Afbrenglun "spam-varinna" netfanga með CSS
Skoðið þetta dæmi sem ég var að henda upp, lesið útskýringarnar og skoðið HTML kóðann á bak við sýnishornið, og komið svo aftur hingað og tjáið ykkur.
Önnur spurning:
mar eyddu-þessu @ anomy og-þessu .net
Er ofangreint nægilega góð brenglun á netfangi (að því gefnu að lesendahópur viðkomandi síðu sé íslenskur)?
Svör frá lesendum (9)
Tóró svarar:
Ég skil vel þörfina á því að vilja "fela" netföng fyrir (flestum) vélrænum lesendum. Ég er hins vegar ekki viss um að þetta sé endilega besta leiðin, held hún myndi strax skána ef textinn liti ekki út eins og linkur.
Ef textinn er "dauður" ætti fólk að kveikja á því að annað hvort þurfi það að copy-paste honum yfir í tölvupóstinn, eða grípa penna og skrifa netfangið á pappír (eins og menn gerðu víst á síðustu öld).
Eins og hann er núna (lítandi út eins og linkur) á ég frekar von á því að notendur smelli þar til þeir fá krampa í músaputtann og bölvi síðan "forrituninni" á þessu helv. vefsvæði sem ekki virkar. Er nokkuð bættara að netfangið líti út eins og linkur? (sem ekki er hægt að smella á). Hefur það kannski eitthvað með skjálesara að gera?
Sannast sagna er þetta farið að minna á þá aðferð að birta netföng sem grafík (sem ég geri t.d. á thorarinn.com), því jafnvel þótt maður fatti að nota copy-paste þarf töluvert að edita handvirkt það sem afritast yfir í tölvupóstinn. Grafíkleiðin hefur augljóslega þann galla að vera ósýnileg skjálesurum (nema setja netfangið í alt-texta og þá er engin trygging fyrir því að spam róbótar finni það ekki).
Ég velti hins vegar fyrir mér (að því gefnu að notendur séu íslenskir) (sem augljóslega er forsenda þessarar aðferðar) hvort ekki sé einfaldara að nota einhver(hjá)eitthvad.net, eða jafnvel með bilum: einhver (hjá) eitthvad.net sem "dauðan" texta.
Er ekki um að gera að nýta okkur það að tilheyra litlu málsvæði í baráttunni við spammarana? Ég efast um að þeir nenni (né hafi hugmyndaflug) í að forrita bottana til að leita uppi "hjá" strenginn og skipta út fyrir @
En ég er áhugasamur að sjá hvað aðrir segja...
20. febrúar 2004 kl. 16:46 GMT | #
Tóró svarar:
Örlítil fljótfærni hjá mér, nú skil ég af hverju netfangið í dæminu er linkur... Ágæt hugmynd, en breytir samt litlu um eðli vangaveltna minna hér fyrir ofan.
20. febrúar 2004 kl. 16:49 GMT | #
Tómas Hafliðason svarar:
Ég var í nokkrum vandræðum með deiglupóstinn þegar vírusinn góði gekki í fyrr (hvað sem það flensukast hét nú).
Þetta er samt örugglega ein mjög góð leið til að losan við þetta.
20. febrúar 2004 kl. 17:22 GMT | #
egill svarar:
Ég var að leika mér með netfangalistann hjá KB banka, og endaði á því að gera útgáfu þar sem að netfangið birtist (ekki sem linkur) með mynd í staðinn f. at merkið.
Þegar þú gerir copy/paste af netfanginu, þá færðu nafn hjá kbbanki.is.
Er ekkert endilega viss um að þetta sé góð lausn, en fannst hún betri en að birta netföngin. Þessir helv. spam-róbótar eru allt of duglegir að finna netföng á netinu :(
24. febrúar 2004 kl. 13:18 GMT | #
Már svarar:
Egill... þetta er skemmtileg lausn sem þú bendir á og hefur þann kost fram yfir mína að hún er heldur einfaldari í framkvæmd. Mér finnst mín lausn hafa ákveðna kosti líka - aðallega að netfangið sem maður sér er hreinn texti sem hægt er að stilla útlitið á með venjulegum CSS reglum.
24. febrúar 2004 kl. 13:29 GMT | #
Egill Másson svarar:
Hjá Taugagreiningu leystum við þetta þannig: http://www.nervus.is/nervus/company/employees.htm
Sjá róbótarnir við þessu?
24. febrúar 2004 kl. 18:24 GMT | #
Már svarar:
Egill Másson, ég veit ekki... mig grunar að sæmilega skrifaðir róbótar kunni að parsa einfalt javascript eins og þetta. Ég mundi alla vega ekki treysta því að svona javascript vörn dugi nema tímabundið. Segðu mér: Hvað er langt síðan þið settuð þetta upp hjá Taugagreiningu? og eru starfsmenn fyrirtækisins farnir að fá eitthvað af ruslpósti?
Svo er líka hitt að ekki allir vafrar kunna javascript, og netfangið er svo gott sem ósýnilegt með þessari aðferð, en sýnileiki var nokkuð sem bæði ég og Egill hjá KB banka vildum tryggja í lengstu lög.
24. febrúar 2004 kl. 18:43 GMT | #
Egill Másson svarar:
Við erum búnir að vera með þessa brenglun í ca. 2 ár og þeir starfsmenn sem hafa hafið störf síðan þá telja sig fá lítið af ruslpósti.
25. febrúar 2004 kl. 13:31 GMT | #
Már Örlygsson: Spamvarin netföng með GIF-mynd og CSS
13. mars 2004 kl. 20:47 GMT | #