Snorra í forsetann
Án þess að ég ætli að rökstyðja það neitt frekar að svo stöddu, þá lýsi ég því hér með yfir að Snorri Ásmundsson mun fá mitt atkvæði í næstu forsetakosningum. Myndlistarmann í forsetann!
Ég hvet hér með ykkur sem hugðust kjósa Mása í forsetann að kjósa Snorra í staðinn. :-)
Svör frá lesendum (8)
Ágúst svarar:
Myndlistarmenn í djókframboði eru einfaldlega ekki fyndnir.
Þetta framboð fer óheyrilega í taugarnar á mér. Nei annars, fréttir af þessu framboði innan um aðrar "alvöru" fréttir fara í taugarnar á mér.
Ástþór er þó crazy! ;)
25. október 2003 kl. 00:55 GMT | #
Jósi svarar:
Mig minnir að Bloggari Dauðans hafi skrifað (eða var það bróðir hans?) að setja ætti það skilyrði fyrir djókframboðum að þau væru í raun fyndin. Það myndi koma í veg fyrir síendurtekin framboð Snorra Ásmundssonar.
25. október 2003 kl. 01:14 GMT | #
Rökkvi svarar:
Er hann þá með kosningaloforð um að veita öllum landsmönnum syndaaflausn?
25. október 2003 kl. 20:31 GMT | #
reynir.net svarar:
Ég skil framboð Snorra þannig að það sé ekki brandari, þó vissulega sé fyndið að sjá gaurinn í jakkafötum sem eru blá á litin í hvítri skyrtu með rautt bindi(í fánalitunum). Minn skilningur er þannig að hann sé í raun með aðgerðum sínum að benda á það að forsetaembættið þarfnist endurskoðunar á tilvist sinni, þetta sé s.s. ádeila á þessa kosningu og embættið sem slíkt, án þess þó að fara ofan í einhverja kostnaðarliði og svoleiðis. Hann hefur framið nokkur svona ádeiluverk, en hann seldi t.d. syndaaflausnir fyrir 1500 kall, sem mátti skilja sem ádeilu á kirkjuna, og það sem henni fylgir.
26. október 2003 kl. 09:16 GMT | #
Már Örlygsson svarar:
Reynir sagði í grófum dráttum það sem ég ætlaði að segja. Ég held að Snorri sá fyllilega meðvitaður um að framboðin hans eru ekkert sérstaklega fyndin, og að það sé heldur ekki markmið hans að vera fyndinn.
Mig grunar að Snorri sé miklu fremur að vinna með lýðræðið og kosningafyrirkomulagið sem félagsleg fyrirbæri auk hugtaka á borð við frægð, frama og völd (pólitísk, trúarleg, etc.).
Verkin hans virðast vera í sífelldri þróun og í þessu síðasta verki (forsetaframboðið) kemur hann inn með nýjan vinkil sem er tengsl pólitískra kosninga og skemmtanaiðnaðarins. Þannig ku hann búinn að gera samning við bandarískt sjónvarpsfyrirtæki upp á einhverjar hundruðir milljóna króna um gerð "raunveruleikaþátta" um forsetaframboð Snorra. Þannig verða íslensku forsetakosningarnar væntanlega að skemmtiefni inn í stofu hjá venjulegum Ameríkönum en hérna heima verðum við væntanlega í fyrsta skipti vitni að kosningabaráttu þar sem einn frambjóðendanna hefur úr að spila næstum ótakmörkuðu magni fjár.
Ef fer sem horfir þá verður þetta tóm gargandi snilld með flugbeittum broddi, og að launum skal Snorri fá mitt atkvæði.
26. október 2003 kl. 11:52 GMT | #
Óli Gneisti svarar:
Það er hægt að vera með ádeilu og vera fyndinn um leið, eiginlega er það skilyrði fyrir að það virki í svona tilfellum. Snorri er ekki fyndinn.
26. október 2003 kl. 12:04 GMT | #
Már Örlygsson svarar:
Háðsádeilur þurfa að vera fyndnar já, en ég er ekki viss um að allar ádeilur þurfi að vera háðsádeilur.
Það sem mér finnst athyglisverðast er að allir gera ráð fyrir að svona framboð eins og Snorra séu sjálfkrafa "grínframboð". Af hverju virðist engum detta í hug að Snorra sé bara fúlasta alvara með þessum framboðum sínum. Þó að hann sé augljóslega galgopi á köflum, þarf þá endilega allt sem hann gerir að vera óalvarlegt? Af hverju er ekki alveg eins hægt að líta á framboð Snorra sem "naívistaframboð", eða bara "framboð hins óbreitta íslendings"?
Mér finnst það áhugaverðar spurningar.
P.S. Mér finnst Snorri ekki fyndinn en það kemur ekki í veg fyrir að mér þykið það sniðugt sem hann er að gera.
26. október 2003 kl. 12:39 GMT | #
albin svarar:
Ég tek undir með þér, Snorra í forsetann. Snorri á mitt athvæði, og er það bókað í bloggfærslu þann 28.09.03
28. október 2003 kl. 19:06 GMT | #