Færslur Þriðjudaginn 10. febrúar 2004

Kl. 21:24: Stífla 

Ég er að fara að halda 20 mínútna fyrirlestur á fimmtudaginn á ráðstefnu Öryrkjabandalags Íslands um "Aðgengi að upplýsingasamfélaginu" - ekkert mál. Ég á að fjalla um hönnun og smíði aðgengilegra vefsíðna - ekkert mál. Þau sem túlka fyrir heyrnarlausa gesti ráðstefnunnar vilja fá fyrirlestrana skriflega einum eða tveimur dögum fyrirfram svo þau geti æft sig - ííík!!

Ég get alveg tjáð mig munnlega með myndir og stikkorð á glærum, og ég er alveg ágætur í að tjá mig skriflega, en þegar kemur að því að skrifa niður það sem ég ætla að flytja munnlega, þá situr allt fast. Þetta er líklega bara óþægilegt því ég hef aldrei þurft að gera þetta áður.

Púff!

Svör frá lesendum (6) | Varanleg slóð

Kl. 10:05: Bubbi byggir (textinn) 

Bubbi byggir! (Best að laga það!)
Bubbi byggir! (Ég held nú það!)

Skófli, Moki og Hringla, og Valti með,
Loftur og Selma, þau kæta okkar geð.
Hjá Bubba og hinum gaman er,
þau hjálpast að við hvað sem er.

Bubbi byggir! (Best að laga það!)
Bubbi byggir! (Ég held nú það!)

Snotra og Fuglinn hlusta á Hrapp,
Leika sér saman í einum hnapp.

Bubbi byggir! (Best að laga það!)
Bubbi byggir! (Ég held nú það!)

Viðbót, 16. feb. 2004: Hér er lagið á Midi formi (MID skrá, 12KB).

Sendu þitt svar | Varanleg slóð

Kl. 02:07: "All my <base /> ..." 

Ég eyddi smá tíma í kvöld í að komast að því hvað olli því að ekki var hægtvelja texta á síðunni minni í IE 6.0 á Windows. Eftir þó nokkuð grúsk fann ég þrjár mögulegar lausnir, hver annari kjánalegri:

  1. Nota hvorki CSS stillinguna position : absolute;position : relative; á þá textabálka sem ég vildi leyfa fólki að merkja að vild. Þessi aðferð var augljóslega óásættanlega því útlit síðunnar byggir að stórum hluta á svona stillingum.
  2. Bæta línunni <?xml version="1.0" encoding="iso-8859-1"?> efst á undan <!DOCTYPE ...> línunni á öllum síðum. Að bæta þessari línu fremst í XHTML skjöl hefur því miður neikvæðar afleiðingar fyrir einstaka vafra og því vildi ég helst forðast það að nota hana.
  3. Fjarlægja línuna <base target="_top" /> úr <head> bálki síðnanna. Það ef <base> markið kemur fyrir í HTML kóðanum virðist setja IE 6.0 í hönk.

Ég valdi þriðja og síðasta valkostinn og fjarlægði <base ...> markið, og IE 6.0 notendur geta nú tekið gleði sína á ný og valið og afritað textann á síðunum mínum eins og ekkert sé eðlilegra. ;-)

P.S. Í öðrum fréttum er að komin er ný útgáfa 0.8 af Mozilla Firebird, en hann hefur skipt um nafn og heitir núna Mozilla Firefox 0.8. (Vonandi eru þeir núna hættir að skipta um nöfn á þessum grey vafra.)

P.P.S. Ég er búinn að endurbæta sprettigluggaforritið mitt í samræmi við ábendingar nokkurra lesenda. Takk Egill og Ólafur!

Svör frá lesendum (1) | Varanleg slóð


 

Flakk um vefsvæðið



 

Færslur í febrúar 2004

febrúar 2004
SunMán ÞriMið FimFös Lau
1. 2. 3. 4. 5. 6. 7.
8. 9. 10. 11. 12. 13. 14.
15. 16. 17. 18. 19. 20. 21.
22. 23. 24. 25. 26. 27. 28.
29.            

Nýleg svör frá lesendum

  • Rich (Req.js - javascript lazy-loading and dependency managment made easy)
  • Rich (Req.js - javascript lazy-loading and dependency managment made easy)
  • Rich (Req.js - javascript lazy-loading and dependency managment made easy)
  • Már (Req.js - javascript lazy-loading and dependency managment made easy)
  • Rich (Req.js - javascript lazy-loading and dependency managment made easy)
  • Már (Req.js - javascript lazy-loading and dependency managment made easy)
  • Dinesh (Req.js - javascript lazy-loading and dependency managment made easy)
  • Már (Taubleyjur í nútímanum - lítill leiðarvísir handa hræddri þjóð)
  • Ada (Taubleyjur í nútímanum - lítill leiðarvísir handa hræddri þjóð)
  • notandi (Taubleyjur í nútímanum - lítill leiðarvísir handa hræddri þjóð)
  • Geir (Lausnin á efnahagsvandanum)
  • Jenný (Lausnin á efnahagsvandanum)
  • Óli Jens (Lausnin á efnahagsvandanum)
  • Már (Lausnin á efnahagsvandanum)
  • Kjartan S (Lausnin á efnahagsvandanum)

 

 

Yfirlit yfir þetta skjal

(Atriðin í listanum vísa á ákveðna kafla ofar á síðunni.)