleyjur í nútímanum - lítill leiđarvísir handa hrćddri ţjóđ)
 • Geir (Lausnin á efnahagsvandanum)
 • Jenný (Lausnin á efnahagsvandanum)
 • Óli Jens (Lausnin á efnahagsvandanum)
 • Már (Lausnin á efnahagsvandanum)
 • Kjartan S (Lausnin á efnahagsvandanum)

 

 

Yfirlit yfir ţetta skjal

(Atriđin í listanum vísa á ákveđna kafla ofar á síđunni.)