Færslur föstudaginn 13. febrúar 2004

Kl. 11:18: HAL fixið uppfært 

Í hádeginu í gær spjallaði ég við Arnþór Helgason (blindan vefnotanda á Íslandi númer eitt :-) og hann sagði mér að hann upplifði það sem galla á hljóðvöfrunum JAWS og HAL, að til að geta lesið síðurnar skammlaust þá þurfa þeir að brengla útlit síðnanna (sbr. HAL "fixið" mitt). Mér fannst þetta kyndug athugasemd frá blindum manninum, þar til hann útskýrði fyrir mér að hann vinnur alla daga með fólki sem sér ágætlega og þetta brenglaða útlit á skjánum hans truflar samstarfsfólkið sem er vant að sjá vefinn með öðru útliti. Hann sagðist óska þess að hugbúnaðarfyrirtækin sem forrita hljóðvafrana mundu leysa þetta vandamál.

Þetta samtal okkar fékk mig til að endurskoða stílblaðið sem ég skrifaði til að hjálpa HAL lesvélinni að lesa síður skrifaðar með töflulausu HTML. Ég uppfærði CSS kóðann til að tryggja að textinn á síðunum væri alltaf sýnilegur og sæmilega læsilegur - þó að útlitið væri ekki upp á marga fiska. Ég fjarlægði "border" stillingar, bakgrunnsliti og bakgrunnsmyndir, og gerði allan texta svartan á litinn - fyrir utan vísanir sem ég gerði bláar. M.ö.o. þá er ég búinn að uppfæra blindra-stílblaðið með þarfir sjáandi notenda í huga. Detti mér allar...

Mér finnst annars voða gaman að þessu grúski. Samkvæmt Arnþóri er fullt af HAL notendum um allan heim að nota þessa reddingu mína (jibbí! :-), og Dolphin Software benda víst viðskiptavinum sínum á þetta sem tímabundna lausn á meðan þeir eru að reyna að skrifa nýja útgáfu af HAL lesvélinni sem er ekki svona ferlega brotin þegar kemur að því að lesa aðgengilegar vefsíður. ;-)

Sendu þitt svar | Varanleg slóð


 

Flakk um vefsvæðið



 

Færslur í febrúar 2004

febrúar 2004
SunMán ÞriMið FimFös Lau
1. 2. 3. 4. 5. 6. 7.
8. 9. 10. 11. 12. 13. 14.
15. 16. 17. 18. 19. 20. 21.
22. 23. 24. 25. 26. 27. 28.
29.            

Nýleg svör frá lesendum

  • Rich (Req.js - javascript lazy-loading and dependency managment made easy)
  • Rich (Req.js - javascript lazy-loading and dependency managment made easy)
  • Rich (Req.js - javascript lazy-loading and dependency managment made easy)
  • Már (Req.js - javascript lazy-loading and dependency managment made easy)
  • Rich (Req.js - javascript lazy-loading and dependency managment made easy)
  • Már (Req.js - javascript lazy-loading and dependency managment made easy)
  • Dinesh (Req.js - javascript lazy-loading and dependency managment made easy)
  • Már (Taubleyjur í nútímanum - lítill leiðarvísir handa hræddri þjóð)
  • Ada (Taubleyjur í nútímanum - lítill leiðarvísir handa hræddri þjóð)
  • notandi (Taubleyjur í nútímanum - lítill leiðarvísir handa hræddri þjóð)
  • Geir (Lausnin á efnahagsvandanum)
  • Jenný (Lausnin á efnahagsvandanum)
  • Óli Jens (Lausnin á efnahagsvandanum)
  • Már (Lausnin á efnahagsvandanum)
  • Kjartan S (Lausnin á efnahagsvandanum)

 

 

Yfirlit yfir þetta skjal

(Atriðin í listanum vísa á ákveðna kafla ofar á síðunni.)