Færslur sunnudaginn 8. febrúar 2004

Kl. 23:47: Vinnubrögð 

Nýr vefur Iðntæknistofnunar... Kíkið á forsíðuna. Tiltölulega efnislítil; kannski 200-300 orð, eða 1-2 KB af texta. Samt er HTML skjalið sem vafrinn sækir heil 56KB að þyngd! Svipað gildir um aðrar síður á vefnum. Hvers vegna? Jú, hver einasta síða inniheldur 31,1KB af CSS útlitskóða og 6,6KB af Javascript forritskóða. Samtals 38KB af kóða sem er nákvæmlega eins á öllum síðum vefsins, en vafrinn neyðist til að sækja aftur í hvert skipti sem ný síða er sótt.

Það væru svo miklu betri vinnubrögð að vista CSS kóðann í sér skrá, og sömuleiðis Javascript kóðann í skrá, sem væri síðan vísað á frá öllum síðum vefsins. Vafrinn þyrfti þá bara að sækja hvora skrá einu sinni í upphafi hverrar heimsóknar, sama hversu margar síður eru skoðaðar í það skiptið (og reglulegir gestir síðunnar þurfa ekki að sækja þær aftur nema þegar langur tími líður á milli heimsókna).

P.S. Til viðbótar þessum 38KB af óþörfum CSS og Javascript kóða, þá inniheldur hver vefsíða ógrynnin öll af óþörfum <table> mörkum, kóða fyrir "spacer" myndir, og alls kynns óþörfum HTML kóða sem væri leikandi hægt að létta mikið eða hreinlega fjarlægja alveg ef rétt væri á spilunum haldið.

P.P.S. Ég er smámunasamur HTML-kóðanörd, og kann ekki að skammast mín fyrir að sparka svona í samkeppnisaðila mína og fyrirtækisins sem ég vinn fyrir. :-)

Svör frá lesendum (7) | Varanleg slóð


 

Flakk um vefsvæðið



 

Færslur í febrúar 2004

febrúar 2004
SunMán ÞriMið FimFös Lau
1. 2. 3. 4. 5. 6. 7.
8. 9. 10. 11. 12. 13. 14.
15. 16. 17. 18. 19. 20. 21.
22. 23. 24. 25. 26. 27. 28.
29.            

Nýleg svör frá lesendum

  • Rich (Req.js - javascript lazy-loading and dependency managment made easy)
  • Rich (Req.js - javascript lazy-loading and dependency managment made easy)
  • Rich (Req.js - javascript lazy-loading and dependency managment made easy)
  • Már (Req.js - javascript lazy-loading and dependency managment made easy)
  • Rich (Req.js - javascript lazy-loading and dependency managment made easy)
  • Már (Req.js - javascript lazy-loading and dependency managment made easy)
  • Dinesh (Req.js - javascript lazy-loading and dependency managment made easy)
  • Már (Taubleyjur í nútímanum - lítill leiðarvísir handa hræddri þjóð)
  • Ada (Taubleyjur í nútímanum - lítill leiðarvísir handa hræddri þjóð)
  • notandi (Taubleyjur í nútímanum - lítill leiðarvísir handa hræddri þjóð)
  • Geir (Lausnin á efnahagsvandanum)
  • Jenný (Lausnin á efnahagsvandanum)
  • Óli Jens (Lausnin á efnahagsvandanum)
  • Már (Lausnin á efnahagsvandanum)
  • Kjartan S (Lausnin á efnahagsvandanum)

 

 

Yfirlit yfir þetta skjal

(Atriðin í listanum vísa á ákveðna kafla ofar á síðunni.)