Gaman að hitta fólk
Það var gaman á ráðstefnunni í morgun, en ég þurfti því miður frá að hverfa eftir hádegið því dagmamman okkar hringdi og sagðist hafa áhyggjur af því að Garpur væri veikur. Sem betur fer var sú ekki raunin.
Þrátt fyrir stutta viðveru þá náði ég að stinga stuttlega saman nefjum við fólk sem ég ýmist þekkti, kannaðist við, eða hafði ekki kynnst áður:
Nöfn: Sigrún "frænka" Jóhannsdóttir hjá tölvumiðstöð fatlaðra, Sigurður Fjalar (blogg), Salvör, Sigurður Davíðsson hjá Stjórnarráðinu, Arnþór Helgason hjá ÖBÍ, Egill og Karl frá KB banka, Einar Þór aðgengishönnuður nýja Íslandsbankavefsins, og áhugaverð kona sem ég man ekki hvað heitir frá einhverju fatlaðra einhverju sem ég man ekki heldur hvað heitir... arg! Fokking gullfiskaminni!
Allavega, gaman!
P.S. Fyrirlesturinn gekk bara vel, takk fyrir. Svolítið hik og tafs - eins og gengur - en ég held að það sem ég vildi segja hafi komist vel til skila, og þónokkrir viku sér að mér að fyrrabragði og lýstu ánægju sinni með fyrirlesturinn.
P.P.S. Til gaursins sem hannaði Íslandsbankavefinn; í framhaldi af samtali okkar í dag; hér er javascriptið sem ég minntist á: Ofureinfaldir, súper-hlédrægir sprettigluggar (á ensku).
Svör frá lesendum (1)
Einar Þór Gústafsson svarar:
Sæll Már, vildi þakka þér kærlega fyrir áhugaverðan fyrirlestur á skemmtilegri og gagnlegri ráðstefnu. Það alltaf gaman að hitta menn með jafnmikinn áhuga og maður sjálfur á aðgengi og hreinum kóða.
P.S. Takk fyrir linkinn á ofureinfalda, súper-hlédræga sprettiglugga (á ensku :)
Einar, Aðgengis og vefhönnuður Íslandsbanka
14. febrúar 2004 kl. 14:17 GMT | #