Gamlar fyrirlestrarglærur

Skrifað 11. febrúar 2004, kl. 15:30

Í desember 2002 hélt ég eins klukkutíma fyrirlestur um aðgengismál og viðmótshönnun, fyrir fríðan hóp vefstjóra og yfirmanna hjá stjórnarráðinu og ráðuneytunum.

Ég var áðan að glugga í glærurnar sem ég notaði (mæli með "projection-mode" í Opera 7) í sambandi við fyrirlesturinn sem ég var að semja fyrir ráðstefnuna á morgun.

Mér finnst gaman að sjá hversu vel gömlu glærurnar hafa elst, og ég væri alveg til í að endurtaka þennan fyrirlestur við tækifæri. Á morgun ætla ég hins vegar að einbeita mér að aðeins öðrum hlutum; fjalla "um praktísku þættina sem snúa að því að selja fólki - viðskiptavinum - hugmyndina um 'aðgengi allra' og því hvernig vefbransinn virðist vera að þróast í þessum málum".

Ég er enn að velta fyrir mér hvort ég eigi að hafa glærur. Er ekki viss. Kannski ég gerist djarfur og sleppi þeim...?


Svör frá lesendum (8)

  1. Tryggvi R. Jónsson svarar:

    Sleppa glærunum, ekki spurning. Gefur mörg coolness stig og bara virkar betur, IMHO.

    11. febrúar 2004 kl. 15:37 GMT | #

  2. Gummi Jóh svarar:

    Plúsar og mínusar við glæruleysið.

    Ég persónulega á þessum grilljón fundum og námskeiðum sem maður hefur farið á (vinnan mín getur haldið fundi um allt) að þá finnst mér betra að hafa glærur ef þetta er einhver romsu upptalning sem að ég hef vit á. En ef það er t.d. verið að tala um eitthvað sem ég skil ekki vel og er þarna til að fræðast um hlutinn að þá finnst mér fínt að fá bara glærurnar prentaðar út og ég get skrifað jafnóðum við glærurnar hvað er að gerast, svona mína eigin punkta.

    Og já.

    11. febrúar 2004 kl. 16:00 GMT | #

  3. Már Örlygsson svarar:

    Ég er í vafa um þetta af því að fyrirlesturinn minn verður mjög langt frá því að vera tæknilegs eðlis, og nær engar upptalningar eða skilgreiningar. Meira svona umfjöllun almenns eðlis. Ég veit hreinlega ekki hvað ég ætti að setja á glærurnar.

    11. febrúar 2004 kl. 16:03 GMT | #

  4. Einar Örn svarar:

    Ég segi glærur, þær hjálpa alltaf. Passaðu þig bara á því að hafa ekki of mikinn texta á þeim. Það er EKKERT verra en fyrirlesari, sem les bara allan textann á glærum og ekkert meir.

    Jafnvel þótt margir dissi Powerpoint og allt það, þá er það gagnlegt að hafa glærur. Menn verða bara að kunna að vinna rétt með þær.

    11. febrúar 2004 kl. 16:16 GMT | #

  5. egill svarar:

    Mér finnst oft ágætt að hafa einhverjar glærur til að stara á þegar mér leiðist á fyrirlestrum :)

    Ef þú ert í vandræðum með að nýta þér glærur í fyrirlestrinum, þá endilega sleppa þeim. Til hvers að vera með glærur, ef þær eru ekki að bæta neinu við fyrirlesturinn?

    Ert hvortsemer að tala í 20 mínútur, og það er miklu meira gaman að fylgjast með þér tala, heldur en að glápa á texta á vegg.

    11. febrúar 2004 kl. 17:00 GMT | #

  6. Andri Sigurðsson svarar:

    Var einmitt að lesa þessa blog færslu á veen síðunni um fyrirlestra :

    http://www.veen.com/jeff/archives/000483.html

    11. febrúar 2004 kl. 17:11 GMT | #

  7. gf svarar:

    Það er ekki laust við að Opera rokki afar feitt. Er nýlega byrjaður að nota vafrann og vissi ekki af þessum "projection" fítus. Ef ég hefði bara vitað þetta áður en ég hélt fyrirlestur með html og fullt af javascript í IE (svo ég gæti fengið næstu glæru með space takkanum).

    Varðandi glærur held ég því fram að ef eitthvað stórt og blikkandi breytist reglulega fyrir framan mann er auðveldara að halda þræði og athygli.

    12. febrúar 2004 kl. 15:54 GMT | #

  8. Már Örlygsson svarar:

    Takk Andri, fyrir tilvísunina. Það var gott að renna yfir listann hans og svarhalann með honum.

    12. febrúar 2004 kl. 15:59 GMT | #

Þessum svarhala hefur verið lokað. Kærar þakkir til þeirra sem tóku þátt í umræðunni.


 

Flakk um vefsvæðið



 

Nýleg svör frá lesendum

  • Rich (Req.js - javascript lazy-loading and dependency managment made easy)
  • Rich (Req.js - javascript lazy-loading and dependency managment made easy)
  • Rich (Req.js - javascript lazy-loading and dependency managment made easy)
  • Már (Req.js - javascript lazy-loading and dependency managment made easy)
  • Rich (Req.js - javascript lazy-loading and dependency managment made easy)
  • Már (Req.js - javascript lazy-loading and dependency managment made easy)
  • Dinesh (Req.js - javascript lazy-loading and dependency managment made easy)
  • Már (Taubleyjur í nútímanum - lítill leiðarvísir handa hræddri þjóð)
  • Ada (Taubleyjur í nútímanum - lítill leiðarvísir handa hræddri þjóð)
  • notandi (Taubleyjur í nútímanum - lítill leiðarvísir handa hræddri þjóð)
  • Geir (Lausnin á efnahagsvandanum)
  • Jenný (Lausnin á efnahagsvandanum)
  • Óli Jens (Lausnin á efnahagsvandanum)
  • Már (Lausnin á efnahagsvandanum)
  • Kjartan S (Lausnin á efnahagsvandanum)

 

 

Yfirlit yfir þetta skjal

(Atriðin í listanum vísa á ákveðna kafla ofar á síðunni.)