Speki.is - fyrir sjáandi börn
Nú langar mig að stríða aðeins vinum mínum hjá Origo.
Hinn Nýopnaði krakkavefur Sparisjóðanna, Speki.is, er með voða flotta grafíska forsíðu með fullt af valmöguleikum bundnum í GIF mynd. Það sorglega er að það gleymdist alveg að bæta lýsitexta (alt=""
) á valmöguleikana í valmyndinni.
Hvers eiga öll fötluðu börnin að gjalda?
Og hvað með börnin sem eiga fatlaða/sjóndapra/blinda foreldra? Og hvað með fatlaða fólkið sem langar til að kynna sér markaðsstarf SPRON til barna? Og hvað með Google?
Ég þori að veðja að Finnur og félagar í Origo munu toga í viðeigandi spotta til að fá þessu kippt í liðinn í hvelli. Ikke? :-)
Meira þessu líkt: Accessibility, HTML/CSS.
Svör frá lesendum (6)
Tryggvi R. Jónsson svarar:
Jahérna, það er ljótt að sjá fyrrverandi samstarfsmenn láta svona frá sér :-) Verst að maður er ennþá hluthafi í móðurfélaginu. Það var nú reyndar lengi planið hjá mér að kaupa þetta lén speki.is og nota í eitthvað ,,gáfulegra" en komst aldrei í verk :-)
28. október 2003 kl. 22:52 GMT | #
Már Örlygsson svarar:
Þetta er reyndar bara á forsíðunni. Innsíðurnar eru næstum alveg aðgengilegar!
Á innsíðunum eru þó vísanir sem opna sprettiglugga (pop-up glugga) á hátt sem er ekki aðgengilegur. Þar hefðu forritararnir betur notast við aðgengilega sprettiglugga javascript fallið mitt : http://mar.anomy.net/entry/2003/09/07/15.20.42/
P.S. Ég skýt svona á þá Origo félaga, í fullu traustu þess að þeir taki þessu vel, því þeir eru langt því frá einir um að gera svona smá mistök. Það er af nógum dæmum að taka frá öðrum veffyrirtækjum, sem sum hver eru margfalt verri og alvarlegri en þessi litli krakkavefur.
28. október 2003 kl. 23:38 GMT | #
Finnur svarar:
Jú Már minn ég skal fylgja því eftir að þetta verði lagað. Þetta er nú í fyrsta skipti sem ég sé þennan vef enda bara búinn að vera í nokkrar vikur hjá sameinuðu fyrirtæki :)
29. október 2003 kl. 00:42 GMT | #
Andri Sig. svarar:
Það er eins og einhver hafi beamað þennan vef hingað til okkar frá árinu 1996 ... hræðilega er hann eitthvað "sérstakur" :)
29. október 2003 kl. 00:53 GMT | #
Sverrir svarar:
Hmmm, og smá imagemap með í kaupbæti :)
29. október 2003 kl. 10:23 GMT | #
Sigga Sif svarar:
Mér finnst nú innihaldið á speki.is vera mun alvarlegra vandamál en aðgengileikinn!! Ekki skil ég hvernig upptalning á fræðiheitum á að geta vakið áhuga krakka.
29. október 2003 kl. 18:03 GMT | #