Chili-rćkju-hnetu-mangó-salatiđ

Skrifađ 5. janúar 2006, kl. 23:30

Mmmm... Ţetta er búinn ađ vera einn af mínum uppáhaldsréttum til ađ elda og borđa heima síđan ég smakkađi hann fyrst sumariđ 2004 á Thorvaldsen.

Lengi vel reiddi ég mig á innihaldslýsinguna í matseđlinum á heimasíđu Thorvaldsen, en nú er sá matseđill úreltur og kominn í tröllahendur (meira ađ segja web.archive.org finnur hann ekki). Í kvöld ţurfti ég ţví ađ treysta algjörlega á gullfiskaminniđ*.

Til minja ćtla ég ađ skjala ţađ sem ég gerđi í kvöld**:

 1. Slatti af kasjú-hnetum ásamt skvettu af vatni, slummu af sýrópi og smáslatta af nýmöluđum (eđa fínt söxuđum) chilii sett í kastarholu. Hitađ og hrćrt ţar til vökvinn er sođinn niđur.
 2. 1-2 góđar lúkur risarćkjur (eđa bara ódýrar Bónus-rćkjur úr frystinum :-) léttsteiktar upp úr ólífuolíu og fínt-rifnum hvítlauk. (Ţađ má bćta chili út í ţetta líka, ef vill.)
 3. Smávegis ferskur, vel ţroskađur mangó, skorinn í litla strimla. Ef hann er lítiđ ţroskađur ţá má einfaldlega sjóđa hann í örbylgjuofni ţar til strimlarnir eru mjúkir í gegn og kćla ţá í köldu vatni. (Dósa-mangó má ađeins nota í brýnni neyđ!)
 4. Smá paprika og, ef vill, tómatar skoriđ niđur í strimla. (1/2 - 1 lítil paprika, og 1-2 međalstórir tómatar ćtti ađ nćgja.)
 5. Smávegis af rauđlauk, skorinn í nćfurţunnar skífur og skífurnar skornar í tvennt svo strimlarnir losni vel í sundur.
 6. Góđur slatti klettasalat (rucola) ásamt einhverju öđru bragđgóđu, gróft skornu, salati til fyllingar. (Spínat má nota ef magninu er stillt í hóf.)
 7. Öllu ofantöldu er hent í hrúgu ofan í stóra salat skál og blandađ saman ásamt smáslettu af góđri (einkar óspjallađri) ólífuolíu og örlitlu af grófu flögusalti stráđ yfir. (Mikilvćgt: sleppiđ ađ salta frekar en ađ nota "venjulegt" salt.)

Borđist eitt og sér, međ góđu brauđi, eđa einhverjum bragđmildum smárétti - t.d. avokado-strimlum međ grófmöluđum pipar og slettu af sítrónusafa.

Ţessi réttur er hreinn unađur.

*) Stína er ólétt ţannig ađ hún man ekki neitt heldur. Sem betur fer varđ ţetta samt alveg prýđilega bragđgott!

**) Ég gleymdi ađ taka myndir, ţannig ađ ţćr ţurfa ađ bíđa betri tíma.


Svör frá lesendum (1)

 1. Ella svarar:

  Takk fyrir ţetta. Ég er búin ađ prófa og ţetta salat er hrikalega gott!

  20. janúar 2006 kl. 15:23 GMT | #

Ţessum svarhala hefur veriđ lokađ. Kćrar ţakkir til ţeirra sem tóku ţátt í umrćđunni.


 

Flakk um vefsvćđiđ 

Nýleg svör frá lesendum

 • Rich (Req.js - javascript lazy-loading and dependency managment made easy)
 • Rich (Req.js - javascript lazy-loading and dependency managment made easy)
 • Rich (Req.js - javascript lazy-loading and dependency managment made easy)
 • Már (Req.js - javascript lazy-loading and dependency managment made easy)
 • Rich (Req.js - javascript lazy-loading and dependency managment made easy)
 • Már (Req.js - javascript lazy-loading and dependency managment made easy)
 • Dinesh (Req.js - javascript lazy-loading and dependency managment made easy)
 • Már (Taubleyjur í nútímanum - lítill leiđarvísir handa hrćddri ţjóđ)
 • Ada (Taubleyjur í nútímanum - lítill leiđarvísir handa hrćddri ţjóđ)
 • notandi (Taubleyjur í nútímanum - lítill leiđarvísir handa hrćddri ţjóđ)
 • Geir (Lausnin á efnahagsvandanum)
 • Jenný (Lausnin á efnahagsvandanum)
 • Óli Jens (Lausnin á efnahagsvandanum)
 • Már (Lausnin á efnahagsvandanum)
 • Kjartan S (Lausnin á efnahagsvandanum)

 

 

Yfirlit yfir ţetta skjal

(Atriđin í listanum vísa á ákveđna kafla ofar á síđunni.)