Talíbanadómurinn: dómsorđ í Word skjali

Skrifađ 7. nóvember 2004, kl. 23:49

Um daginn misbauđ mér og fleirum dómur sem Hérađsdómur Reykjaness kvađ upp ţann 19. október, en ţar var manni sleppt viđ refsingu fyrir ađ kyrkja og reyna ađ nauđga eiginkonu sinni, af ţví hann sagđist hafa grunađ hana um ađ halda fram hjá sér.

Í frétt Kvennaathvarfsins um máliđ vísa ţćr á Word skjal međ dómnum í heild sinni. Eftir ađ hafa lesiđ ţennan texta og melt hann ađeins međ mér, ţá er mér enn jafn misbođiđ. Niđurstađa dómarans er ađ stórum hluta óttaleg rökleysa.

Í svarhalanum sem myndađist í kjölfar bloggfćrslunnar sem ég skrifađi, kom Margrét (náfrćnka Stínu og góđ vinkona okkar) međ fróđlega punkta um lćknisfrćđilega hliđ svona líkamsárása međ hálstaki.

Ég endurtek: Mér finnst Guđmundur L. Jóhannesson hérađsdómari vera karlrembusvín og "talíbani". En ţađ er ađ sjálfssögđu bara mín skođun.

Uppfćrt: breytti "dómsorđunum" í "dóminum" eftir ábendingu frá Konráđi í svarhala.


Svör frá lesendum (9)

 1. Óli Jens svarar:

  Jćja, thá ertu a.m.k. kominn med upplýsta skodun sem madur getur ekki annad en virt :-)

  Annad en sú rökleysa sem gilti um fyrstu vidbrögd bloggara og ég gagnrýndi. Var stutt í nokkurskonar nornaveidar, DV sagdi stökkvid og nokkrir stukku, hćttuleg thróun thykir mér, en samt skiljanleg vidbrögd, fólk er bara fólk :-)

  Tvennt samt um thetta, madurinn slapp ekki vid refsingu, hann fékk dóm, slapp bara vid ad sitja í fangelsi (thetta er spurning um hversu thungur dómurinn á ad vera, ekki hvort á ad dćma hann eda ekki) eda thýdir "refsingu er frestad og kemur ekki til hennar haldi ákćrdi almennt skilord" ad ef hann heldur skilordi thá strokast dómurinn út úr sakaskrá? (Og eitt med sakaskrá, hverslags óttalegt klúdur var thad ad sjá ekki ad madurinn var med fyrri dóm fyrir líkamsmeidingu gagnvart fyrrverandi konu/kćrustu???) og hitt, í sambandi vid hálstak thá get ég ekki séd ad thad sé nein lagaleg skilgreining á hálstaki og dagleg notkun á thessu ordi er thegar fólk tekur um háls á annarri manneskju, ekki er tekid fram hvort hert er ad eda ekki og tharmed blódflćdi stoppad eins og Margrét benti á (ef ég man rétt).

  Hinsvegar stendur í dómskjalinu ad madurinn hafi hert ad hálstakinu og konan missti medvitund (sem kom hvergi fram í fréttum) thannig ad thetta gćti hafa haft mjög alvarlegar afleidingar í för med sér (en thá má líta líka thannig á málid ad á ad dćma eftir hversu slćmar afleidingar gćtu hafa ordid? Ef madur er stunginn med hnífi og sárid hittir ekki neina alvarlega líkamsparta, er thá gefin jafn thungur dómur og ef hnífsstungan hefdi haft alvarlegri afleidingar, thó ekki dauda? Stungan hefdi getad hitt einhverstadar annarstadar).

  En eins og ég sagdi annarstadar thá sýnist mér svo ad madurinn eigi skilid mun thyngri dóm og var núna ad lesa dóminn og skil vel áhyggjur manna yfir dómnum, enda verdur honum áfrýjad sagdi saksóknarinn í einhverju moggavidtali stuttu eftir ad komst upp um fyrri dóm mannsins sem segir mér ad saksóknari áleit svo ad hann hefdi ekki getad fengid dómnum breytt án frekari sönnunargagna sem segir mér ad hann hafi verid nokkurnveginn sammála dómnum, thannig ad kannski var thetta "edlilegur" dómur skv. íslenska dómskerfinu eins og Sindri benti á hérna í svarthrćdi hjá thér. Eda er ekki hćgt ad áfrýja málum sem ríkid sćkir án nýrra upplýsinga?

  9. nóvember 2004 kl. 14:42 GMT | #

 2. Már svarar:

  Ţađ sem fór fyrir brjóstiđ á mér var ekki ţyngd refsingarinnar sem slík, heldur röksemdafćrslan sem dómarinn notađi til ađ milda refsinguna. Skilabođin sem hann sendir međ ţessu tel ég vera hćttuleg ef ţau eru látin óátalin, og hugafariđ sem skín ţarna í gegn, finnst mér ekki sambođiđ manni í hans ábyrgđarstöđu.

  "DV sagdi stökkvid og nokkrir stukku"

  Nokkrir? Hverjir Óli? Ekki ég a.m.k.

  Ég byggđi mín fyrstu viđbrögđ á nokkuđ yfirvegađri umfjöllun í sjónvarpsfréttum RÚV um máliđ, sama dag og DV fjallađi um ţetta. Ég reyni ađ taka sem minnst mark á ţví sem stendur í DV. (Textinn sem ég vitnađi í úr DV fréttinni, innihélt atriđi sem höfđu komiđ fram í fréttum RÚV annara fjölmiđla).

  "stendur í dómskjalinu ad madurinn hafi hert ad hálstakinu og konan missti medvitund (sem kom hvergi fram í fréttum)"...

  Ţađ er ekki rétt. Ţađ kom skýrt fram í fréttum RÚV ađ um fleiri en eitt hálstak var ađ rćđa og konan missti međvitund a.m.k. einu sinni.

  Varđandi vangaveltur ţínar um hvort hálstakiđ hafi veriđ "alvöru", hafđu ţá í huga ađ áverkavottorđ lćkna á bráđamóttöku stađfestir ađ hálstökin voru nćgilega hörđ til ađ skilja eftir greinilega áverka. Meira ađ segja dómarinn andmćlir ekki ţessu atriđi.

  Hálstak er einföld og áhrifarík leiđ til ađ drepa, og ţví fullsambćrilegt viđ hnífsstungur og skotsár.

  Mér finnst ţetta mál fjalla um gríđarlega mikilvćg siđferđisleg grundvallaratriđi í međhöndlun íslensks réttarkerfis á ofbeldismálum - sérstaklega ţeim sem snúa ađ heimilisofbeldi og nauđgunum. Mér finnst ţađ ađ fórnarlambiđ var kona ekki skipta neinu máli til eđa frá.

  9. nóvember 2004 kl. 15:17 GMT | #

 3. Konráđ svarar:

  Dómsorđ eru ekki ţađ sama og dómur. Dómsorđ koma aftast í dómi.

  11. nóvember 2004 kl. 14:07 GMT | #

 4. Már svarar:

  Ah, ég vitlaus. Takk Konráđ!

  11. nóvember 2004 kl. 18:10 GMT | #

 5. Konráđ svarar:

  Ţađ var ekkert.

  12. nóvember 2004 kl. 12:25 GMT | #

 6. Óli Jens svarar:

  Úps, svo virđist sem ég hafi haft ykkur bloggara (a.m.k. ţig Már) fyrir rangri sök, biđst velvirđingar á ţví.

  Áttađi mig ekki á ţví ađ ţađ vćru fleiri fréttamiđlarar en ţeir hérna á netinu og ţiđ hefđuđ kannski fengiđ betri fréttaumfjöllun ţar en ţađ sem ég fékk :-)

  13. nóvember 2004 kl. 07:53 GMT | #

 7. Halli (málsvari djöfulsins?) svarar:

  Menn geta prófađ ađ slá inn

  1940.19.57*

  í leitarvél Hćstaréttar http://www.haestirettur.is/control/index?pid=330, vilji ţeir frćđast meira um sjónarmiđin á bak viđ frestun refsiákvarđanna skv. 57.gr. hgl.

  Ég er ekki ađ leggja neina blessun yfir dóminn eđa heimilisofbeldi međ eftirfarandi, en mér finnst ţađ samt ţurfa ađ koma betur fram: Ţađ held ég ađ sé ofsögum sagt ađ telja ađ međ svona dómum sé búiđ ađ leyfa heimilisofbeldi, ţví 57.gr. er ţarna beitt ,,í ljósi ađstćđna og atvika í málinu" - sem eru reyndar svolítiđ sérstök: i) Stormasöm sambúđ međ reglulegum átökum ţeirra á milli, án ţess ađ ţau hafi áđur leitt til kćrumála.

  ii) Sannađ ţótti ađ hann hafi komist á snođir um framhjáhald konunnar rétt fyrir árásina og komist í framhaldinu í mikiđ ójafnvćgi, en líkamlegir áverkar konunnar hafi ekki bent til mikils hrottaskapar, ţótt hún hafi veriđ illa farin andlega eftir hana.

  iii) Konan kćrđi 7 dögum eftir líkamsárásina, í kjölfar ţess ađ hún fékk ekki son sinn tekinn frá manninum međ hjálp lögreglu.

  • Dómarinn virđist ţví telja ađ árásin hafi hvorki veriđ mjög alvarleg né tilefnislaus (ekki ţar međ sagt ađ hún hafi veriđ afsakanleg) og ađ kćran sé ađ einhverju leyti til komin vegna forrćđismáls hjónanna.

  • Svo er spurning hvort mađur trúir honum eđa henni um atvik máls, og hvort konan hafi ákveđiđ ađ kćra ţessa líkamsárás, en ekki ţćr sem áttu ađ hafa átt sér stađ reglulega áđur, vegna ţess ađ hún vildi klekkja á honum. Ég er allavegna á báđum áttum og er ekki sammála ţví ađ dómarinn sé ţarna međ rökleysu eđa ađ hann sé herskár öfgatrúarmađur, né heldur ađ hann hafi réttlćtt ofbeldiđ međ ţví ađ fresta refsingunni.

  Ţađ er svolítiđ eins og fólk hengi sig í framhjáhaldiđ og fyrra ofbeldiđ og tali um ,,refsilćkkun" og ađ heimilisofbeldi sé í lagi, út frá ţeim punktum. Ég held einmitt ađ ţetta tvennt hefđi aldrei orđiđ til ţess eitt og sér ađ fresta refsingunni, heldur hafi allt veriđ tekiđ saman og sérstaklega litiđ til forrćđisdeilunnar.

  • En af hverju finnst fólki ađ hann eigi ađ fara í fangelsi? Svo hann geri ţetta ekki aftur? Svo ađrir veigri sér frekar viđ ţví ađ lemja maka sína? Eđa svo konunni líđi betur?

  17. nóvember 2004 kl. 18:17 GMT | #

 8. Már svarar:

  Sem svar viđ ţessu sýnist mér duga fínt ađ vísa á röksemdafćrslu Kvennaathvarfsins. Ţćr dramatísera sínar skođanir auđvitađ dáldiđ, en kjarninn í gagnrýninni er eitthvađ sem ég er sammála.

  Einnig:

  Stormasöm sambúđ međ reglulegum átökum ţeirra á milli...

  Sem útleggst á mannamáli: "hann hafđi bariđ hana áđur".

  ... án ţess ađ ţau hafi áđur leitt til kćrumála.

  Ţađ er fáránlegt ađ halda ţví fram ađ ef ég lćt hjá líđa ađ kćra ţig fyrir afbrot sem ţú framdir í gćr, ţá sé ég á einhvern hátt búinn ađ fyrirgera rétti mínum til ađ kćra ţig ef ţú stelur bílnum mínum á morgun. Ţetta er rökleysa.

  ii) Sannađ ţótti ađ hann hafi komist á snođir um framhjáhald konunnar rétt fyrir árásina og komist í framhaldinu í mikiđ ójafnvćgi

  Rangt. Orđ mannsins stóđu á móti orđum konunnar. Ţađ eina sem kemur fram í dómnum sem var raunverulega á tćru var ađ "mađurinn sakađi konuna um framhjáhald". Réttmćti ţeirrar ásökunar var ekkert rannsakađ, enda málinu óviđkomandi. Röksemdafćrsla dómarans fyrir ţví ađ ţetta vćri á einhvern hátt sannađ, er annađ dćmi um ţađ sem ég kalla rökleysu.

  iii) Konan kćrđi 7 dögum eftir líkamsárásina, í kjölfar ţess ađ hún fékk ekki son sinn tekinn frá manninum međ hjálp lögreglu.

  Og hvađ međ ţađ? Dómarinn telur sannađ ađ mađurinn hafi beitt konuna refsiverđu ofbeldi. Ég fć ekki séđ ađ hugsanlegar vćntingar konunnar um möguleg áhrif kćrunnar á forrćđisdeilu hennar og mannsins komi málinu rassgat viđ.

  En allt ţetta kemur einmitt mjög ágćtlega fram í umfjöllun Kvennaathvarfsins.

  18. nóvember 2004 kl. 19:21 GMT | #

 9. Már svarar:

  Ath, ég er ekki ađ segja ađ ţessi grey mađur eigi ađ fá einhvern risa langan dóm fyrir brot sín. Viđ erum öll breysk inn viđ beiniđ, og ţađ er fullt af miklu ógeđslegri brotum framin á hverjum degi. Mér misbýđur hins vegar ţetta röklausa, karlrembuhugarfar sem mér finnst skína í í dómnum.

  18. nóvember 2004 kl. 19:24 GMT | #

Ţessum svarhala hefur veriđ lokađ. Kćrar ţakkir til ţeirra sem tóku ţátt í umrćđunni.


 

Flakk um vefsvćđiđ 

Nýleg svör frá lesendum

 • Rich (Req.js - javascript lazy-loading and dependency managment made easy)
 • Rich (Req.js - javascript lazy-loading and dependency managment made easy)
 • Rich (Req.js - javascript lazy-loading and dependency managment made easy)
 • Már (Req.js - javascript lazy-loading and dependency managment made easy)
 • Rich (Req.js - javascript lazy-loading and dependency managment made easy)
 • Már (Req.js - javascript lazy-loading and dependency managment made easy)
 • Dinesh (Req.js - javascript lazy-loading and dependency managment made easy)
 • Már (Taubleyjur í nútímanum - lítill leiđarvísir handa hrćddri ţjóđ)
 • Ada (Taubleyjur í nútímanum - lítill leiđarvísir handa hrćddri ţjóđ)
 • notandi (Taubleyjur í nútímanum - lítill leiđarvísir handa hrćddri ţjóđ)
 • Geir (Lausnin á efnahagsvandanum)
 • Jenný (Lausnin á efnahagsvandanum)
 • Óli Jens (Lausnin á efnahagsvandanum)
 • Már (Lausnin á efnahagsvandanum)
 • Kjartan S (Lausnin á efnahagsvandanum)

 

 

Yfirlit yfir ţetta skjal

(Atriđin í listanum vísa á ákveđna kafla ofar á síđunni.)