Nýtt nýtt lúkk

Skrifað 5. febrúar 2004, kl. 23:13

Þakka jákvæð viðbrögð við nýja lúkkinu í fyrradag og gagnlegar ábendingar um hvað var að.

Nú langar mig að biðja ykkur um að tjá ykkur um nýjustu útgáfuna af nýja lúkkinu? (1 | 2)

Breytingar frá fyrri útgáfu:

  • bakgrunnsljósmynd sem er léttari í hleðslu.
  • Fjarlægði allar hálf-gegnsæju .PNG bakgrunnsmyndirnar og feikaði í staðinn gegnsæi með tveimur stórum (en tiltölulega léttum) .JPG myndum: 1 | 2
  • Ýmsar smærri lagfæringar.

Ég er að leita að rétta jafnvægispunktinum í myndanotkuninni. Mig langar til að nota stóra djúsí mynd, og mér finnst gegnsæi skemmtilegt. Málið er bara að "stórar" myndir verða a.m.k. að vera 1280 x 960 px á stærð til að þær fylli út í flesta skjái, og það kostar vafrann fullt af minni birta þær á síðunni.

Ég er kominn með nóg af harða minimalismanum sem ég var í áður, og vil núna fara alla leið í hina áttina.

P.S. Eins og áður þá lítur síðan lang best út í Mozilla (Firebird), Opera, eða Safari. Internet Explorer notendur sjá ekki nema ca. 75% af dýrðinni. ;-)


Svör frá lesendum (13)

  1. Einar Örn svarar:

    Svona útaf fullkomnunaráráttu, þá blæðir headerinn með myndinni aðeins til hægri í Safari. Svosem um 1 millimeter.

    5. febrúar 2004 kl. 23:21 GMT | #

  2. Gunnar svarar:

    Tja, til hamingju með nýtt lúkk en ég er ennþá með sama naumhyggjusmekkinn og fannst þú bestur með millibilsútlitinu sem var í einhverjar vikur þangað til sukkið tók við ;)

    Og alveg sama hvað gegnsæi er töff (ég er sammála þér þar) þá er vont að lesa textann yfir trjánum (eða er það fyrir trjánum?) (Firebird á Win).

    Og svo er líka eitthvað sem pirrar mig við efsta hluta innihaldssvæðisins, eitthvað sem passar ekki alveg saman af: Rauðu flipunum, myndinni (þó góð sé) og brauðmolunum. Get ekki sett puttann á hvað það er. En flugvélin er töff :>

    Skrifað í yfirlestri: Vá hvað er næs að fá hvítt og hreint lúkk!

    5. febrúar 2004 kl. 23:23 GMT | #

  3. Jósi svarar:

    1280 x 960?

    Ég á það til að keyra skjáinn hjá mér í 1600 x 1200 og surfa fullscreen.

    5. febrúar 2004 kl. 23:25 GMT | #

  4. Jósi svarar:

    "þú ert hér" textinn og rauðu fliparnir eru að leka yfir í vinstri spássíuna hér á vafra dauðans 6.0 á stýrikerfi dauðans XP

    5. febrúar 2004 kl. 23:28 GMT | #

  5. Jósi svarar:

    Textareiturinn sem ég að skrifa í núna er líka þrengri en hvíti bakgrunnurinn svo að ég sá t.d. ekki þetta "svo" sem ég var að skrifa, það rann undir trén hægra megin. Líka "ra" í "hægra".

    Náði ég að stafsetja allt rétt?

    5. febrúar 2004 kl. 23:31 GMT | #

  6. Már Örlygsson svarar:

    Jósi: Villan sem þú lýsir í #4 var tímabundið millibilsástand sem varði rétt í 2-3 mínútur. Varðandi #5 þá hafði mér yfirsést þessi villa í IE. Lagað núna. Takk, takk.

    Þeir sem sörfa í fullscreen á 1600 x 1200 skjá, ættu að láta fagmann kíkja á hausinn á sér. Þú ert svooo sjúkur. ;-)

    Gunni, gömlu stílblöðin eru sett sem "alternate" stílblöð fyrir síðuna, og sem Firebird notandi þá getur þú valið það stílblað sem þú fílar best. Ég veit hins vegar ekki hvort þú getur "fest" viðkomandi stílblað þannig að þú fáir það sjálfkrafa á öllum síðum þar eftir. Það ætti þó að vera hægt að stilla Firebird til að hann geri það - en þú gætir þurft að fara einhverjar krókaleiðir til að nálgast þær stillingar.

    Einar, ég sé þessa Safari villu líka og kann ekkert einfalt ráð gegn henni. Svo sé ég líka að Safari er að klúðra staðsetningunni á bakgrunnsmyndunum. Ojj. Heimski böggaði Safari 1.0. Ég vildi óska að Apple væru ekki asnar og mundu leyfa okkur að sækja nýjustu Safari útgáfuna (útg. 1.2) án þess að þurfa að kaupa heilt nýtt stýrikerfi fyrst.

    5. febrúar 2004 kl. 23:48 GMT | #

  7. Gummi Jóh svarar:

    Kemur mjög vel út. Flott look og til hamingju með það

    Win, Firebird

    5. febrúar 2004 kl. 23:52 GMT | #

  8. Ágúst svarar:

    Ég er mjög hrifinn af því að geta valið "Einfalt, tveggja dálka layout" í Mozillunni minni :-)

    6. febrúar 2004 kl. 02:05 GMT | #

  9. Jósi svarar:

    Leitarniðurstöðusíðan er soldið ókláruð.

    "Comment Preview" síðan er alveg ókláruð líka. Sennilega það eina sem er ennþá á "default" Movable Type uppsetningu hjá þér ;-)

    Brauðmolarnir mættu vera á ensku í ensku síðunum.

    Linkar eins og þessi: mættu vísa á vefsíður en ekki bara hráar möppur. Til er viðbót við MT sem auðveldar gerð ársdagatala () og með því að fylgja leiðbeiningunum hér: , þá má gera yfirlitssíður yfir hvert ár á tiltölulega sársaukalítinn hátt.

    6. febrúar 2004 kl. 02:32 GMT | #

  10. Már Örlygsson svarar:

    Já það hefur verið á dagskránni í dáldinn tíma að setja upp archiveyear viðbótina og búa til sætar síður fyrir heil ár. Ég er hins vegar hvergi að vísa á þessar slóðir þannig að það eru tiltölulega fáir sem verða varir við þetta. :-)

    Varnaglarnir sem ég setti í seinustu færslu (óprófað á Mac og fullt af síðum sem ég á eftir að ganga frá) eru enn í gildi.

    6. febrúar 2004 kl. 02:44 GMT | #

  11. Hrafnkell svarar:

    IE 6.0 lódar (amk teiknar) bakgrunnsmyndina alltaf 2svar og hún blikkar á milli.

    6. febrúar 2004 kl. 09:25 GMT | #

  12. Freyr svarar:

    Mun léttara en áður (í Opera), en þrátt fyrir það, þá svissa ég yfir í "Einfalt, tveggja dálka layout" eins og Ágúst. Mér finnst að gæða-síður eins og þessi þurfi ekki á "bells and whistles" að halda.

    6. febrúar 2004 kl. 09:44 GMT | #

  13. Svansson.net svarar:

    Mjögott.

    Þetta lúkk er reyndar keimlíkt nýja blogginu mínu (sem ég var í raun fyrir löngu búinn að hanna en átti eftir að henda upp) að því leiti að það er stór bakgrunnsmyndi og textinn fer ofan á hana á hálfgagnsæum flöt. Ég hef ekki séð þá blogghönnun neins staðar á netinu fyrr en núna hjá þér. Þú stalst hugmyndinni minni;)

    Myndin þín er annars þægilega stór - en gæðin eru samt frekar lítil. Maður verður ögn pirraður ef maður t.d. virðir fyrir sér greinarnar á trjánum.

    Síðan er eins og bakgrunnsmyndin sé blurruð bak við dökka flötinn - þ.e. meira en bara gagnsæ. Er það sjónblekking út af dökka litnum eða er til html/CSS-skipun sem blörrar bakgrunn?

    6. febrúar 2004 kl. 14:18 GMT | #

Þessum svarhala hefur verið lokað. Kærar þakkir til þeirra sem tóku þátt í umræðunni.


 

Flakk um vefsvæðið



 

Nýleg svör frá lesendum

  • Rich (Req.js - javascript lazy-loading and dependency managment made easy)
  • Rich (Req.js - javascript lazy-loading and dependency managment made easy)
  • Rich (Req.js - javascript lazy-loading and dependency managment made easy)
  • Már (Req.js - javascript lazy-loading and dependency managment made easy)
  • Rich (Req.js - javascript lazy-loading and dependency managment made easy)
  • Már (Req.js - javascript lazy-loading and dependency managment made easy)
  • Dinesh (Req.js - javascript lazy-loading and dependency managment made easy)
  • Már (Taubleyjur í nútímanum - lítill leiðarvísir handa hræddri þjóð)
  • Ada (Taubleyjur í nútímanum - lítill leiðarvísir handa hræddri þjóð)
  • notandi (Taubleyjur í nútímanum - lítill leiðarvísir handa hræddri þjóð)
  • Geir (Lausnin á efnahagsvandanum)
  • Jenný (Lausnin á efnahagsvandanum)
  • Óli Jens (Lausnin á efnahagsvandanum)
  • Már (Lausnin á efnahagsvandanum)
  • Kjartan S (Lausnin á efnahagsvandanum)

 

 

Yfirlit yfir þetta skjal

(Atriðin í listanum vísa á ákveðna kafla ofar á síðunni.)