Blaðið er [ritskoðað] drasl

Skrifað 14. febrúar 2006, kl. 14:18

...bara svo það sé skjalfest. Ömurlega viðvaningsleg vinnubrögð.

Ég hætti að lesa eftir að hafa valið af handahófi þrjár málsgreinar og allar innihéldu þær kolrangar upplýsingar um okkur. Ég er svo fúll að ég treysti mér ekki til að lesa restina fyrr en í kvöld.

Konan mín sefur á sófanum í fokking mánuð fyrir að hafa leyft Blaðinu að taka þetta helvítis viðtal við sig og birta það á forsíðu. (djók! :-)

Vanvitar!

Viðbót: Í svarhalanum eru nánari skýringar á hvers vegna ég er pirraður. Hér er mynd sem merkir með appelsínugulu þær setningar sem eru beinlínis rangar:

Viðbót, 15. feb. Eiríkur Jónsson (DV, beinn sími 550-5093) hringdi í mig rétt í þessu. Hann langar víst að taka upp umræðuna um fagleg vinnubrögð fjölmiðla. Ef hann langar í komment frá mér, þá skal ég glaður velta upp nokkrum steinum varðandi reynslu mína af DV, og siðferði þeirra sem þar vinna - Eiríkur sjálfur að sjálfssögðu ekki undanskilinn.

Viðbót, 18. feb. Hugrún blaðakona bloggar um málið og ég svara henni ítarlega.


Svör frá lesendum (26)

  1. Unnur María svarar:

    Svona Róbert minn, ekki vera svona súr... ;)

    14. febrúar 2006 kl. 15:10 GMT | #

  2. Hrafnkell svarar:

    Nú er ég forvitinn. Er þetta DV stíllinn hjá þeim á blaðinu?

    14. febrúar 2006 kl. 15:18 GMT | #

  3. Þórdís svarar:

    Ég las viðtalið af mikilli athygli, hreifst af þessari heillandi fjölskyldu og vil gjarna fá að vita staðreyndir málsins.

    14. febrúar 2006 kl. 15:47 GMT | #

  4. Nanna svarar:

    Ef það er einhver huggun, þá lenti stjórnarformaður Blaðsins í því í fyrra að Séð og heyrt eignaði honum dóttur sem hann átti ekkert í.

    14. febrúar 2006 kl. 17:37 GMT | #

  5. Már svarar:

    Æi, þótt mér sé yfirleitt vel til Blaðsins, þá finn ég núna hvað það getur verið hættulegt að díla við fjölmiðil sem er í raun bara verndaður vinnustaður fyrir vanhæfa wannabe-blaðamenn.

    Það er greinilegt að blaðakonan, Hugrún, er með eitthvað þema í gangi, einhverja klisju-ímynd af fólki sem hún er að reyna að finna og draga upp mynd af í blaðinu. Síðast var það "hálfvitinn sem blandaði kókið til helminga með vatni". Í dag var það "tölvuforritarinn sem kaupir engin leikföng handa barninu sínu nema skítugt drasl úr Góða hirðinum."

    Ef viðmælendurnir passa ekki alveg inn í klisjuna, þá er bara að "massa aðeins í staðreyndirnar" og, voilá! Allt passar voða fínt. Allir voða skrýtnir í þessari fjölskyldu. Hahaha, blandar vatni í kókið sitt! Vó, sparar helming launanna í hverjum mánuði! (I wish! :-)

    Mér bara leiðist þegar mér finnst verið að snúa mér og fjölskyldunni minni upp í einhvern fokking sirkus. Svona "snobbum-niðrávið á forsíðunni" sirkus.

    14. febrúar 2006 kl. 18:25 GMT | #

  6. Hr. Svavar svarar:

    Samhryggist frændi...

    Svona vinnubrögð eiga hvergi heima í blaðamennsku ef þetta er rétt.

    Vona að þú sendir bréf á ritstjórann hann Ásgeir Sverrisson, sem b.t.w. er eðalmaður og einn af færustu blaðamönnum landsins og krefjist leiðréttingar á öllu því sem misfórst.

    Bestu kveðjur, Svavar Knútur

    14. febrúar 2006 kl. 21:32 GMT | #

  7. Jenný svarar:

    Blessaður þýðir ekkert annað en að hlægja að svona. Þið getið allavega glaðst yfir því að margir hafa brosað yfir þessu. Þeir sem þekkja ykkur vita betur. Persónulega er ég samt fegin að heyra að drengurinn fær ekki öll sín leikföng úr góða hirðinum..híhí

    14. febrúar 2006 kl. 22:56 GMT | #

  8. Gunnar svarar:

    Dem, ég sem ætlaði að fara að taka ykkur mér til fyrirmyndar! Sorgleg blaðamennska og ég tek undir með Svavari, kvarta í ritstjórann hljómar rétt.

    14. febrúar 2006 kl. 23:05 GMT | #

  9. Gunnar svarar:

    sorrý, meinti "blaðamennska" og samhryggist með þetta, ömurlegt að lenda í svona.

    14. febrúar 2006 kl. 23:10 GMT | #

  10. Hrafnkell svarar:

    wannabe-blaðamenn er réttnefni yfir ansi marga blaðamenn og hef ég sjálfur lent í því að fá skrif um mig í blöðum af einmitt þannig einstaklingum. Samúðarkveðjur til ykkar frá mér, og það ætti að setja í lög og siðareglur að fólk fái eintak til aflestrar áður en það er birt og geti komið með leiðréttingar sé þeirra þörf. Allt annað er bara wannabe.

    14. febrúar 2006 kl. 23:13 GMT | #

  11. Einar Örn svarar:

    Er ekki hægt að setja inn greinina í betri upplausn, svo maður geti séð hversu brengluð greinin er?

    14. febrúar 2006 kl. 23:24 GMT | #

  12. maggabest svarar:

    Ef hún fær borgað fyrir að vera blaðakona, hvernig getur hún þá verið "wanna-be"?

    Ha?

    15. febrúar 2006 kl. 09:43 GMT | #

  13. Már svarar:

    Magga, er launaseðill það eina sem skilgreinir fagmennsku í þínum huga?

    Í mínum huga skiptir launaseðillinn næstum engu máli - sama hvaða fag um ræðir.

    15. febrúar 2006 kl. 11:28 GMT | #

  14. Unnur María svarar:

    Í tilvikum sem þessum, þar sem maður er ekki beinlínis að græða á umfjölluninni heldur í raun að gefa fjölmiðlum af eigin verðmætum (tíminn sem fer í viðtalið plús bútur af eigin trúverðugleika), á maður alltaf að krefjast yfirlesturs þó ekki sé nema upp á prinsippið. Það tekur ekki nema fimm mínútur fyrir blaðamanninn að lesa svona viðtal upp fyrir mann í síma.

    Reyndar hafa þeir blaðamenn sem ég hef haft samskipti við á Íslandi einmitt yfirleitt verið afskaplega næs og skilningsríkir á þetta ef maður er bara pínu ákveðinn í að þetta skipti mann máli.

    Annars eigið þið samúð mína alla Már. Huggið ykkur við það að fólk les sjaldnast svona viðtöl af neinni alvarlegri athygli.

    15. febrúar 2006 kl. 11:47 GMT | #

  15. Már svarar:

    Unnur, Þetta er enganveginn neinn heimsendir, og Blaðið er sem betur fer ósköp mikill gúddí-gúddí snepill (ólíkt t.d. DV) þannig að ég er ekkert mjög pirraður lengur. Ég trúi því líka staðfastlega að þessi Hugrún hafi ætlað sér að gera þetta sæmilega vel, þótt úkoman hafi verið svona slöpp.

    Það er rétt, maður á alltaf að krefjast yfirlesturs, og í þessu tilfelli hefði það örugglega leiðrétt allar villurnar.

    15. febrúar 2006 kl. 11:55 GMT | #

  16. maggabest svarar:

    Hmmm.... ég hélt einmitt að "professional" skilgreindist af því að maður fengi borgað fyrir að gera hlutinn. Amatörar gera hinsvegar hluti af ástríðu, hence... amor... En ég skal trúa því krúttið mitt að þér sé sama um launaseðla og að þú skilgreinir ekkert út frá þeim.

    Lifi Byltingin!

    15. febrúar 2006 kl. 11:59 GMT | #

  17. Már svarar:

    Magga, dúllan mín, ég var aldrei að tala um "prófessjónal" vs. "amatör". Ég var að tala um "blaðamenn" í samhenginu "fagmannleg vinnubrögð". Ég vil meina að fagmennska fólk ráðist ekki af launaseðlinum þeirra.

    Dæmi: Ímyndum okkur tvo blaðamenn; A og B. Ef A er tímabundið atvinnulaus, er hann þá tímabundið "lélegri blaðamaður"? Ef B nær að semja við framkvæmdastjórann á blaðinu (sem er frændi hans) um feita launahækkun, er hann þá orðinn því "betri blaðamaður"?

    Það vill svo til að ég þekki mjög færan húsasmið sem hefur ekki tekjur sínar af húsasmíði. Hann hefur samt, menntunina, verkkunnáttuna, færnina og metnaðinn sem góðir húsasmiðir þurfa að hafa.

    15. febrúar 2006 kl. 12:11 GMT | #

  18. maggabest svarar:

    Ég skil þig Már, rúsínubolla. Ég hef bara gaman af orðagreiningum.

    Reyndar fá samt góðir blaðamenn oftast betur borgað en vondir. Það er þannig með þetta eins og allt annað. Til dæmis fær maður 150.000 kall fyrir 500 orða pistil í Vouge og til að fá að skrifa í það blað þarf að sanna sig sem fagkonu. Já sei.

    Vissulega geta líka verið lélegir blaðamenn hér og þar. Sérstaklega þar sem verið er að spara. En svo eru líka lélegir viðmælendur sjáðu til. Það er margt í mörgu.

    15. febrúar 2006 kl. 12:29 GMT | #

  19. svansson.net svarar:

    Það á einfaldlega alltaf að biðja um yfirlestur - sama um hvað er að ræða. Blaðamenn vinna iðulega undir töluverðu álagi og hættan á fljótfærnisvillum er nokkur, sérstaklega ef um er að ræða e-ð meira en örfá komment. Bara það að biðja um það veitir honum ákveðið aðhald þegar hann er að skrifa sem er ef til vill ekki til staðar í stressinu að hann gangi frá textanum með þeim hætti að hann sé þess fullviss að viðmælandinn verði sáttur.

    Fyrirsagnasmíði og einfaldanir tölum/hlutföllum í tengslum við tísera eru síðan kapituli út af fyrir sig - jafnvel vönduðustu blaðamenn eiga það til að námunda þar af ákveðinni dirfsku.

    15. febrúar 2006 kl. 12:36 GMT | #

  20. svansson.net svarar:

    Það er svona þegjandi samþykkt regla að það megi alveg segja helmingur í fyrirsögn þótt 40% væri réttara - allt til að fá lesningu á fréttina. Það á hins vegar ekki jafnvel við þegar verið er að skrifa frétt upp úr einkalífi fólks og upp úr fréttatilkynningu frá greiningardeild bankanna.

    15. febrúar 2006 kl. 12:41 GMT | #

  21. Tóró svarar:

    Mér flaug í hug hvort þetta gæti nokkuð verið sú Hugrún sem mig grunaði og fór í smá grúsk. Og viti menn, á blogginu hennar sl. mánudag segir "Á annars frábæra grein í Blaðinu á morgun um fólk sem kann að spara."

    Sem segir mér að hið fornkveðna gildir enn; heimurinn er lítill (sérstaklega á Íslandi) og að sínum augum lítur hver á silfrið.

    Annars hef ég ekki séð annað en appelsínugulu myndina af greininni og get því lítið tjáð mig um málið.

    15. febrúar 2006 kl. 13:07 GMT | #

  22. Unnur María svarar:

    Neinei, mér datt nú ekki í hug að svona skynsömu fólki eins og þið Stína eruð sæuð þetta sem einhverja meiriháttar krísu. En svona lagað er alltaf svekkjandi.

    15. febrúar 2006 kl. 14:19 GMT | #

  23. Gunnar svarar:

    Tóró, hvernig væri að leyfa okkur hinum að njóta bloggsins hennar líka? URL væri vel þegið :)

    15. febrúar 2006 kl. 14:38 GMT | #

  24. Már svarar:

    Gunnar, mér finnst engin ástæða til að fara að linka á hana. Ég er ósáttur við þessa DV-legu matreiðslu hjá henni, en ég vil á engan hátt stofna til einhverrar lynch-mob stemmningar.

    15. febrúar 2006 kl. 15:21 GMT | #

  25. Gunnar svarar:

    Hmmm, ég var nú ekki með það í huga, mig langar bara að sjá hverja manneskju hún hefur að geyma. Og efast reyndar um að fólkið sem les bloggið þitt sé líklegt í eitthvað lynchmob. En auðvitað erum við öll dýr inn við beinið...

    Ég lifi þetta semsagt alveg af :D

    15. febrúar 2006 kl. 16:11 GMT | #

  26. Már Örlygsson: Kæra Hugrún - Sparsami húsfaðirinn svarar

    "Blaðakonan Hugrún bloggar um viðbrögðin við greininni sem hún skrifaði um okkur hjónin og birti í Blaðinu á þriðjudag, og ég pirraði mig yfir á miðvikudag, og DV smjattaði á öllu saman í gærdag. Eftirfarandi byrjaði sem svar í dagbókinni..." Lesa meira

    17. febrúar 2006 kl. 22:56 GMT | #

Þessum svarhala hefur verið lokað. Kærar þakkir til þeirra sem tóku þátt í umræðunni.


 

Flakk um vefsvæðið



 

Nýleg svör frá lesendum

  • Rich (Req.js - javascript lazy-loading and dependency managment made easy)
  • Rich (Req.js - javascript lazy-loading and dependency managment made easy)
  • Rich (Req.js - javascript lazy-loading and dependency managment made easy)
  • Már (Req.js - javascript lazy-loading and dependency managment made easy)
  • Rich (Req.js - javascript lazy-loading and dependency managment made easy)
  • Már (Req.js - javascript lazy-loading and dependency managment made easy)
  • Dinesh (Req.js - javascript lazy-loading and dependency managment made easy)
  • Már (Taubleyjur í nútímanum - lítill leiðarvísir handa hræddri þjóð)
  • Ada (Taubleyjur í nútímanum - lítill leiðarvísir handa hræddri þjóð)
  • notandi (Taubleyjur í nútímanum - lítill leiðarvísir handa hræddri þjóð)
  • Geir (Lausnin á efnahagsvandanum)
  • Jenný (Lausnin á efnahagsvandanum)
  • Óli Jens (Lausnin á efnahagsvandanum)
  • Már (Lausnin á efnahagsvandanum)
  • Kjartan S (Lausnin á efnahagsvandanum)

 

 

Yfirlit yfir þetta skjal

(Atriðin í listanum vísa á ákveðna kafla ofar á síðunni.)