Garpur einn í rúmi

Skrifað 1. febrúar 2004, kl. 02:36

Fyrr í vikunni keyptum við tvo hluti í Góða hirðinum: Dökkbæsað eldhúsborð og rimlarúm úr ómáluðum viði handa Garpi.

Þessa dagana erum við svo að venja strákinn við það að sofna og sofa alla nóttina í sínu eigin rúmi. Stína hyggst sjá um þjálfunina allt til enda til að það sé sem allra mest regla á hlutunum á meðan hann er að venjast nýja fyrirkomulaginu.

Í kvöld var þriðja kvöldið sem Garpur sofnar í nýja rúminu. Fyrsta skrefið í ferlinu byggist á því að sitja þegjandi á stól hinummegin í herberginu þar til hann sofnar, en næsti hluti ferlisins mun síðan snúast um það að hún yfirgefur herbergið áður en hann er sofnar. Fyrsta kvöldið tók 45 mínútur að svæfa hann. Dáldill grátur í upphafi, en eftir nokkrar umferðir af mjúkum kossi og yfirbreiðslu með orðunum "góða nótt", þá róaðist hann og sofnaði. Annað kvöldið tók 30 mínútur og mun minni grát. Þriðja kvöldið (í kvöld) tók ca. 15 mínútur og næstum engar mótbárur af hans hálfu. Við hyggjumst halda þessari aðferð áfram í nokkra daga í viðbót, áður en við byrjum smátt og smátt á að venja hann við að sofna einan í herberginu. Markmiðið er að láta þetta allt ganga mjúklega fyrir sig.

Fram að þessu höfum við alltaf svæft Garp með því að liggja/sitja við hliðin á honum þar til hann sofnar. Vandamálið var bara að það tók oftar en ekki alveg óheyrilega langan tíma. Ástæðan var m.a. sú að Garpur virtist líta á háttatímann sem eitt risastórt félagslegt ævintýri með spjalli, klifri, knúsi og almennum hamagangi, sem náttúrulega getur verið alveg svakalega kósi, en sama hvað við reyndum að búa til rútínu í kringum þetta, þá tókst okkur samt aldrei að stytta tímann eða minnka erfiðið.

Við höfum líka alltaf látið hann sofa upp í rúminu hjá okkur, sem var alveg æðislegt. Eini gallinn var að hann átti til að rumska þegar við byltum okkur eða vorum að brölta í rúmið eða úr því á nóttunni.

Okkur fannst því kominn tími á að prófa eitthvað nýtt, og því keyptum við nýja rimlarúmið sem hann sefur svo undurvært í akkúrat núna - þessi stóri strákur sem sefur einn í sínu eigin rúmi.

Á gólfinu við hliðina breiðum við mamma hans úr okkur eins og krossfiskar - hæstánægð með plássið, þótt að í svefnrofanum söknum við ég þess stundum að hafa ekki einn lítinn rauðhærðan englakropp liggjandi við hliðina á okkur.

Mig grunar þó að það gæti farið svo að Garpur venjist á að skríða upp í til okkar á morgnana. Mér lýst allavega vel á þá tilhugsunina.


Þessum svarhala hefur verið lokað. Kærar þakkir til þeirra sem tóku þátt í umræðunni.


 

Flakk um vefsvæðið



 

Nýleg svör frá lesendum

  • Rich (Req.js - javascript lazy-loading and dependency managment made easy)
  • Rich (Req.js - javascript lazy-loading and dependency managment made easy)
  • Rich (Req.js - javascript lazy-loading and dependency managment made easy)
  • Már (Req.js - javascript lazy-loading and dependency managment made easy)
  • Rich (Req.js - javascript lazy-loading and dependency managment made easy)
  • Már (Req.js - javascript lazy-loading and dependency managment made easy)
  • Dinesh (Req.js - javascript lazy-loading and dependency managment made easy)
  • Már (Taubleyjur í nútímanum - lítill leiðarvísir handa hræddri þjóð)
  • Ada (Taubleyjur í nútímanum - lítill leiðarvísir handa hræddri þjóð)
  • notandi (Taubleyjur í nútímanum - lítill leiðarvísir handa hræddri þjóð)
  • Geir (Lausnin á efnahagsvandanum)
  • Jenný (Lausnin á efnahagsvandanum)
  • Óli Jens (Lausnin á efnahagsvandanum)
  • Már (Lausnin á efnahagsvandanum)
  • Kjartan S (Lausnin á efnahagsvandanum)

 

 

Yfirlit yfir þetta skjal

(Atriðin í listanum vísa á ákveðna kafla ofar á síðunni.)