Nýtt lúkk

Skrifað 4. febrúar 2004, kl. 04:40

Loksins, loksins! Nýtt lúkk á síðunni: 1 | 2... Nýtur sín best í Mozilla, Opera og Safari, þ.e. flestum vöfurum öðrum en Microsoft Internet Explorer.

Það sem á alveg eftir að gera:

  • Fínstilla útlit einstaka síðna í færslusafninu og að innleiða útlitið á CV síðuna.
  • Yfirfara að vefurinn virki rétt á Makkavöfrunum.

Meira seinna. Sofa núna.


Svör frá lesendum (31)

  1. Arnór svarar:

    Hey töff, það að hafa heila mynd í bakgrunni getur alveg orðið smekklegt.

    4. febrúar 2004 kl. 05:05 GMT | #

  2. Tóró svarar:

    Glæsó.

    4. febrúar 2004 kl. 09:22 GMT | #

  3. Qi svarar:

    Þetta er só not Mási að fara í svona eitthvað

    smart!

    4. febrúar 2004 kl. 09:56 GMT | #

  4. Freyr svarar:

    Flott síða, lengi að skrolla samt.

    4. febrúar 2004 kl. 10:00 GMT | #

  5. JBJ svarar:

    Scrollið er ofurhæg! Er að nota mozilla, er með 1.5gb minni og 2.4Ghz örgjörva... þannig að eitthvað er ekki að ganga upp :p

    Svo ég sé alveg hreinskilinn þá flokka ég þetta sem overkill :)

    4. febrúar 2004 kl. 11:27 GMT | #

  6. Stígur V. Þórhallsson svarar:

    Sæll Már,

    Síðan er svolítið þung eftir þessar breytingar.

    Minna er meira - held ég :)

    Kv .Stígur p.s: skoðaði í IE6 á WinXP

    4. febrúar 2004 kl. 12:44 GMT | #

  7. Már Örlygsson svarar:

    Bakgrunnsmyndin er dáldið þung í hleðslu. Ég hugsa að ég skipti henni út fljótlega fyrir mynd sem er auðveldara að þjappa. Þessi þunga mynd lengir aðeins tímann sem það tekur að sækja síðuna en hefur líklega ekki áhrif á scrollið.

    Freyr, hvaða vafra og útgáfunúmer ertu að nota? JBJ, ertu að nota Firebird eða bara Mozilla? Hvaða útgáfu?

    4. febrúar 2004 kl. 12:54 GMT | #

  8. Bjarni Rúnar svarar:

    Gamall Konqueror er ekki alveg að meika þetta... textinn til hliðar verður ósýnilegur (hvítur texti á hvítum skýjum). Svo prufaði ég mozzilla og sá gráa-fade-effektinn og gegnsæja textahlutann. Sji, flott!

    Nema vá hvað ég kvíði fyrir að reyna að lesa vefinn þinn úr Lufsunni minni (166Mhz Pentium)!

    4. febrúar 2004 kl. 13:16 GMT | #

  9. Jósi svarar:

    Á litlum skjám neyðist maður líka til að skrolla niður. T.d. get ég her á lappanum hennar mömmu ekki lesið þessar örfáu línur um nýtt lúkk án þess að skrolla niður.

    4. febrúar 2004 kl. 13:29 GMT | #

  10. Freyr svarar:

    Ég prófaði fyrst Opera 7.23 á Linux og þar var scrollið vonlaust. Síðan prófaði ég líka Konqueror 3.1.0 á Linux, IE6 á Win98SE og Firebird 0.7 á Linux og í öllum þessum vöfrum var scrollið viðráðanlegt þegar maður notar PageUp og PageDown til að scrolla, en frekar hægvirkt þegar hjólið á miðtakkanum á músinni er notað.

    Tók líka eftir öðrum smáatriðum, eins og að "Fólk" listinn kemur í einföldum dálki í Konqueror (geri ráð fyrir að þetta sé "rétta" útlitið), en listinn kemur í einum graut í hinum vöfrunum.

    4. febrúar 2004 kl. 13:32 GMT | #

  11. JBJ svarar:

    Mozilla 1.5

    Reyndar er stundum snúið að skrolla með músartakkanum og stundum flýgur það létt áfram?

    4. febrúar 2004 kl. 13:46 GMT | #

  12. Árni Svanur svarar:

    Til hamingju með þetta smekklega og aðgengilega útlit! En það gengur ósköp hægt að skruna upp og niður með músarhljólinu í Firebird 0.7.

    4. febrúar 2004 kl. 14:37 GMT | #

  13. Már Örlygsson svarar:

    Þetta er örlítið hægara en venjulega á litlu 900MHz Celeron dollunni minni (Firebird 0.7) en þetta er hvergi nærri því að vera áberandi hægt.

    Furðulegt.

    4. febrúar 2004 kl. 14:50 GMT | #

  14. Jensi svarar:

    Ég er að skoða síðuna í Safari 1.2 á MacOSX.3 (466mHz gamall iMakki) og síðan er alls ekki hæg hér? Skrollið er alveg eðlilegt, þ.e.a.s. ég tók ekki eftir neinu þegar ég skoðaði síðuna fyrst ...og í raun ekki heldur eftir að hafa skoðað commentin og prófað aftur?

    Annars, bara til hamingju með síðuna, hún er skemmtilega fersk og öðruvísi. Gaman að sjá e-ð frumlegt MT style-sheet.

    Bravó!

    4. febrúar 2004 kl. 15:00 GMT | #

  15. Árni Svanur svarar:

    Það er rétt að taka fram að ég hef orðið var við sömu hegðun í Firebird á síðum þar sem er að finna bakgrunnsmynd sem hefur fasta staðsetningu (og texti flýtur og skrunar ofan á). Þetta er því síður en svo bundið við þessa útfærslu sem er hjá þér.

    4. febrúar 2004 kl. 15:32 GMT | #

  16. Árni Þór svarar:

    þetta er snilldar flott. Annars verð ég að viðurkenna að mér fannst plain HTML lúkkið bara nokkuð svalt.

    4. febrúar 2004 kl. 16:29 GMT | #

  17. Sigurjón svarar:

    Vááá, ljótasta heimasíðan á netinu er núna ein sú flottasta! Til hamingju með það.... :)

    4. febrúar 2004 kl. 16:59 GMT | #

  18. Herra Svavar svarar:

    Ég segi nú bara: GEIL! GEIL MAL!!! Du hasst gerade das wunderschönests heimatzeite der WeltWeiteWebens...

    Geil! Du bist Keine Schlumpf...

    4. febrúar 2004 kl. 18:43 GMT | #

  19. Arnheiður svarar:

    Flott síða!! Langt frá því að vera hægt og ekkert erfitt að skrolla :)

    5. febrúar 2004 kl. 01:35 GMT | #

  20. Sigga Sif svarar:

    Það gengur líka mjög hægt að skrolla hjá mér í konqueror og highlight á linkum koma fram eftir mikla bið. Í mozilla er það bara skrollið sem er hægvirkt. Þetta er skrítið því að ég er að vinna á rosa fínni vél, 2.8 GHz og 2 GB vinnsluminni.

    5. febrúar 2004 kl. 10:32 GMT | #

  21. Nonni svarar:

    Flott lúkk.

    Firebird 0.7. Ofurhægt miðjumúsarskroll. Tekur smá tíma (200 ms eða svo) að skrolla með sidebar.

    IE 6.0.2800.blabla Mun fljótari að skrolla með miðju, sem kemur á óvart. Engir rendering artifactar eins og koma á síðunni hans bjarna með IE. Ofur snöggur að skrolla m/sidebar.

    Þegar skrollið er hægt pirrar það mann að þurfa að skrolla til að komast í linka. Annars væri það örugglega í fínu lagi.

    5. febrúar 2004 kl. 11:49 GMT | #

  22. Ólafur Sverrir svarar:

    Það sem veldur þessu er að (amk.) Mozilla/Firebird eru e-ð að klikka á að sýna png myndir með transparency (alpha channels eða whatever) sem bakgrunn. Um leið og ég slekk á þeim og set bara hvítan bakgrunn scrollar síðan fínt.

    Annars er þetta flokkað sem bug hjá Mozilla og er hægt að sjá meira um þetta þar: http://bugzilla.mozilla.org/show_bug.cgi?id=64401

    5. febrúar 2004 kl. 12:55 GMT | #

  23. Már Örlygsson svarar:

    Ojj Mozilla er böggað drasl! Allir að nota Internet Explorer. Það er málið! ;-)

    Takk Óafur fyrir að finna skýringuna á þessu veseni.

    5. febrúar 2004 kl. 12:59 GMT | #

  24. gf svarar:

    Halló. Síðan er svöl!

    Ég er hins vegar að nota Opera 7+ og um daginn (í gær líklega) virkaði síðan fínt en nú er hún ofurhæg. Hmm.

    5. febrúar 2004 kl. 14:40 GMT | #

  25. Bjarni Rúnar svarar:

    Sjitt maður. Þetta var ein aðgengilegasta síðan á netinu, en nú hf ég varla þolinmæði í að lesa hana á Lufsunni minni hún er svo geðveikt hæg. Það tók mig sirka 5 mínútur að skrifa þetta komment. CPU-níðíngur!

    5. febrúar 2004 kl. 20:06 GMT | #

  26. Einar Örn svarar:

    Þetta er mjög smart look hjá þér. Myndin er þó aðeins of lítil kannski, því hjá mér þá endurtekur hún sig (1280x1024 - Mac Safari 1.2). Safari er reyndar með mjög lítið menubar og því sést mun meira af síðum í honum en öðrum vöfrum.

    Annars er þetta mjög glæsilegt. Er einstaklega hrifinn af valinu á leturgerðum.

    5. febrúar 2004 kl. 20:44 GMT | #

  27. JBJ svarar:

    Mér finnast bakgrunnsmyndir samt turnoff :p

    5. febrúar 2004 kl. 23:02 GMT | #

  28. Már Örlygsson: nýtt nýtt lúkk

    "Þakka jákvæð viðbrögð við nýja lúkkinu í fyrradag og gagnlegar ábendingar um hvað var að. Nú langar mig að biðja ykkur um að tjá ykkur um nýjustu útgáfuna af nýja lúkkinu? (1 | 2) Breytingar frá fyrri útgáfu: Ný bakgrunnsljósmynd..." Lesa meira

    5. febrúar 2004 kl. 23:16 GMT | #

  29. Sigurður Árni svarar:

    heyrðu, þetta er glæsilegt. Ég er hrifinn af öllu gegnsæa dótinu ;D

    9. febrúar 2004 kl. 09:12 GMT | #

  30. Árni Svanur svarar:

    Ekkert vesen með hraða á skruni í nýjustu útgáfunni af Firebird, sem hefur reyndar skipt um nafn (og kannski kennitölu líka) og kallast nú Firefox 0.8.

    9. febrúar 2004 kl. 17:40 GMT | #

  31. Dagbók Kristjáns og Stellu: Nýtt útlit

    "Þegar Már breytti lúkkinu á heimasíðunni sinni fékk ég skyndilega hundleið á gamla útlitinu okkar. Í kvöld gaf ég mér smá tíma til að fikt..." Lesa meira

    10. febrúar 2004 kl. 00:34 GMT | #

Þessum svarhala hefur verið lokað. Kærar þakkir til þeirra sem tóku þátt í umræðunni.


 

Flakk um vefsvæðið



 

Nýleg svör frá lesendum

  • Rich (Req.js - javascript lazy-loading and dependency managment made easy)
  • Rich (Req.js - javascript lazy-loading and dependency managment made easy)
  • Rich (Req.js - javascript lazy-loading and dependency managment made easy)
  • Már (Req.js - javascript lazy-loading and dependency managment made easy)
  • Rich (Req.js - javascript lazy-loading and dependency managment made easy)
  • Már (Req.js - javascript lazy-loading and dependency managment made easy)
  • Dinesh (Req.js - javascript lazy-loading and dependency managment made easy)
  • Már (Taubleyjur í nútímanum - lítill leiðarvísir handa hræddri þjóð)
  • Ada (Taubleyjur í nútímanum - lítill leiðarvísir handa hræddri þjóð)
  • notandi (Taubleyjur í nútímanum - lítill leiðarvísir handa hræddri þjóð)
  • Geir (Lausnin á efnahagsvandanum)
  • Jenný (Lausnin á efnahagsvandanum)
  • Óli Jens (Lausnin á efnahagsvandanum)
  • Már (Lausnin á efnahagsvandanum)
  • Kjartan S (Lausnin á efnahagsvandanum)

 

 

Yfirlit yfir þetta skjal

(Atriðin í listanum vísa á ákveðna kafla ofar á síðunni.)