Aðgengileiki vefsvæða tilnefndra til Íslensku vefverðlaunanna 2003
Ég sat í dómnefnd Íslensku vefverðlaunanna í fyrra og veit því alveg hversu leiðinlegt það er þegar allir þykjast vita betur en dómnefndin hvaða vefir hefðu átt að vera tilnefndir og bla, bla. Ég ætla því ekki ekki að leggja dóm á hvort viðkomandi vefsvæði séu vel eða illa að tilfnefningunum komin, heldur aðeins að minna fólk á aðgengisþáttinn, en hann á það til að gleymast.
Hér er stutt og yfirborðskennd úttekt á aðgengileiki blindra og fatlaðra að þeim vefsvæðum sem eru tilnefnd í flokknum "Besti íslenski vefurinn":
- http://www.doktor.is :
- Vantar
alt=""
lýsitexta á sumar myndir. - Javascript dauðans í sprettigluggahnöppum.
- Óaðgengilegar DHTML valmyndir.
- Vantar
- http://www.tonlist.is :
- Engin
alt=""
lýsitexti á neinum myndum. - Javascript dauðans í spilunarhnöppum og sprettigluggahnöppum.
- Virkar bara í Internet Explorer á Windows.
- Engin
- http://www.hugi.is : - alveg merkilega fínn, enda tilnefndum við hann líka í fyrra :-)
- http://www.islendingabok.is/:
- Engin
alt=""
lýsitexti á mikilvægum grafískum hnöppum, og röng notkun lýsitexta á öðrum.
- Engin
- http://www.simaskra.is :
- Engin
alt=""
lýsitexti á myndum, og mikill texti bundinn í myndir. Röng notkun lýsitexta annars staðar. - Javascript dauðans í leitarhnöppum, innsláttarreitum og sprettigluggahnöppum.
- Óaðgengilegar DHTML valmyndir.
- Sjá eldri úttekt frá því í desember 2002...
- Engin
Ég vona að þessir aðilar líti á tilnefninguna sem hvatningu til að gera enn betur og geri átak í aðgengismálum sinna vefsvæða. Sömuleiðis vona ég að veffyrirtækin í bransanum taki sér ærlegt tak. Sá útbreiddi skortur á faglegum metnaði og tæknilegri kunnáttu sem viðgengst í íslenska vefbransanum þegar kemur að svona einfaldri vefforritun, er okkur öllum til háborinnar skammar.
Auðvitað eru einstaka undantekningar frá þessari meginreglu um mentnaðar- og kunnáttuleysið, en þeir aðilar vita fullvel hverjir þeir eru og þurfa ekkert sérstakt pepp hér og nú.
Við getum öll gert betur.
Meira þessu líkt: Accessibility, HTML/CSS.
Svör frá lesendum (2)
anna svarar:
Maður verður nú bara dapur þegar maður skoðar sumar síðurnar sem eru tilnefndar þarna. Er ekki lágmarks krafa að vefurinn virki í fleiri en einum browser?
29. október 2003 kl. 14:09 GMT | #
Bergur svarar:
Mér finnst merkilegt að svona einfaldur og sjálfsagður hlutur eins alt á myndir sé enn að gleymast.
31. október 2003 kl. 03:02 GMT | #