Vinnubrögð
Nýr vefur Iðntæknistofnunar... Kíkið á forsíðuna. Tiltölulega efnislítil; kannski 200-300 orð, eða 1-2 KB af texta. Samt er HTML skjalið sem vafrinn sækir heil 56KB að þyngd! Svipað gildir um aðrar síður á vefnum. Hvers vegna? Jú, hver einasta síða inniheldur 31,1KB af CSS útlitskóða og 6,6KB af Javascript forritskóða. Samtals 38KB af kóða sem er nákvæmlega eins á öllum síðum vefsins, en vafrinn neyðist til að sækja aftur í hvert skipti sem ný síða er sótt.
Það væru svo miklu betri vinnubrögð að vista CSS kóðann í sér skrá, og sömuleiðis Javascript kóðann í skrá, sem væri síðan vísað á frá öllum síðum vefsins. Vafrinn þyrfti þá bara að sækja hvora skrá einu sinni í upphafi hverrar heimsóknar, sama hversu margar síður eru skoðaðar í það skiptið (og reglulegir gestir síðunnar þurfa ekki að sækja þær aftur nema þegar langur tími líður á milli heimsókna).
P.S. Til viðbótar þessum 38KB af óþörfum CSS og Javascript kóða, þá inniheldur hver vefsíða ógrynnin öll af óþörfum <table>
mörkum, kóða fyrir "spacer" myndir, og alls kynns óþörfum HTML kóða sem væri leikandi hægt að létta mikið eða hreinlega fjarlægja alveg ef rétt væri á spilunum haldið.
P.P.S. Ég er smámunasamur HTML-kóðanörd, og kann ekki að skammast mín fyrir að sparka svona í samkeppnisaðila mína og fyrirtækisins sem ég vinn fyrir. :-)
Nýleg svör frá lesendum