Mínus í mínus

Skrifað 5. febrúar 2004, kl. 19:13

Gegn um Tryggva rakst ég á þessa prýðis færslu frá Sjonna. Sjonni tekur þarna þvæluna frá drengjunum í Mínus og segir það sem ég held að flestir hafi hugsað sem lásu féttatilkynninguna þeirra í blöðunum.

"Samfés og Æskulýðsráð Hafnarfjarðar ráða því hvaða hljómsveitir spila á böllum á þeirra vegum. [...] Kommon maður, þetta er ekki kúgun frekar en rassgatið á Krumma."

Mínus fær stóran mínus í kladdann hjá mér fyrir hálvitalega hegðun, en Samfés fær einnig mínus frá mér (mun minni þó) fyrir að krefjast einhverra skriflegra yfirlýsinga. Þau áttu bara að taka hljómsveitina af tónleikadagskránni þegjandi og hljóðalaust, án allra bjánalegra skilyrða.


Svör frá lesendum (8)

  1. Hallur svarar:

    Ég er ekki alls kostar sammála þér, þarna er eingöngu um nokkra galgopa sem segja of mikið í hita leiksins og verða dæmdir sem óheppilegir fyrir ungt fólk. Á þá kannski að fara að halda svona MÍNUS-brennur þar sem allt þeirra efni er brennt? Það eina sem gerist er það að það verður helmingi færra á þessari blessuðu hátíð og í staðinn eru krakkarnir heima hjá sér að hlusta á Mínus plöturnar.

    5. febrúar 2004 kl. 21:24 GMT | #

  2. Unnur svarar:

    Það verður aldrei hálftómt á samfés balli sko. Grunnskólakrakkar hafa ekki um tugi bara að velja þegar þá lystir eins og við fullorðna fólkið. Samfés böllin eru stórir viðburðir, kjötmarkaður ársins, tækifærið til að komast á sjéns með einhverjum sem hefur ekki verið með manni í bekk í tíu ár og sem er þannig sjéns á að þyki maður spennandi og öfugt ;)

    5. febrúar 2004 kl. 21:38 GMT | #

  3. Hallur svarar:

    Þú ert ekki alveg að sjá punktinn hjá mér... þetta hefur bara þau áhrif að krakkarnir verða æstari í að komast að Mínus einhvers staðar annars staðar og verða fúlir út í ÆTH. Mér er það ákaflega minnisstætt þegar Skímó voru grýttir á samfésballi en það var reyndar vegna þess að krakkarnir voru búnir að fá nóg af Skímó. En þá sagði enginn neitt þrátt fyrir að Skímó hafi verið meira og minna útúrskakkir og það vissu allir! En þetta með kjötmarkaðinn finnst mér miklu meira issue og það að ÆTH skuli vera að standa fyrir svona paramiðlun er náttúrulega vítaverð framkoma. Fyrst þeir eru að því þá finnst mér bara allt í lagi að Mínus sé að spila.

    5. febrúar 2004 kl. 22:03 GMT | #

  4. Már Örlygsson svarar:

    Hallur, í mínum huga snýst þetta ekki um hvort Mínus sé góð hljómsveit, heldur hvort þeir séu heppilegir skemmtikraftar á opinberum samkomum fyrir börn og unglinga á grunnskólaaldri. Auðvitað mega þeir galgopast eins og þá lystir í viðtölum hingað og þangað, en ef að þeir eru í þeim galgopagírnum að búa til þá ímynd um sig að þeir séu ýktir kókhausar, þá hljóta þeir að átta sig á því að þeir eru um leið að dæma sig úr leik í barna- og unglingaballabransanum. Maður þarf ekki að hafa neitt mjög margar heilafrumur á lífi til að átta sig á því.

    ...en aðalatriðið í mínum huga er hvað þessi viðbrögð þeirra við banninu voru afspyrnu hallærisleg. Það var eins og reiður krakki hefði skrifað þessa fréttatilkynningu. :-)

    5. febrúar 2004 kl. 22:45 GMT | #

  5. Nóni bróðir Svabba svarar:

    Ég er þér alveg sammála Már minn góði frændi, þú ert skynsamur eins og við bræðurnir :-)

    Kv. Nóni

    5. febrúar 2004 kl. 22:57 GMT | #

  6. Unnur svarar:

    Ég reyndar efast um að krakkar upp til hópa láti þettta hafa áhrif á það hvort þeir fíli einhverja hljómsveit eða ekki. Ég veit það hljómar ótrúlega en grunnskólakrakkar byggja oft skoðun sína á mússík á því hvort þeir fíli hana eða ekki ;p

    5. febrúar 2004 kl. 23:40 GMT | #

  7. Egill svarar:

    Er ég einn um að finnast báðir aðillar vera æsa hvorn annan upp í vitleysu?

    Hvenær hætti fólk annars að geta talað saman sín á milli, er þetta ekki eitthvað sem hefði verið hægt að leysa í kyrrþey?

    Ég spyr bara eins og bjáni :)

    Annars fá Mínus-guttar stóran mínus (Mínus og mínus gerir ekki plús) fyrir heimskuleg látalæti, hélt þeir væru klárari en þetta. Þetta minnir mig á það þegar ég var lítill og töffararnir gengu manna á milli röflandi "það er töff að reykja". Eru þeir alveg að springa á egóinu, eða hvað er málið?

    p.s. "fíla nýja útlitið alveg í ræmur" :)

    6. febrúar 2004 kl. 09:44 GMT | #

  8. Tóró svarar:

    Tek undir það sem hér er sagt að mér finnst Mínus vera með allt niðrum sig í þessu máli. Ef þeir vilja viðhalda einhverri rokkaraímynd með því að vera yfirlýsingaglaðir í heimspressunni þá er það auðvitað þeirra mál, en eins og Már segir ætti það ekki að koma neinum á óvart að það fari illa í æskulýðsgeirann. Þessi fréttatilkynning þeirra Mínusa er líka kostuleg, maður fær á tilfinninguna að einhver í málfundafélagi framhaldsskóla hafi skrifað hana (líklega þunnur). Hitlersæsku samanburðurinn er svo hallærisleg rökleysa að það er engu lagi líkt.

    Hins vegar held ég að Samfés hafi ekki átt margra annarra kosta völ. Eftir umræðu í þjóðfélaginu um yfirlýsingarnar um vegamótaklósettin var þeim ekki stætt á að hleypa Mínus upp á svið án athugasemda. Hvort rétta leiðin var að krefjast skriflegrar yfirlýsingar veit ég ekki, en þau þurftu augljóslega á einhvers konar statement frá Mínus að halda.

    Ef þau hefðu bara tekið mínusinn af dagskránni án skýringa hefði það ekki heldur litið vel út.

    En þeir mínusmenn ættu bara að hætta þessu tuði og snúa sér að einhverju uppbyggilegra...

    6. febrúar 2004 kl. 10:27 GMT | #

Þessum svarhala hefur verið lokað. Kærar þakkir til þeirra sem tóku þátt í umræðunni.


 

Flakk um vefsvæðið



 

Nýleg svör frá lesendum

  • Rich (Req.js - javascript lazy-loading and dependency managment made easy)
  • Rich (Req.js - javascript lazy-loading and dependency managment made easy)
  • Rich (Req.js - javascript lazy-loading and dependency managment made easy)
  • Már (Req.js - javascript lazy-loading and dependency managment made easy)
  • Rich (Req.js - javascript lazy-loading and dependency managment made easy)
  • Már (Req.js - javascript lazy-loading and dependency managment made easy)
  • Dinesh (Req.js - javascript lazy-loading and dependency managment made easy)
  • Már (Taubleyjur í nútímanum - lítill leiðarvísir handa hræddri þjóð)
  • Ada (Taubleyjur í nútímanum - lítill leiðarvísir handa hræddri þjóð)
  • notandi (Taubleyjur í nútímanum - lítill leiðarvísir handa hræddri þjóð)
  • Geir (Lausnin á efnahagsvandanum)
  • Jenný (Lausnin á efnahagsvandanum)
  • Óli Jens (Lausnin á efnahagsvandanum)
  • Már (Lausnin á efnahagsvandanum)
  • Kjartan S (Lausnin á efnahagsvandanum)

 

 

Yfirlit yfir þetta skjal

(Atriðin í listanum vísa á ákveðna kafla ofar á síðunni.)