Silvía Nótt og Júróvision á laugardaginn
Er að hlusta á Silvíu Nætur lagið sem gengur manna á milli þessa dagana. Við það vakna tvær spurningar:
- Ef þetta er lagið sem verður flutt á laugardaginn kemur, hvaða áhrif hefur það á samkeppnisstöðu þess, að aðstandendur þess hafa lekið því á netið á undan áætlun? Hvað með hin lögin sem verða væntanlega frumflutt þetta kvöld?
- Er ekki mögulegt að þetta sé ekki keppnislagið, heldur hreinlega annað lag sem höfundarnir sömdu, tóku upp og ákváðu að dreifa, sem útsmoginni brellu til að skapa umtal og áhorf (atkvæði) á laugardagskvöldið.
P.S. Forvitnir geta verið í sambandi ef þeir vilja hljóðdæmi.
Nýleg svör frá lesendum