Að vernda börnin sín
Þegar maður hefur kennt dóttur sína við úlf, fer maður ósjálfrátt að velta fyrir sér hvaða áhrif það mun hafa á hana þegar hún kynnist hefðbundinni ímynd úlfsins í sögum og ævintýrum.
Ein lausnin er augljóslega að gera smávægilegar "lagfæringar" á vinsælum sögum.
T.d. Rauðhettu:
"Amma, af hverju ertu með svona stóran munn?"
"Það er svo ég eigi auðveldara með að borða þig, ha ha ha!" og svo gleypti úlfurinn Rauðhettu litlu í einum bita... uhm ...og bjó hamingju samur eftir það í litla húsinu í skóginum. Köttur út í mýri ...
eða Drengurinn sem hrópaði úlfur, úlfur:
"Úlfur! Úlfur! Það er úlfur að drepa allar kindurnar!" hrópaði drengurinn, og allir þorpsbúarnir þustu út úr þorpinu og upp í hæðirnar... eh ...af því þeir voru svo glaðir að úlfurinn væri kominn og þá langaði til að klappa honum og vera góðir við hann.
Það er augljóslega mikið og flókið ímyndarstarf fyrir höndum.
Nýleg svör frá lesendum