"Ná í gegn"
Við lágum saman tveir í stóra rúminu, feðgar hlið við hlið, að kúra og grínast og spjalla smá fyrir háttinn. Af einhverjum völdum, þá hóf ég að söngla fyrir hann viðlagið við gamla slagarann úr Með allt á hreinu:
"slá í gegn, slá í gegn,
af einhverjum völdum
hefur það reynst mér um megn.slá í gegn...
Það var ekki fyrr en eftir á sem ég áttaði mig á því að það var undrunarsvipur sem ég sá bregða fyrir í andlitinu á honum. Eins og hann tryði ekki alveg eigin eyrum, velti þessu aðeins fyrir sér, og ákvað svo að láta vaða...
Líkt og pabbi hans, á hann það til að misskilja lagatexta, elsku sakleysinginn.
Ég er búinn að rétta gleraugun mín og fæ sem betur fer ekki glóðarauga, en héðan í frá mun ég syngja "ná í gegn..." - svona til öryggis.
Nýleg svör frá lesendum