Blađamannabloggarar...

Skrifađ 31. janúar 2004, kl. 21:28

Tóti Leifs er ţessi týpa sem segir ţađ sem honum finnst sama hvađ tautar og raular. Hann fer á kostum á blogginu sínu í dag, ţar sem hann segir afar skemmtilega meinlega sögu af baunateljara, og byrjar fćrsluna međ ţví ađ hnýta í fyrrverandi vinnufélaga sinn (?), nýja stjörnubloggarann Pál Ásgeir međ eftirfarandi orđum:

"PÁÁ er skemmtilegur penni en [...] hann hefur séđ einhverjar ađsóknartölur og nú er hann kominn á hnén, og grátbiđur um virđingu lesanda. Hann langar ađ verđa annađ frettir.com"

Ţađ sem Tóti er vćntanlega ađ vísa til er fćrsla Páls, Blogg um blog, ţar sem Páll segir m.a. ţetta:

"Ţetta er minn einkafjölmiđill og er haldiđ úti mér til skemmtunar. Ţetta er ekki dagbók eđa innsýn inn í mitt fábrotna einkalíf enda hefđi ég ekki fengiđ nćrri 20 ţúsund heimsóknir frá upphafi ef svo vćri."

[...]

"Ég set ekki upp linka og forđast ţannig ţátttöku í formlegum skjallbandalögum. Ţeir sem "linka" á mig gera ţađ á eigin ábyrgđ og ţađ skiptir mig í sjálfu sér ekkert miklu máli."

[...]

"Ég svara aldrei athugasemdum lesenda minna í kommentakerfinu sjálfu. [...] Ţetta fálćti mitt gagnvart öđrum bloggurum stafar af ţví ađ ég er hrokafullt og önugt kvikindi og ég sé enga sérstaka ástćđu til ađ biđjast afsökunar á ţví."

Ég er sammála Tóta, ađ Páll Ásgeir er bráđskemmtilegur penni og sögumađur, og mér fannst ţađ frá upphafi augljóst ađ hann var ađ fylla upp í ţađ tómarúm sem skapađist viđ endanlegt bloggfall Fréttir.com - hvort sem ţađ var međvituđ ákvörđun eđa ekki. Ég velti hins vegar fyrir mér ađ ef Páli stendur í alvöru svona svakalega á sama um allt og alla, af hverju hann sér ástćđu til ađ ganga svona hreint til verks í ađ skilgreina sjálfsskipađa stöđu sína innan bloggheimsins? Hvort er ţetta vođa pönkađ eđa bara pínu lummó?

Bara pćling.

P.S. Ég er leiđinlegur stríđnispúki og skjallbandalagsbloggari og sé enga ástćđu til ađ biđjast afsökunar á ţví. :-)


Ţessum svarhala hefur veriđ lokađ. Kćrar ţakkir til ţeirra sem tóku ţátt í umrćđunni.


 

Flakk um vefsvćđiđ 

Nýleg svör frá lesendum

 • Rich (Req.js - javascript lazy-loading and dependency managment made easy)
 • Rich (Req.js - javascript lazy-loading and dependency managment made easy)
 • Rich (Req.js - javascript lazy-loading and dependency managment made easy)
 • Már (Req.js - javascript lazy-loading and dependency managment made easy)
 • Rich (Req.js - javascript lazy-loading and dependency managment made easy)
 • Már (Req.js - javascript lazy-loading and dependency managment made easy)
 • Dinesh (Req.js - javascript lazy-loading and dependency managment made easy)
 • Már (Taubleyjur í nútímanum - lítill leiđarvísir handa hrćddri ţjóđ)
 • Ada (Taubleyjur í nútímanum - lítill leiđarvísir handa hrćddri ţjóđ)
 • notandi (Taubleyjur í nútímanum - lítill leiđarvísir handa hrćddri ţjóđ)
 • Geir (Lausnin á efnahagsvandanum)
 • Jenný (Lausnin á efnahagsvandanum)
 • Óli Jens (Lausnin á efnahagsvandanum)
 • Már (Lausnin á efnahagsvandanum)
 • Kjartan S (Lausnin á efnahagsvandanum)

 

 

Yfirlit yfir ţetta skjal

(Atriđin í listanum vísa á ákveđna kafla ofar á síđunni.)