Færslur Þriðjudaginn 24. febrúar 2004

Kl. 22:47: Kristinn frændi 

Svavar segir: "Ég sakna pabba", og lætur nokkur minningabrot fylgja.

Ég man lítið eftir Kristni frænda, en þessum fáu skiptum sem ég hitti hann fylgir góður andi í minningunni. Ég man að á mínu heimili var stundum talað um Kristinn sem 'ævintýramann' - mann með endalaus verkefni og endalausa drauma sem gengu ekki alltaf upp - eins og gengur. Í orðunum gætti samt alltaf mikillar væntumþykju í garð hans og þeirra, fjölskyldunnar á Skálá.

Ég er með bullandi nefkvef þessa dagana og ég nota það að sjálfssögðu sem afsökun, en ég þurfti að snýta mér óvenju hressilega eftir að hafa lesið þennan pistil Svavars.

"Pabbi var svona gæi sem var geðveikt gott að hanga með, þegar hann settist niður á annað borð. Mig dreymir stundum að við liggjum saman í sitt hvorum sófanum, horfum á sjónvarpið, drekkum bjór og spjöllum saman um allt mögulegt."

Svör frá lesendum (1) | Varanleg slóð

Kl. 21:41: Gráir dagar 

Sjá nánar: GreyTuesday.org og umfjöllun lögfræðingsins Lawrence Lessigs um málið.

Ef einhverja langar í afrit af gráu plötunni á innanlandstenginu má sú hin sama vera í sambandi við mig.

Sendu þitt svar | Varanleg slóð

Kl. 14:18: Er blogg almennings ókeypis uppfylliefni fyrir fjölmiðla? 

Páll Ásgeir kvartar yfir því að DV afritar pistil frá honum lítið styttan og birtir sem uppfyllingu á síðum sínum. Páli finnst þarna heldur langt gengið og ætlar að senda DV reikning. Mér finnst pirringur Páls vera mjög réttmætur. Það hlýtur hverjum manni að vera ljós munurinn á að birta 'tilvitnun' í texta (eða 'útdrátt') og því að afrita og birta textann í heild sinni.

Ég hef sömuleiðis fylgst með aðförum Fréttablaðsins undanfarna daga (vikur?) og undrað mig á því hversu stóra kafla þeir birta stundum úr greinum pólitísku vefritanna. Síðast í morgun birtu þeir dagsgamla færslu frá Andríki næstum í heild sinni. Biður fréttablaðið um leyfi fyrir svona birtingum? Hafa þeir einhver viðmið með það hversu langt þeim finnist eðlilegt að ganga í svona afritunum?

Ég, og fleiri bloggarar lentum í svipuðu fyrir nokkru síðan, þegar Finna.is hóf að stunda stórtæka afritun heilla bloggfærslna héðan og þaðan. Ég kveinkaði mér þá og benti á leiðir til úrbóta, en uppskar aðallega ásakanir um hræsni og vælandahátt.

Mér fannst ég í fullum rétti þá, að finnast of langt gengið, og ég skil fullkomlega pirring Páls Ásgeirs í garð DV. Því miður grunar mig að DV muni halda uppteknum hætti, en í staðinn 'refsa' Páli fyrir hortugheitin með því að sniðganga bloggið hans héðan í frá.

Svör frá lesendum (4) | Varanleg slóð

Kl. 13:11: XML-fyrirsagnir frá notendum Blogger.com 

Vissir þú að flestar nýlegar bloggsíður sem byggja á þjónustu Blogger.com bjóða upp á fyrirsagnir á XML formi. Formið heitir Atom, er enn í þróun og er ekki ósvipað RSS - í raun mjög svipað fyrir utan smá nafnabrengl á efnismörkunum. Almennilegir fréttalesarar, t.d. Bloglines.com kunna að túlka fyrirsagnir á Atom formi, og birta þær í bland við venjulegar RSS fyrirsagnir.

Það má finna Atom skrár nýlegra Blogger.com notenda með því einfaldlega að bæta skráarnafninu "atom.xml" aftan á venjulegu vefslóðina. Hér eru tvö dæmi:

http://www.glymur.com/~svansson/atom.xml
http://pallasgeir.blogspot.com/atom.xml

Eldri Blogger.com notendur þurfa að kveikja sérstaklega á Atom útgáfunni fyrir síðurnar sínar: (Settings -> Site Feed -> Publish Site Feed = Yes)

Ástæðan fyrir því að Blogger.com býður bara upp á Atom fyrirsagnir, og ekki RSS, er fyrst og fremst viðskiptapólitísk. Google (eigandi Blogger.com) virðist telja viðskiptahagsmunum sínum betur borgið ef fjarar undan RSS, og Atom nær fótfestu í staðinn. Í krafti stærðarinnar gæti vel verið að Google takist á endanum að draga stórlega úr stuðningi við RSS.

En örvæntið ekki ef fréttalesarinn ykkar kann ekki á Atom skráarformið (gildir sér í lagi um RSS.molar.is). Með hjálp veftólsins Atom2RSS má þýða hvaða Atom skrá sem er yfir í RSS og gerast áskrifandi að útkomunni eins og um venjulega RSS skrá sé að ræða. Dæmi:

http://www.2rss.com/atom2rss.php?atom=http%3A//www.glymur.com/%7Esvansson/atom.xml
http://www.2rss.com/atom2rss.php?atom=http%3A%2F%2Fpallasgeir.blogspot.com%2Fatom.xml

(Ath: RSS útkoman gefur í mörgum tilfellum villu þegar skjalið er skoðað í vafranum, en höfundar Atom2RSS fullyrða að þessi villa eigi ekki að koma í veg fyrir að fyrirsagnirnar birtist rétt í flestum fréttalesurum.)

Sendu þitt svar | Varanleg slóð


 

Flakk um vefsvæðið



 

Færslur í febrúar 2004

febrúar 2004
SunMán ÞriMið FimFös Lau
1. 2. 3. 4. 5. 6. 7.
8. 9. 10. 11. 12. 13. 14.
15. 16. 17. 18. 19. 20. 21.
22. 23. 24. 25. 26. 27. 28.
29.            

Nýleg svör frá lesendum

  • Rich (Req.js - javascript lazy-loading and dependency managment made easy)
  • Rich (Req.js - javascript lazy-loading and dependency managment made easy)
  • Rich (Req.js - javascript lazy-loading and dependency managment made easy)
  • Már (Req.js - javascript lazy-loading and dependency managment made easy)
  • Rich (Req.js - javascript lazy-loading and dependency managment made easy)
  • Már (Req.js - javascript lazy-loading and dependency managment made easy)
  • Dinesh (Req.js - javascript lazy-loading and dependency managment made easy)
  • Már (Taubleyjur í nútímanum - lítill leiðarvísir handa hræddri þjóð)
  • Ada (Taubleyjur í nútímanum - lítill leiðarvísir handa hræddri þjóð)
  • notandi (Taubleyjur í nútímanum - lítill leiðarvísir handa hræddri þjóð)
  • Geir (Lausnin á efnahagsvandanum)
  • Jenný (Lausnin á efnahagsvandanum)
  • Óli Jens (Lausnin á efnahagsvandanum)
  • Már (Lausnin á efnahagsvandanum)
  • Kjartan S (Lausnin á efnahagsvandanum)

 

 

Yfirlit yfir þetta skjal

(Atriðin í listanum vísa á ákveðna kafla ofar á síðunni.)