Fćrslur fimmtudaginn 5. janúar 2006

Kl. 23:30: Chili-rćkju-hnetu-mangó-salatiđ 

Mmmm... Ţetta er búinn ađ vera einn af mínum uppáhaldsréttum til ađ elda og borđa heima síđan ég smakkađi hann fyrst sumariđ 2004 á Thorvaldsen.

Lengi vel reiddi ég mig á innihaldslýsinguna í matseđlinum á heimasíđu Thorvaldsen, en nú er sá matseđill úreltur og kominn í tröllahendur (meira ađ segja web.archive.org finnur hann ekki). Í kvöld ţurfti ég ţví ađ treysta algjörlega á gullfiskaminniđ*.

Til minja ćtla ég ađ skjala ţađ sem ég gerđi í kvöld**:

 1. Slatti af kasjú-hnetum ásamt skvettu af vatni, slummu af sýrópi og smáslatta af nýmöluđum (eđa fínt söxuđum) chilii sett í kastarholu. Hitađ og hrćrt ţar til vökvinn er sođinn niđur.
 2. 1-2 góđar lúkur risarćkjur (eđa bara ódýrar Bónus-rćkjur úr frystinum :-) léttsteiktar upp úr ólífuolíu og fínt-rifnum hvítlauk. (Ţađ má bćta chili út í ţetta líka, ef vill.)
 3. Smávegis ferskur, vel ţroskađur mangó, skorinn í litla strimla. Ef hann er lítiđ ţroskađur ţá má einfaldlega sjóđa hann í örbylgjuofni ţar til strimlarnir eru mjúkir í gegn og kćla ţá í köldu vatni. (Dósa-mangó má ađeins nota í brýnni neyđ!)
 4. Smá paprika og, ef vill, tómatar skoriđ niđur í strimla. (1/2 - 1 lítil paprika, og 1-2 međalstórir tómatar ćtti ađ nćgja.)
 5. Smávegis af rauđlauk, skorinn í nćfurţunnar skífur og skífurnar skornar í tvennt svo strimlarnir losni vel í sundur.
 6. Góđur slatti klettasalat (rucola) ásamt einhverju öđru bragđgóđu, gróft skornu, salati til fyllingar. (Spínat má nota ef magninu er stillt í hóf.)
 7. Öllu ofantöldu er hent í hrúgu ofan í stóra salat skál og blandađ saman ásamt smáslettu af góđri (einkar óspjallađri) ólífuolíu og örlitlu af grófu flögusalti stráđ yfir. (Mikilvćgt: sleppiđ ađ salta frekar en ađ nota "venjulegt" salt.)

Borđist eitt og sér, međ góđu brauđi, eđa einhverjum bragđmildum smárétti - t.d. avokado-strimlum međ grófmöluđum pipar og slettu af sítrónusafa.

Ţessi réttur er hreinn unađur.

*) Stína er ólétt ţannig ađ hún man ekki neitt heldur. Sem betur fer varđ ţetta samt alveg prýđilega bragđgott!

**) Ég gleymdi ađ taka myndir, ţannig ađ ţćr ţurfa ađ bíđa betri tíma.

Svör frá lesendum (1) | Varanleg slóđ


 

Flakk um vefsvćđiđ 

Fćrslur í janúar 2006

janúar 2006
SunMán ŢriMiđ FimFös Lau
1. 2. 3. 4. 5. 6. 7.
8. 9. 10. 11. 12. 13. 14.
15. 16. 17. 18. 19. 20. 21.
22. 23. 24. 25. 26. 27. 28.
29. 30. 31.        

Nýleg svör frá lesendum

 • Rich (Req.js - javascript lazy-loading and dependency managment made easy)
 • Rich (Req.js - javascript lazy-loading and dependency managment made easy)
 • Rich (Req.js - javascript lazy-loading and dependency managment made easy)
 • Már (Req.js - javascript lazy-loading and dependency managment made easy)
 • Rich (Req.js - javascript lazy-loading and dependency managment made easy)
 • Már (Req.js - javascript lazy-loading and dependency managment made easy)
 • Dinesh (Req.js - javascript lazy-loading and dependency managment made easy)
 • Már (Taubleyjur í nútímanum - lítill leiđarvísir handa hrćddri ţjóđ)
 • Ada (Taubleyjur í nútímanum - lítill leiđarvísir handa hrćddri ţjóđ)
 • notandi (Taubleyjur í nútímanum - lítill leiđarvísir handa hrćddri ţjóđ)
 • Geir (Lausnin á efnahagsvandanum)
 • Jenný (Lausnin á efnahagsvandanum)
 • Óli Jens (Lausnin á efnahagsvandanum)
 • Már (Lausnin á efnahagsvandanum)
 • Kjartan S (Lausnin á efnahagsvandanum)

 

 

Yfirlit yfir ţetta skjal

(Atriđin í listanum vísa á ákveđna kafla ofar á síđunni.)