Svarhalaspam - Bloggspam

Skrifað 29. janúar 2004, kl. 00:17

Nokkuð hefur borið á spam-skeytum í svarhölum vefdagbóka venjulegs fólks út um allan heim, en bloggspammerar eru fyrst og fremst að leita eftir ókeypis vísunum á síðurnar sínar til að bæta sýnileika sinn í Google og svipuðum leitarvélum. Algengast er að þessir spammerar séu að koma á framfæri klámsíðum, spilavítum og ódýrum viagra töflum.

Sjálfur hef ég lengi þurft að kljást við bæði klassískt komment-spam og líka trackback-spam en sem betur fer bara eitt og eitt í einu sem er auðvelt að eyða jafn harðan (lengi lifi hörð ritskoðunarstefna Mása!!).

Bragi Skafta var hins vegar að að lenda í því að svarhalaspamforrit gerði árás á dagbókina hans og skildi eftir auglýsingu á hverri einustu síðu. Bragi getur glaðst yfir því að hann er líklega fyrstur íslenskra bloggara til að fá svona útreið (Bragi frægi! Jí!!) en það er alveg öruggt að hann verður ekki sá síðasti.

Núna er rétti tíminn til að uppfæra Movable Type í útgáfu 2.66 - spamvarnirnar þar eiga víst að koma í veg fyrir svona flóðárásir. Ef Bragi hefði verið búinn að því þá hefði dagbókin hans ekki orðið jafn illa úti og raun ber vitni.


Svör frá lesendum (6)

  1. Jósi svarar:

    Gallinn er sá að hægt er að komast hjá spamvörnunum í 2.66 með því að stilla spamróbótana á að bæta bara við spami á nokkra mínútna fresti. Mér finnst mt-blacklist viðbótin vera betri lausn, hún fer eftir URLunum sem spammararnir eru að reyna að selja (og styður Perl reglulegar segðir um þau URL líka).

    Ég verandi vefmeistarinn hans Braga var að setja mt-blacklist upp í staðinn fyrir 2.66, og það eyddi út 154 skilaboðum í hinum ýmsustu svarhölum...

    29. janúar 2004 kl. 00:41 GMT | #

  2. Már Örlygsson svarar:

    Mæli með að fólk lesi:

    • http://weblog.burningbird.net/fires/technology/steppingstonestoasafer_blog.htm
    • http://diveintomark.org/archives/2003/11/15/more-spam

    29. janúar 2004 kl. 08:47 GMT | #

  3. Einar Örn: MT uppfærsla

    "Uppfærði MT uppí útgáfu 2.661 eftir að hafa lesið þessa færslu hjá Má. Hef fengið smá kommenta spam, en aðallega referrer spam yfir á einhverjar þýskar síður. En allavegana, þá væri gott að fá að vita ef eitthvað er í ólagi við síðuna." Lesa meira

    29. janúar 2004 kl. 09:50 GMT | #

  4. Sindri svarar:

    Önnur týpa af sambærilegu spami eru web crawlerar sem gefa ákveðnar síður alltaf sem referer og fá þannig link frá statistik síðum eins og minni: http://ofur.net/counter/statistics.php

    29. janúar 2004 kl. 11:14 GMT | #

  5. Már Örlygsson svarar:

    Það er í raun bara ofurvond hugmynd að leyfa hverjum sem er að bæta efni inn á vefsíðurnar manns án nokkurrar auðkenningar. :-)

    Persónulega mundi ég vilja fá viðbót við Movable Type sem krefðist þess að fólk staðfesti svarið sitt í tölvupósti. Ennfremur væri líklega góð hugmynd að loka alveg á sjálfvirkar Trackback bakvísanir, og heimta að staðfestingarnetfang fylgi þeim sem eru sendar inn handvirkt.

    Spammerar eru skítapakk - bjakk!

    29. janúar 2004 kl. 11:54 GMT | #

  6. Jósi svarar:

    MT 3.0 á að vera með auðkenningarkerfi fyrir svarhala. Bíðum og sjáum.

    7. febrúar 2004 kl. 22:29 GMT | #

Þessum svarhala hefur verið lokað. Kærar þakkir til þeirra sem tóku þátt í umræðunni.


 

Flakk um vefsvæðið



 

Nýleg svör frá lesendum

  • Rich (Req.js - javascript lazy-loading and dependency managment made easy)
  • Rich (Req.js - javascript lazy-loading and dependency managment made easy)
  • Rich (Req.js - javascript lazy-loading and dependency managment made easy)
  • Már (Req.js - javascript lazy-loading and dependency managment made easy)
  • Rich (Req.js - javascript lazy-loading and dependency managment made easy)
  • Már (Req.js - javascript lazy-loading and dependency managment made easy)
  • Dinesh (Req.js - javascript lazy-loading and dependency managment made easy)
  • Már (Taubleyjur í nútímanum - lítill leiðarvísir handa hræddri þjóð)
  • Ada (Taubleyjur í nútímanum - lítill leiðarvísir handa hræddri þjóð)
  • notandi (Taubleyjur í nútímanum - lítill leiðarvísir handa hræddri þjóð)
  • Geir (Lausnin á efnahagsvandanum)
  • Jenný (Lausnin á efnahagsvandanum)
  • Óli Jens (Lausnin á efnahagsvandanum)
  • Már (Lausnin á efnahagsvandanum)
  • Kjartan S (Lausnin á efnahagsvandanum)

 

 

Yfirlit yfir þetta skjal

(Atriðin í listanum vísa á ákveðna kafla ofar á síðunni.)