Færslur fimmtudaginn 19. febrúar 2004

Kl. 16:34: Okkar lag 

Orri Harðarson er tónlistarmaður sem var verið að kynna fyrir mér í dag. Ég er búinn að hlusta á plötuna Drög að heimkomu og þekkti strax á henni hið undurfallega Okkar lag (tóndæmi).

Valgerður Jónsdóttir syngur með Orra í þessu lagi, líkt og fleiri lögum á plötunni, og mér finnst þessi stelpa vera með mjög flotta rödd, en hún var víst ekki nema 16 ára þegar þau sungu þetta.

Okkar lag er núna í endalausri lúppu í tölvunni hjá mér og verður það líklega næstu daga. Þetta lag er búið að vera í alveg endalausu uppáhaldi hjá mér allt frá því að það kom út, en það var fyrst í dag sem ég komst að því hver flytjandinn og söngkonan eru.

Á heima síðu Orra kemur nokkuð skýrt fram hvað hann gerir í dag, en veit einhvern hvað á daga Valgerðar hefur drifið?

Uppfært stuttu síðar: Orri sendir tölvupóst og segir m.a.: "Valgerður fór síðar í hljómsveit sem nefndist Fitl og gaf út fjögurra laga plötu hjá Smekkleysu fyrir nokkrum árum. Hún er nú í hljómsveitinni Melodikka sem lék á Airwaves í fyrra." Þá vitum við það. Takk Orri.

Sendu þitt svar | Varanleg slóð

Kl. 12:58: Bloglines.com hentar vel til RSS lestrar 

Ég les allt mitt RSS með hjálp Bloglines.com. Er búinn að nota þessa þjónustu í a.m.k. tvo mánuði, og líkar hún afar vel.

Hér er (öryggis)afrit af RSS fyrirsagnalistum sem ég er áskrifandi að í dag.

Listinn smá stækkar jafnt og þétt, því ég er alltaf að muna eftir einhverjum gömlum (og nýjum) vinum sem ég vil fylgjast með. Verst er að ekki allir bloggarar geta boðið upp á RSS.

P.S.: Ég endurtek: Bloglines er góð græja!

Svör frá lesendum (1) | Varanleg slóð


 

Flakk um vefsvæðið



 

Færslur í febrúar 2004

febrúar 2004
SunMán ÞriMið FimFös Lau
1. 2. 3. 4. 5. 6. 7.
8. 9. 10. 11. 12. 13. 14.
15. 16. 17. 18. 19. 20. 21.
22. 23. 24. 25. 26. 27. 28.
29.            

Nýleg svör frá lesendum

  • Rich (Req.js - javascript lazy-loading and dependency managment made easy)
  • Rich (Req.js - javascript lazy-loading and dependency managment made easy)
  • Rich (Req.js - javascript lazy-loading and dependency managment made easy)
  • Már (Req.js - javascript lazy-loading and dependency managment made easy)
  • Rich (Req.js - javascript lazy-loading and dependency managment made easy)
  • Már (Req.js - javascript lazy-loading and dependency managment made easy)
  • Dinesh (Req.js - javascript lazy-loading and dependency managment made easy)
  • Már (Taubleyjur í nútímanum - lítill leiðarvísir handa hræddri þjóð)
  • Ada (Taubleyjur í nútímanum - lítill leiðarvísir handa hræddri þjóð)
  • notandi (Taubleyjur í nútímanum - lítill leiðarvísir handa hræddri þjóð)
  • Geir (Lausnin á efnahagsvandanum)
  • Jenný (Lausnin á efnahagsvandanum)
  • Óli Jens (Lausnin á efnahagsvandanum)
  • Már (Lausnin á efnahagsvandanum)
  • Kjartan S (Lausnin á efnahagsvandanum)

 

 

Yfirlit yfir þetta skjal

(Atriðin í listanum vísa á ákveðna kafla ofar á síðunni.)