Fćrslur fimmtudaginn 8. september 2005

Kl. 17:16: Feđraraunir nútímans 2 

Lítill tússlitakámugur fingur bendir á eigin fótlegg og spyr: "Hvernig er ég á litinn?"

"Húđin á ţér er svona ljós gul - bleik - brún - öhm... ţađ er svolítiđ erfitt ađ segja", segi ég, áđur en ég átta mig á rétta svarinu: "Ţessi litur er kallađur 'húđlitur'."

Ég hyggst ađ láta ţetta svar gott heita, nema ţá verđur mér hugsađ til skólasystkina hans og fer ađ velta fyrir mér hvernig ég ćtli ađ fara ađ ţví ađ rökstyđja fyrir honum ađ húđin á helmingi ţeirra sé ekki 'húđlit'.

Ég finn ađ móđurmáliđ mitt er á sumum sviđum komiđ fram yfir síđasta söludag og dreg í snarhasti orđ mín til baka:

"Nei, ég ruglađist, ţessi litur heitir bara bleikur - 'húđbleikur'."

Ţar međ var máliđ ekki rćtt meira.

Sendu ţitt svar | Varanleg slóđ

Kl. 09:43: Feđraraunir nútímans 

Lágum upp í rúmi og hlustuđum saman á Emil í Kattholti fyrir svefninn.

"Pabbi, hvađ eru 'strákapör'?" spyr lítil rödd.

"Ţađ ţegar litlir strákar eru svolítiđ óţekkir og gera eitthvađ sem má ekki gera - sérstaklega ef ţeir gera ţađ óvart" segi ég, og eftir smá umhugsun: "Mađur meinar ţađ vođa fallega ţegar mađur kallar eitthvađ strákapör."

"Strákapör..." endurtekur hann eilítiđ hugsandi.

"Já, en... öhm... stelpur geta líka alveg gert strákapör" segi ég í hálfgerđri vörn, og bćti viđ "ţađ er bara kallađ strákapör".

Hann ţegir en horfir á mig eins og hann sé ađ velta fyrir sér hvort ég sé ađ stríđa.

"Ţađ má svosem alveg kalla ţađ 'stelpupör' líka" segi ég ađ lokum. "Já já, ţađ er alveg fínt nafn líka - stelpupör og strákapör".

Hann kinkar smá kolli, hallar sér aftur á koddann, og viđ höldum áfram ađ hlusta.

Svör frá lesendum (6) | Varanleg slóđ


 

Flakk um vefsvćđiđ



 

Fćrslur í september 2005

september 2005
SunMán ŢriMiđ FimFös Lau
        1. 2. 3.
4. 5. 6. 7. 8. 9. 10.
11. 12. 13. 14. 15. 16. 17.
18. 19. 20. 21. 22. 23. 24.
25. 26. 27. 28. 29. 30.  

Nýleg svör frá lesendum

  • Rich (Req.js - javascript lazy-loading and dependency managment made easy)
  • Rich (Req.js - javascript lazy-loading and dependency managment made easy)
  • Rich (Req.js - javascript lazy-loading and dependency managment made easy)
  • Már (Req.js - javascript lazy-loading and dependency managment made easy)
  • Rich (Req.js - javascript lazy-loading and dependency managment made easy)
  • Már (Req.js - javascript lazy-loading and dependency managment made easy)
  • Dinesh (Req.js - javascript lazy-loading and dependency managment made easy)
  • Már (Taubleyjur í nútímanum - lítill leiđarvísir handa hrćddri ţjóđ)
  • Ada (Taubleyjur í nútímanum - lítill leiđarvísir handa hrćddri ţjóđ)
  • notandi (Taubleyjur í nútímanum - lítill leiđarvísir handa hrćddri ţjóđ)
  • Geir (Lausnin á efnahagsvandanum)
  • Jenný (Lausnin á efnahagsvandanum)
  • Óli Jens (Lausnin á efnahagsvandanum)
  • Már (Lausnin á efnahagsvandanum)
  • Kjartan S (Lausnin á efnahagsvandanum)

 

 

Yfirlit yfir ţetta skjal

(Atriđin í listanum vísa á ákveđna kafla ofar á síđunni.)