Mmmm... nördafóður

Skrifað 16. febrúar 2004, kl. 23:13

Rakst á tvær glimrandi fínar síður gegn um blinks (RSS) hjá Mark Pilgrim:

  1. Mark Nottingham: Caching Tutorial for Web Authors and Webmasters. Útskýrir flest sem vísitöluvefnördar þurfa að vita um notkun og virkni cache á vefþjóninum og í vafranum.

    Þessi síða minnir mig á ráðgjafarskýrslu sem ég vann fyrir tæpum tveimur árum fyrir ónefnt fyrirtæki, um nákvæmlega þetta efni. Ég gramsaði mikið í HTTP stöðlunum og rýndi í HTTP samskipti milli vefþjóns og nokkurra tegunda af vöfrum. Mjög lærdómsríkt ferli, sem skilaði m.a. skilningi á því hvernig vafrar meðhöndla Cache yfir SSL, og hvernig má telja vöfrum trú um að lifandi ("dýnamískar") vefsíður séu dauð html skjöl ("statískar" skrár) m.t.t. cache meðhöndlunar.

  2. Svend Tofte: Max-width in Internet Explorer - kennir manni að nota Internet Explorer fallið expression(), til að keyra javascript innan í CSS skjölum. Fokking sniðugt!

    Ég hugsa núna með tárin í augunum til Javascript kóðans sem ég skrifaði fyrir Siminn.is til að fá Internet Explorer til að hegða sér eins og hann kynni á CSS reglurnar min-width og max-width. Sá kóði kostaði blóð svita og tár og var mun, mun flóknari og kauðskari en þessi expression() lausn sem Svend bendir á.

    Ég veit að vinir mínir í Vefsýn munu líka glotta í biturð yfir þessu, því þeir skrifuðu heljarinnar javascript kóða til að gera þetta sama á heimasíðu HÍ. Ég stúderaði kóðann þeirra fyrr í vetur og var nokkuð grobbinn af því hversu nett lausnin mín var í samanburði við lausnina þeirra. En sjiiii, hvað mér líður heimskum núna... :-)


Svör frá lesendum (4)

  1. Gunnar svarar:

    2 - Takk kærlega :) - Loksins nógu einfalt til að ég geti kennt mínum nemendum að nota þetta. Og nógu klín til að ég fíli að nota það sjálfur...

    17. febrúar 2004 kl. 01:44 GMT | #

  2. Geir L svarar:

    Ég hef aðeins verið að prufa þetta expression max-width dót síðan ég rakst á greinina hans Svend fyrir nokkru... og ég held að ég hafi aldrei crashað IE eins oft á sona stuttum tíma.

    17. febrúar 2004 kl. 09:23 GMT | #

  3. Gunnar svarar:

    Prófaði þetta í tíma í morgun með krökkunum og þetta virkaði fínt, svosem ekki hard-core próf fyrir IE en ég stækkaði og minnkaði gluggann á fullu án vandræða.

    17. febrúar 2004 kl. 16:45 GMT | #

  4. Haukur H. Þórsson svarar:

    Við höfum notað expression() mjög mikið í LiSA kerfinu okkar - ég man ekki eftir því að það hafi verið að valda einhverjum "cröshum" í IE.

    17. febrúar 2004 kl. 20:19 GMT | #

Þessum svarhala hefur verið lokað. Kærar þakkir til þeirra sem tóku þátt í umræðunni.


 

Flakk um vefsvæðið



 

Nýleg svör frá lesendum

  • Rich (Req.js - javascript lazy-loading and dependency managment made easy)
  • Rich (Req.js - javascript lazy-loading and dependency managment made easy)
  • Rich (Req.js - javascript lazy-loading and dependency managment made easy)
  • Már (Req.js - javascript lazy-loading and dependency managment made easy)
  • Rich (Req.js - javascript lazy-loading and dependency managment made easy)
  • Már (Req.js - javascript lazy-loading and dependency managment made easy)
  • Dinesh (Req.js - javascript lazy-loading and dependency managment made easy)
  • Már (Taubleyjur í nútímanum - lítill leiðarvísir handa hræddri þjóð)
  • Ada (Taubleyjur í nútímanum - lítill leiðarvísir handa hræddri þjóð)
  • notandi (Taubleyjur í nútímanum - lítill leiðarvísir handa hræddri þjóð)
  • Geir (Lausnin á efnahagsvandanum)
  • Jenný (Lausnin á efnahagsvandanum)
  • Óli Jens (Lausnin á efnahagsvandanum)
  • Már (Lausnin á efnahagsvandanum)
  • Kjartan S (Lausnin á efnahagsvandanum)

 

 

Yfirlit yfir þetta skjal

(Atriðin í listanum vísa á ákveðna kafla ofar á síðunni.)