Sniðugur "ráðið mig" texti
Michael Barrish dreymir um að auglýsa sjálfan sig með þessum orðum:
"Hire me. I know what I'm doing. I am not a jerk. I will listen to you and probably talk you out of three bad ideas. I will make jokes. When the bill comes, you will feel like you got a great deal."
Vissuð þið að ég tek að mér að gera úttektir á aðgengileika vefsvæða og koma með skynsamlegar tillögur um hönnunarúrbætur? Sama með notendaviðmót. Sama með HTML forritun og CSS. Vissuð þið það?
Þið vitið það núna.
P.S. Ég er engan veginn verkefnaþurfi. Mér finnst bara þessi setning svo æðisleg að mig langaði að deila henni með ykkur. Það getur vel verið að einn daginn muni ég þýða hana á íslensku og setja hana efst í ferilskrána mína. :-)
Þessum svarhala hefur verið lokað. Kærar þakkir til þeirra sem tóku þátt í umræðunni.