Nærgöngul vísun?

Skrifað 29. október 2003, kl. 22:41

Þórður forritari ákvað að gerast ritskoðarinn ógurlegi! eftir að ég vísaði á uppsagnarræpuna hans fyrr í dag. Það var ekki ætlun mín að hrella hann.

Mér finnst nýja færslan hans alveg bráðskemmtileg tjáning á hinni alræmdu bloggkrísu sem velflestir bloggarar virðast þurfa að kljást við fyrr eða síðar:

En fólk : hættið að lesa bloggið mitt....innrás á einkalíf mitt bara....haldiði að internetið sé einhver almannaeign?

...!...   ...?...   ...eeeh...

....ég ætla að þegja núna og fara út í sjoppu áður en ég segi eitthvað meira heimskulegt! :o)

:-)


Svör frá lesendum (7)

  1. Tryggvi R. Jónsson svarar:

    Kannski varð hann hræddur þegar hann sá þetta: http://www.michaelhanscom.com/eclecticism/2003/10/ofbloggingand.html

    29. október 2003 kl. 23:07 GMT | #

  2. Einar Örn svarar:

    Fyndið, ég ætlaði akkúrat að vísa í sömu færslu og Tryggvi (var búinn að sjá hana á kottke og MeFi).

    Annars skil ég vel að menn fái pínku sjokk þegar verið er að vísa á þá og þeir átta sig á að lesendahópurinn hefur á nokkrum mínútum stækkað til muna.

    Mér fannst hins vegar færslan góð. Fannst þetta vera nokkuð eðlilegar aðfinnslur hjá honum.

    29. október 2003 kl. 23:09 GMT | #

  3. Tryggvi R. Jónsson svarar:

    Ég hafði alveg fullan skilning á fyrri færslunni og fannst hún í raun mjög góð, til umhugsunar bæði fyrir launþega og atvinnurekendur.

    29. október 2003 kl. 23:26 GMT | #

  4. Bjarni Rúnar svarar:

    Ég prufaði af rælni að leita að vinnustaðnum hans Þórðar í Google, og var kominn með eitthvað sem virtist passa strax í fyrstu tilraun. Ég sendi honum póst til að vara hann við því og þegar hann spurði hvernig ég rambaði á síðuna benti ég á þig, Már.

    Semsagt allt mér að kenna (eða þakka, eftir því hvernig á það er litið).

    :-)

    Ég sjálfur myndi hugsa mig þrisvar um áður en ég vísaði á svona skrif - Ísland er svo lítið að það er aldrei erfitt að tengja svona lagað við þann sem um er rætt. Auðvitað eiga menn að hugsa sig tvisvar um áður en þeir birta svona á opnum vef og geta "sjálfum sér um kennt"... en það er samt ábyrgðarhluti að draga athygli að svona persónulegum og viðkvæmum skrifum og maður ætti helst að fara frekar varlega í það.

    Skil samt hvað þú meinar með tilvitnunina og "vændistengslin"... mér fannst það flott tilvitnun og hún rímar við hvernig mér hefur stundum liðið með að selja hugsanir mínar öðrum.

    29. október 2003 kl. 23:55 GMT | #

  5. Már Örlygsson svarar:

    Bjarni, ég hugsaði mig tvisvar um (ef ekki þrisvar). Mér fannst þetta bara skemmtilega skrifað hjá Þórði og ég túlkaði fyrirvarana sem hann setti þannig að hann hefði hugsað málið til enda áður en hann ákvað að birta færsluna í þessari mynd á opinni vefsíðu.

    Eftir á að hyggja þá var þetta óttalega klaufaleg fljótfærni hjá mér að vísa á þessa dagbókarfærslu og ég sé heilmikið eftir því - en af öðrum og óskyldum ástæðum en þeim sem þú nefnir.

    30. október 2003 kl. 00:24 GMT | #

  6. Gummi Jóh svarar:

    Ég einmitt í mínu forvitniskasti fór líka á Google til að finna út hvar Þórður vinnur eiginlega.... maður einhvern veginn verður að fá að vita allt fyrst að maður er hvort eð er búin að kíkja inn í líf hans.

    30. október 2003 kl. 10:57 GMT | #

  7. Doddi svarar:

    "...Eftir á að hyggja þá var þetta óttalega klaufaleg fljótfærni hjá mér að vísa á þessa dagbókarfærslu og ég sé heilmikið eftir því..."

    Hvaða vitleysa....ég vona að þú sért ekki með móral út af mér? Ég vissi alveg hvað ég var að gera þegar ég hennti þessu inn og hugsaði að ég gæti alltaf lagað þetta til eftir á (sem ég og gerði) ef þetta fengi einhverja meiri athyggli en hitt ruglið sem rambar inn á vefinn minn. Þér var og er að sjálfsögðu guðvelkomið að linka og vitna í að vild. Ég viss alveg að sá möguleiki væri fyrir hendi að fólk myndi lesa þetta, meira að segja vinnuvetendur mínir vita af síðunni minni, ég vara varð að koma þessu frá mér á einhvern hátt "at the time", en ef satt skal segja þá hélt ég að aðeins nánustu vinir og ættingjar ráfuðu þarna inn. Má ég forvitnast um hvað dró þig inn á síðuna mína?

    :o)

    30. október 2003 kl. 15:29 GMT | #

Þessum svarhala hefur verið lokað. Kærar þakkir til þeirra sem tóku þátt í umræðunni.


 

Flakk um vefsvæðið



 

Nýleg svör frá lesendum

  • Rich (Req.js - javascript lazy-loading and dependency managment made easy)
  • Rich (Req.js - javascript lazy-loading and dependency managment made easy)
  • Rich (Req.js - javascript lazy-loading and dependency managment made easy)
  • Már (Req.js - javascript lazy-loading and dependency managment made easy)
  • Rich (Req.js - javascript lazy-loading and dependency managment made easy)
  • Már (Req.js - javascript lazy-loading and dependency managment made easy)
  • Dinesh (Req.js - javascript lazy-loading and dependency managment made easy)
  • Már (Taubleyjur í nútímanum - lítill leiðarvísir handa hræddri þjóð)
  • Ada (Taubleyjur í nútímanum - lítill leiðarvísir handa hræddri þjóð)
  • notandi (Taubleyjur í nútímanum - lítill leiðarvísir handa hræddri þjóð)
  • Geir (Lausnin á efnahagsvandanum)
  • Jenný (Lausnin á efnahagsvandanum)
  • Óli Jens (Lausnin á efnahagsvandanum)
  • Már (Lausnin á efnahagsvandanum)
  • Kjartan S (Lausnin á efnahagsvandanum)

 

 

Yfirlit yfir þetta skjal

(Atriðin í listanum vísa á ákveðna kafla ofar á síðunni.)