Fćrslur föstudaginn 2. janúar 2004

Kl. 16:23: Lengi lifi áramótadagskrá RÚV 

Djöfull var áramótaskaupiđ heiftarlega slćmt. Ágúst Guđmundsson er fínn kvikmyndagerđarmađur en ţađ liggur greinilega ekki fyrir honum ađ búa til áramótaskaup. Ég hló nákvćmlega ţrisvar en í tvö skiptanna endađi viđkomandi atriđi međ einhverjum grínfrćđilegum ósköpum ...eđa hélt of lengi áfram.

Ólíkt Ágústi, ţá er Hrafn Gunnlaugsson ekki góđur kvikmyndagerđarmađur. Ţađ ađ ţetta heimavídeó hans og Davíđs Oddssonar skuli vera sýnt á besta tíma í RÚV rekur bara síđasta naglann í ţá kenningu manna ađ RÚV sé orđiđ formlegt málgagn Sjálfsstćđisflokksins og vina hans. Sjaldan hefur veriđ gerđ jafn léleg íslensk kvikmynd og ţessi. Handrit, leikur, leikstjórn, myndataka, klipping, lýsing, tónlistarval, hljóđvinnsla - allt var ţetta langt undir pari.

Ávarp forsćtisráđherra á gamlárskvöld var algjör snilld. Ţarna fékk forsćtisráđherra vor tćkifćri til ađ spinna öllum hneykslismálum ársins upp í persónulega og pólitíska sigra fyrir sig og ríkisstjórnina - og fá ţetta nýjasta skáldverk sitt vistađ um aldur og ćvi í myndasafni málgagns Sjálfsstćđisflokksins (RÚV) - ásamt heimavídeói Krumma félaga síns.

Ávarp útvarsstjóra er líka alltaf jafn skemmtilegt. Líklega eini liđurinn í dagskrá RÚV sem fćr minna áhorf en skjáleikurinn. Aldrei nokkurntíman er jafn mikill fjöldi sjónvarpstćkja stillt á "mute" og síđustu 40 mínúturnar fyrir miđnćtti á Gamlárskvöld. Fjarstýringin (og ţar međ "mute" takkinn) er biluđ á sjónvarpinu heima, ţannig ađ malandinn í Markúsi heyrđist í nokkrar mínútur áđur en viđ gengum ađ tćkinu og slökktum (hann var ađ trufla áhugaverđar samrćđur á heimilinu), en stuttu áđur en ţađ gerđist ţá heyrđi ég ekki betur en hann vćri rövla um konuna sína og eitthvađ. Mig grunar ađ í trausti ţess ađ enginn hlusti á ávarpiđ ţá blađri hann einhverja helvítis steypu - uppnefni óvini sína (t.d. alla kommúnístana sem enn eru á launaskrá ljósvakadeildar Sjálfstćđisflokksins) og reyti af sér brandara og klámvísur sem hann fćr ekki ađ segja heima hjá sér. Getur einhver stađfest ţessa kenningu mína, eđa hrakiđ hana?

Hinn árlegi sirkus á gamlárskvöld var í styttra lagi ţetta áriđ, og var bara eitt atriđi (einhver grey selur ađ leika sér međ bolta) sem var síđan klippt á í miđjum klíđum til ađ koma áramótaávarpi Markúsar Arnar ađ. Guđforđiokkur frá ţví ađ ţađ tefjist um nokkrar mínútur.

Sem betur fer voru flugeldarnir flottir, maturinn góđur, kakan ćđi, kampavíniđ freyđandi og partíiđ líflegt.

Svör frá lesendum (9) | Varanleg slóđ


 

Flakk um vefsvćđiđ 

Fćrslur í janúar 2004

janúar 2004
SunMán ŢriMiđ FimFös Lau
        1. 2. 3.
4. 5. 6. 7. 8. 9. 10.
11. 12. 13. 14. 15. 16. 17.
18. 19. 20. 21. 22. 23. 24.
25. 26. 27. 28. 29. 30. 31.

Nýleg svör frá lesendum

 • Rich (Req.js - javascript lazy-loading and dependency managment made easy)
 • Rich (Req.js - javascript lazy-loading and dependency managment made easy)
 • Rich (Req.js - javascript lazy-loading and dependency managment made easy)
 • Már (Req.js - javascript lazy-loading and dependency managment made easy)
 • Rich (Req.js - javascript lazy-loading and dependency managment made easy)
 • Már (Req.js - javascript lazy-loading and dependency managment made easy)
 • Dinesh (Req.js - javascript lazy-loading and dependency managment made easy)
 • Már (Taubleyjur í nútímanum - lítill leiđarvísir handa hrćddri ţjóđ)
 • Ada (Taubleyjur í nútímanum - lítill leiđarvísir handa hrćddri ţjóđ)
 • notandi (Taubleyjur í nútímanum - lítill leiđarvísir handa hrćddri ţjóđ)
 • Geir (Lausnin á efnahagsvandanum)
 • Jenný (Lausnin á efnahagsvandanum)
 • Óli Jens (Lausnin á efnahagsvandanum)
 • Már (Lausnin á efnahagsvandanum)
 • Kjartan S (Lausnin á efnahagsvandanum)

 

 

Yfirlit yfir ţetta skjal

(Atriđin í listanum vísa á ákveđna kafla ofar á síđunni.)