Okkar lag
Orri Harðarson er tónlistarmaður sem var verið að kynna fyrir mér í dag. Ég er búinn að hlusta á plötuna Drög að heimkomu og þekkti strax á henni hið undurfallega Okkar lag (tóndæmi).
Valgerður Jónsdóttir syngur með Orra í þessu lagi, líkt og fleiri lögum á plötunni, og mér finnst þessi stelpa vera með mjög flotta rödd, en hún var víst ekki nema 16 ára þegar þau sungu þetta.
Okkar lag er núna í endalausri lúppu í tölvunni hjá mér og verður það líklega næstu daga. Þetta lag er búið að vera í alveg endalausu uppáhaldi hjá mér allt frá því að það kom út, en það var fyrst í dag sem ég komst að því hver flytjandinn og söngkonan eru.
Á heima síðu Orra kemur nokkuð skýrt fram hvað hann gerir í dag, en veit einhvern hvað á daga Valgerðar hefur drifið?
Uppfært stuttu síðar: Orri sendir tölvupóst og segir m.a.: "Valgerður fór síðar í hljómsveit sem nefndist Fitl og gaf út fjögurra laga plötu hjá Smekkleysu fyrir nokkrum árum. Hún er nú í hljómsveitinni Melodikka sem lék á Airwaves í fyrra."
Þá vitum við það. Takk Orri.
Þessum svarhala hefur verið lokað. Kærar þakkir til þeirra sem tóku þátt í umræðunni.