"All my <base /> ..."
Ég eyddi smá tíma í kvöld í að komast að því hvað olli því að ekki var hægt að velja texta á síðunni minni í IE 6.0 á Windows. Eftir þó nokkuð grúsk fann ég þrjár mögulegar lausnir, hver annari kjánalegri:
- Nota hvorki CSS stillinguna
position : absolute;
néposition : relative;
á þá textabálka sem ég vildi leyfa fólki að merkja að vild. Þessi aðferð var augljóslega óásættanlega því útlit síðunnar byggir að stórum hluta á svona stillingum. - Bæta línunni
<?xml version="1.0" encoding="iso-8859-1"?>
efst á undan<!DOCTYPE ...>
línunni á öllum síðum. Að bæta þessari línu fremst í XHTML skjöl hefur því miður neikvæðar afleiðingar fyrir einstaka vafra og því vildi ég helst forðast það að nota hana. - Fjarlægja línuna
<base target="_top" />
úr<head>
bálki síðnanna. Það ef<base>
markið kemur fyrir í HTML kóðanum virðist setja IE 6.0 í hönk.
Ég valdi þriðja og síðasta valkostinn og fjarlægði <base ...>
markið, og IE 6.0 notendur geta nú tekið gleði sína á ný og valið og afritað textann á síðunum mínum eins og ekkert sé eðlilegra. ;-)
P.S. Í öðrum fréttum er að komin er ný útgáfa 0.8 af Mozilla Firebird, en hann hefur skipt um nafn og heitir núna Mozilla Firefox 0.8. (Vonandi eru þeir núna hættir að skipta um nöfn á þessum grey vafra.)
P.P.S. Ég er búinn að endurbæta sprettigluggaforritið mitt í samræmi við ábendingar nokkurra lesenda. Takk Egill og Ólafur!
Svör frá lesendum (1)
Helgi svarar:
Well er kannski full seinn, en þú gætir viljað gera
Tók eftir þessu um daginn (líklega tekið eftir þessu áður) að windows IE vildi endilega fá þetta sem stórt ISO en ekki iso til að geta skilið íslensku stafina :-) (Var að gera prófanir líka á IE 5.5 SP2 og 5.01 sem og IE 6sp1)
6. september 2004 kl. 02:57 GMT | #