Stífla

Skrifað 10. febrúar 2004, kl. 21:24

Ég er að fara að halda 20 mínútna fyrirlestur á fimmtudaginn á ráðstefnu Öryrkjabandalags Íslands um "Aðgengi að upplýsingasamfélaginu" - ekkert mál. Ég á að fjalla um hönnun og smíði aðgengilegra vefsíðna - ekkert mál. Þau sem túlka fyrir heyrnarlausa gesti ráðstefnunnar vilja fá fyrirlestrana skriflega einum eða tveimur dögum fyrirfram svo þau geti æft sig - ííík!!

Ég get alveg tjáð mig munnlega með myndir og stikkorð á glærum, og ég er alveg ágætur í að tjá mig skriflega, en þegar kemur að því að skrifa niður það sem ég ætla að flytja munnlega, þá situr allt fast. Þetta er líklega bara óþægilegt því ég hef aldrei þurft að gera þetta áður.

Púff!


Svör frá lesendum (6)

  1. Zato svarar:

    Vá, ég samhryggist.

    Þetta mundi vaxa mér í augum, en er þú geranlegt...... þó finnst mér tveir daga heldur lítill frestur.

    10. febrúar 2004 kl. 23:48 GMT | #

  2. Ágúst svarar:

    Eitt er að skrifa upp fyrirlestur með glærunum sem maður er búinn að útbúa, annað er að halda sig við þann texta...

    Spurning samt hvort að heyrnalausa fólkið fatti nokkuð ;) Reyndar gætu túlkarnir orðið foj. Segi nú svona.

    Ég GET EKKI flutt skrifaðar ræður - öðruvísi en að lesa upp staf fyrir staf. Ég er nú mónótónískur fyrir en þegar ég les þannig upp, úff! Þess vegna hef ég aldrei tamið mér að vinna fyrirlestra öðruvísi en blaðlausa. Lenti svo í því um daginn að þurfa að skila inn fyrirlestri í kúrsi á transskrift. Sú útgáfa endaði í rétt tæplega helmingi lengri fyrirlestri en mátti og úr varð að ég skilaði inn fyrirlestrinum einsog ég hafði skrifað hann eftir glærunum. Blaðraði svo út frá glærunum einsog ég er vanur og náði að stytta hann þannig niður fyrir refsimörk.

    Ég sárvorkenni þér en minni á að táknmál er mjög klippt og skorið. Þess vegna er kannski frekar að segja allt í mjög pökkuðu máli og blaðra svo semi-frjáls á fyrirlestrinum sjálfum.

    Allavega, gangi þér vel :)

    11. febrúar 2004 kl. 02:01 GMT | #

  3. Sigurjón svarar:

    Ef þú lendir í algjöru fo**i haltu þá fyrirlestur heima hjá þér fyrir konu og barn og taktu hann upp á tape. Hlustaðu á tape-ið og skrifaðu það niður sem þú sagðir og sendu svo á túlkana.

    11. febrúar 2004 kl. 05:56 GMT | #

  4. Már Örlygsson svarar:

    Siggi, nei, sko, ég hef haft miklu lengri tíma til að undirbúa þetta og tveir dagar er fresturin sem túlkarnir þurfa. Ég fattaði bara ekki að undirbúningurinn tæki margfalt meiri tíma og fleiri kaloríur en venjulega af því að hann þarf að vera skriflegur.

    Þetta er annars allt að koma.

    11. febrúar 2004 kl. 06:02 GMT | #

  5. Salvör svarar:

    Stefni á að mæta og hlusta á þig... :-) En þetta með að skila inn textanum nokkrum dögum áður er eitthvað sem ég hef aldrei getað gert... er ekki nógu skipulögð... en dáist mikið að fólki sem getur það.

    p.s. ef þú ert hvort sem er kominn með textann, getur þú þá ekki sett hann á vefsíðu??

    11. febrúar 2004 kl. 09:13 GMT | #

  6. Már Örlygsson svarar:

    Ég hyggst setja fyrirlesturinn hér í dagbókina strax eftir ráðstefnuna. Ég vil ekki hætta á það að fólk mæti með útprentað eintak og leiðrétti mig hástöfum ef ég bregð eitthvað út af handritinu. ;-)

    11. febrúar 2004 kl. 10:09 GMT | #

Þessum svarhala hefur verið lokað. Kærar þakkir til þeirra sem tóku þátt í umræðunni.


 

Flakk um vefsvæðið



 

Nýleg svör frá lesendum

  • Rich (Req.js - javascript lazy-loading and dependency managment made easy)
  • Rich (Req.js - javascript lazy-loading and dependency managment made easy)
  • Rich (Req.js - javascript lazy-loading and dependency managment made easy)
  • Már (Req.js - javascript lazy-loading and dependency managment made easy)
  • Rich (Req.js - javascript lazy-loading and dependency managment made easy)
  • Már (Req.js - javascript lazy-loading and dependency managment made easy)
  • Dinesh (Req.js - javascript lazy-loading and dependency managment made easy)
  • Már (Taubleyjur í nútímanum - lítill leiðarvísir handa hræddri þjóð)
  • Ada (Taubleyjur í nútímanum - lítill leiðarvísir handa hræddri þjóð)
  • notandi (Taubleyjur í nútímanum - lítill leiðarvísir handa hræddri þjóð)
  • Geir (Lausnin á efnahagsvandanum)
  • Jenný (Lausnin á efnahagsvandanum)
  • Óli Jens (Lausnin á efnahagsvandanum)
  • Már (Lausnin á efnahagsvandanum)
  • Kjartan S (Lausnin á efnahagsvandanum)

 

 

Yfirlit yfir þetta skjal

(Atriðin í listanum vísa á ákveðna kafla ofar á síðunni.)