Excel veltukerfi heimilanna :-)

Skrifað 25. ágúst 2004, kl. 12:04

Þetta er mjög einfalt Excel reiknirit sem á reiknar greiðslubyrði, vaxtakostnað og eftirstöðvar af jafngreiðslulánum á föstum vöxtum. Að auki býðst manni að slá inn "viðbótarupphæð" sem maður ætlar að bæta við aukalega í hverjum mánuði, og þá breytist vaxtakostnaður, og þróun höfuðstólsins í takt við það.

Ekki er tekið mið af mögulegri verðbólgu, enda má gera ráð fyrir að aukning kaupmáttar haldist að mestu í hendur við almenna verðbólgu til lengri tíma litið. Að þeim forsendum gefnum má þátta verðbólguáhrifin út úr dæminu.

[Viðbót 9. sept. 2004: Eftir ábendingu frá Davíð nokkrum Þórissyni uppfærði ég skjalið og bætti við möguleika á að greiða stakar innágreiðslur hvenær sem er á lánstímanum. Að auki bætti ég við mögulegum áhrifum "innágreiðsluþóknunar" eins og sumir bankanna taka.]

Forritið í Excel skjalinu er frjáls hugbúnaður. Öllum er frjálst að sækja skjalið og nota það að vild, breyta, bæta og dreifa upp á nýtt, með skilmálum GPL notkunarleyfisins. Hins vegar ef einhverjum þykir það sérlega gagnlegt og langar alveg svakalega til að gefa mér andivirði einnar bjórkippu (eða svo), þá er bankabókin mín 0515-14-600275, og kennitalan 1012755239. Það teljast líklega kostakjör í ljósi þess að það kostar litlar 9.500 kr (Nýtt verð:) 4.500 kr að fá aðgang að "veltukerfi heimilanna" á www.spara.is, en eftir því sem ég fæ best séð, framkvæmir það svipaða útreikninga og þessi Excel reiknivél mín.

Auðvitað er ég bara að grínast, þótt mér þyki bjór afar góður. :-)

Ath: Ég á enn eftir að fá endanlega staðfest að ég sé að nota alveg réttar reikniaðferðir, en ég þekki ekki alveg hvaða forsendur bankar og opinberar lánastofnanir gefa sér við svona útreikninga. (hjálp, einhver?) Takk, óþekkti starfsmaður [xxxxx]banka.

Svör frá lesendum (3)

  1. Ágúst svarar:

    Minnir mig á lítið VB-verkefni sem við þurftum að gera í "Upplýsingatækni".

    Annars get ég ekki betur séð en þú sért að gera einfaldan hlut flókinn í skjalinu, þar sem ekki aðeins eru til "einfaldar" fjármálafræðiformúlur fyrir þessa útreikninga, heldur eru þeir innbyggðir inn í Excelinn - enda Excel mesta og besta hjálpartæki okkar faglærðra baunateljara sem komið hefur fram síðan reiknivélin (áður þekkt sem samlagningarvél) kom á markað.

    Annars gott framtak.

    25. ágúst 2004 kl. 15:09 GMT | #

  2. Már svarar:

    Já, ég kann kannski ekki alveg á allt dótið sem er til í Excel, og svo er ég líka að nota OpenOffice töflureikninn sem er mögulega eitthvað aðeins öðruvísi en Excel, þannig að það má segja að ég sé að hafa vaðið fyrir neðan mig með þessu. Svo er líka svo skemmtilegt að handvinna svona hluti í fyrsta skipti.

    En Ágúst, þú mátt gjarnan renna yfir þetta og einfalda að vild og senda mér uppfært skjal. Ég skal glaður veita þér sanngjarna hlutdeild í öllum bjórnum sem mér hlýst við þetta. ;-)

    25. ágúst 2004 kl. 15:39 GMT | #

  3. Már Örlygsson: Uppfærð lánareiknivél

    "Lánareiknir sá er ég gaf út um daginn hefur fengið smá athygli, og nú í kvöld barst mér í fyrsta skipti uppfærsla frá notanda nokkrum sem fannst ákveðna möguleika vanta í skjalið. Ég tók tillögur Davíðs þessa til athugunar og..." Lesa meira

    9. september 2004 kl. 01:37 GMT | #

Þessum svarhala hefur verið lokað. Kærar þakkir til þeirra sem tóku þátt í umræðunni.


 

Flakk um vefsvæðið



 

Nýleg svör frá lesendum

  • Rich (Req.js - javascript lazy-loading and dependency managment made easy)
  • Rich (Req.js - javascript lazy-loading and dependency managment made easy)
  • Rich (Req.js - javascript lazy-loading and dependency managment made easy)
  • Már (Req.js - javascript lazy-loading and dependency managment made easy)
  • Rich (Req.js - javascript lazy-loading and dependency managment made easy)
  • Már (Req.js - javascript lazy-loading and dependency managment made easy)
  • Dinesh (Req.js - javascript lazy-loading and dependency managment made easy)
  • Már (Taubleyjur í nútímanum - lítill leiðarvísir handa hræddri þjóð)
  • Ada (Taubleyjur í nútímanum - lítill leiðarvísir handa hræddri þjóð)
  • notandi (Taubleyjur í nútímanum - lítill leiðarvísir handa hræddri þjóð)
  • Geir (Lausnin á efnahagsvandanum)
  • Jenný (Lausnin á efnahagsvandanum)
  • Óli Jens (Lausnin á efnahagsvandanum)
  • Már (Lausnin á efnahagsvandanum)
  • Kjartan S (Lausnin á efnahagsvandanum)

 

 

Yfirlit yfir þetta skjal

(Atriðin í listanum vísa á ákveðna kafla ofar á síðunni.)