Kristinn frændi
Svavar segir: "Ég sakna pabba"
, og lætur nokkur minningabrot fylgja.
Ég man lítið eftir Kristni frænda, en þessum fáu skiptum sem ég hitti hann fylgir góður andi í minningunni. Ég man að á mínu heimili var stundum talað um Kristinn sem 'ævintýramann' - mann með endalaus verkefni og endalausa drauma sem gengu ekki alltaf upp - eins og gengur. Í orðunum gætti samt alltaf mikillar væntumþykju í garð hans og þeirra, fjölskyldunnar á Skálá.
Ég er með bullandi nefkvef þessa dagana og ég nota það að sjálfssögðu sem afsökun, en ég þurfti að snýta mér óvenju hressilega eftir að hafa lesið þennan pistil Svavars.
"Pabbi var svona gæi sem var geðveikt gott að hanga með, þegar hann settist niður á annað borð. Mig dreymir stundum að við liggjum saman í sitt hvorum sófanum, horfum á sjónvarpið, drekkum bjór og spjöllum saman um allt mögulegt."
Svör frá lesendum (1)
Svavar Knútur svarar:
:) Já, kallinn var oft kallaður ævintýramaður. Ég hló dátt þegar ég las þetta, því það er svo satt. Mér þykir rosalega vænt um að sjá að aðrir sáu hann svona líka. :)
Bestu Kveðjur, Svavar
25. febrúar 2004 kl. 08:52 GMT | #