Vinnubrögð
Nýr vefur Iðntæknistofnunar... Kíkið á forsíðuna. Tiltölulega efnislítil; kannski 200-300 orð, eða 1-2 KB af texta. Samt er HTML skjalið sem vafrinn sækir heil 56KB að þyngd! Svipað gildir um aðrar síður á vefnum. Hvers vegna? Jú, hver einasta síða inniheldur 31,1KB af CSS útlitskóða og 6,6KB af Javascript forritskóða. Samtals 38KB af kóða sem er nákvæmlega eins á öllum síðum vefsins, en vafrinn neyðist til að sækja aftur í hvert skipti sem ný síða er sótt.
Það væru svo miklu betri vinnubrögð að vista CSS kóðann í sér skrá, og sömuleiðis Javascript kóðann í skrá, sem væri síðan vísað á frá öllum síðum vefsins. Vafrinn þyrfti þá bara að sækja hvora skrá einu sinni í upphafi hverrar heimsóknar, sama hversu margar síður eru skoðaðar í það skiptið (og reglulegir gestir síðunnar þurfa ekki að sækja þær aftur nema þegar langur tími líður á milli heimsókna).
P.S. Til viðbótar þessum 38KB af óþörfum CSS og Javascript kóða, þá inniheldur hver vefsíða ógrynnin öll af óþörfum <table>
mörkum, kóða fyrir "spacer" myndir, og alls kynns óþörfum HTML kóða sem væri leikandi hægt að létta mikið eða hreinlega fjarlægja alveg ef rétt væri á spilunum haldið.
P.P.S. Ég er smámunasamur HTML-kóðanörd, og kann ekki að skammast mín fyrir að sparka svona í samkeppnisaðila mína og fyrirtækisins sem ég vinn fyrir. :-)
Svör frá lesendum (7)
JBJ svarar:
Vá!
Vondur kóði! Ég vona þeirra vegna að þetta sé allt úr sömu include-skránni...
8. febrúar 2004 kl. 23:59 GMT | #
Gunnar svarar:
Þú átt ekki að skammast þín fyrir að benda á svona augljós klúður, finnst það reyndar ljóður á íslenskum vefheimi hvað menn eru hræddir við að benda á svona. En án þess að ég þekki neitt það sem keyrir þennan vef þá eru sum vefumsjónarkerfi (skammskamm) sem hvetja til (eða bjóða jafnvel ekki upp á annað) en að CSS fylgi með HTML skjölunum.
Við skjóta skoðun sýnist mér líka að í þessu CSS sé fullt af dóti sem ekki er verið að nota á forsíðunni heldur eingöngu einhverjum ákveðnum undirsíðum...
En það bætir vef okkar allra að fólk sé hreinskilið og tali um það sem miður fer. Leyfi mér að nota tækifærið og minna á hlut sem allt of lítið hefur verið talað um, að leit.is er farin að rukka lénaeigendur fyrir að vera með í grunninum - http://truth.is/archives/000029.html . Mér finnst það ekki minni hneisa en illa hannaður vefkóði.
9. febrúar 2004 kl. 00:10 GMT | #
Sverrir svarar:
Líka ansi flott hjá "þeim" að eyða 42 línum í það að útskýra á hvaða kerfi vefurinn keyrir. Þá kann ég nú betur við 10 línur sem ónefnt fyrirtæki notar, þó þær mættu alveg við smá styttingu ;) Já ég veit að ég er smámunasamur ;)
9. febrúar 2004 kl. 02:07 GMT | #
Tóró svarar:
Vá!
9. febrúar 2004 kl. 09:04 GMT | #
Freyr svarar:
"This page contains 5 font tags and 23 nested tables."
Geri aðrir betur.
9. febrúar 2004 kl. 09:11 GMT | #
Sindri svarar:
Wow!
BODY tagið kemur ekki fyrr en maður er búinn að skrolla niður ca. 80% af sourceinu!
9. febrúar 2004 kl. 13:35 GMT | #
Sverrir svarar:
Isss, body tagið er ofmetið :þ
10. febrúar 2004 kl. 17:38 GMT | #