Trúboð í leikskólum?

Skrifað 21. október 2003, kl. 00:45

Fyrr í dag og gær tók ég þátt í áhugaverðum og fróðlegum skoðanaskiptum á síðunni hans Matta um fyrirhugað trúboð kirkjunnar í leikskólum og um erfðasyndina.

Þó ég sjái hlutina í dálítið öðru ljósi en Halldór djákni þá er samt virkilega gaman og ögrandi að skiptast á skoðunum við hann.


Meira þessu líkt: Lífssýn, Pólitík.


Svör frá lesendum (11)

  1. Rökkvi svarar:

    Skiptast á skoðunum við mann sem vill reyna að heilaþvo litla krakka með því að vera með trúboð á leikskólum?

    Ef ég ætti að skiptast á skoðunum við svona mann þá yrðu mínar skoðanir helst í formi veglegrar barsmíðar. Svona halelújapakk getur bara farið og búið í einangrun í einhverju klaustri uppi í fjöllum.

    21. október 2003 kl. 19:04 GMT | #

  2. Halldór E. svarar:

    Blessaður Rökkvi,

    ég er svo sammála þér, það er eina vitið að berja þá til hlýðni sem hafa aðra heimssýn en þú. Með því losum við okkur við skoðanaskipti og heilaþvottakerfi og getum neytt alla til að hugsa eins og við gerum sjálf.

    Þar sem ég er nær 140 kg og hátt í tveir metrar á hæð þá hentar þessi aðferðafræði mér óneitanlega mjög vel. Eða hvað?

    21. október 2003 kl. 20:31 GMT | #

  3. Már Örlygsson svarar:

    Hva..? Maður má ekki bregða sér frá að brjóta niður einn vegg og spartla og mála smá án þess að allt fari í bál og brand hérna... Svona, svona. :-)

    22. október 2003 kl. 00:40 GMT | #

  4. Siggi Palli svarar:

    Smurgn...smurgg..

    Já ég er, eins og vinir mínir vita, MJÖG ótrúaður maður, og það fer endalaust í taugarnar á mér þegar að ríkið,

    SEM á ekki að stiðja neina sérstaka trú samkvæmt stjórnarskránni, (en gara það nú samt)

    stendur fyrir því að mata ofan í trúgjörn og varnarlaus börn einhverja svona helf$%& vitleisu.

    "Mind you" að eftir að ég hef fullorðnast (að vissu marki), hefur mér alltaf funndist gaman að tala við trúað fólki, þá sérstaklega presta. Því að mér finnst gaman af skoðana skiptum og það er hreinlega allt of sjaldan að ég hitt fólk með einhverja skoðun á einhverju.

    Mér finnst það bara mjög ánægjulegt ef fólk finnur einhverja huggun í einhverri trú, EN.... (það eru alltaf formerki á mínu skoðunum :-) bara ef fólkið heldur trúnni út af fyrir sig og er ekki að troða henni upp á annað fólk OG að það fari ekki út í öfga og ofsatrú.

    ...vá ég er búinn að blaðra allt of mikið.. ég ætla að hætta núna :-)

    p.s. hér er ein af mínum uppáhaldssíðum í þessum málefnum:

    22. október 2003 kl. 11:38 GMT | #

  5. Rökkvi svarar:

    Auðvitað myndi ég ekkert berja einhvern svona í alveru, bara rakka þá niður og niðurlægja andlega eins og ég er vanur að gera á lagmenning.is

    Það er ekki réttlætanlegt að heilaþvo börn í leikskóla með trú. Af hverju ekki alveg eins þá að gefa Sjálfstæðisflokknum einkarétt á að koma í leikskóla, gefa krökkunum íspinna og predika síðan yfir þeim X-D ?

    22. október 2003 kl. 16:13 GMT | #

  6. Halldór E. svarar:

    Blessaðir, en hver er að tala um heilaþvott hvar? Það er svolítið áhugavert að ef skoðunar eru kynntar sem eru annars konar en hugmyndir okkar sjálfra, þá viljum við kalla það ítroðslu eða heilaþvott. En ef við á einhvern hátt fáum okkar fram, þá notum við hugtök eins og gagnrýnin umræða. Það að halda Guði utan við leikskólasamfélagið eru skýr skilaboð til barnanna að þessi "meinti skapari" komi EKKI að lífinu á öllum sviðum þess. Hann eigi sér bara stund og stað innan kirkjunnar og á heimilum en í hinu daglega lífi sé hann ekki. Þannig eignumst við skilyrtan Guð sem er sum staðar en annars staðar ekki og slíkur Guð er mjög langt frá Guðsmynd kristinna manna. Á sama hátt get ég því röflað að vild um tilraunir ykkar til að heilaþvo börn með hugmyndum um skilyrtan Guð, ítroðslu á ókristilegum Guðsmyndum og svo framvegis. Slík umræða er hins vegar gagnslaus. Enda gera upphrópanir með neikvætt hlöðnum orðum ekkert annað en að pirra fólk og koma í veg fyrir gagnrýna umræðu.

    22. október 2003 kl. 17:27 GMT | #

  7. Már Örlygsson svarar:

    Hallór, ég held að það sé bara mjög, mjög eðlileg krafa að kristin börn læri að virða trúfrelsið eins og önnur börn.

    Það sem þú kallar "skilyrtan Guð" hlýtur, upp að vissu marki, að vera óhjákvæmilegur fylgifiskur þess að búa í sátt og samlyndi við aðra trúarhópa og virða rétt þeirra til sinnar trúar. Á sama hátt þarf ég sem "trúleysingi" af og til að sætta mig við fylgifiska kristinnar trúar meðborgara minna (t.d. á formi háværra kirkjuklukkna á sunnudagsmorgnum), en slíkt finnst mér bara fullkomlega eðlileg málamiðlun.

    ...Nema að "trúfrelsið" eigi bara að ná til frelsis meirihlutans til að stunda sín trúarbrögð óáreittir fyrir einhverjum leiðinlegum minnihlutahópum..? :-)

    22. október 2003 kl. 18:24 GMT | #

  8. Halldór E. svarar:

    Blessaður Már, það er mín skoðun að heimsókn kirkjustarfsmannsins eða kristnifræðsla í leikskóla þurfi ekki að vera aðför að trúfrelsinu. Trúfrelsinu fylgir ekki krafa um að "smætta" það sem fyrir er og halda bara því sem allir sættast á heldur ekki síður að höndla það að siðir eru mismunandi. Þannig er sjálfsagður réttur múslímskt barns í íslenskum leikskóla að þurfa ekki að borða svínakjöt en hins vegar er hættulegt ef enginn má borða svínakjöt vegna múslimans. Leikskólaheimsóknir kirkjunnar eru gerðar í samráði foreldra, leikskólastarfsmanna og kirkjunnar. Í einstaka tilfellum hefur komið upp sú staða að foreldrar vilji ekki að barnið taki þátt í dagskrá kirkjunnar (innan við 5% tilvika). Mín skoðun er sú að við þurfum að varast þá stöðu að minnihlutinn kúgi meirihlutann, þ.e. sérþarfir minnihlutans komi í veg fyrir að þörfum meirihlutans sé sinnt. Slíkt minnkar til lengri tíma umburðarlyndi og dregur úr gagnkvæmri virðingu á skoðunum annarra. Hvar ættum við þá enda að stöðva. Ættum við að banna alla umfjöllun um jól í grunnskólum, banna alla trúarbragðafræði, leggja af líffræðikennslu, kenna að pí sé 4. Trúfrelsi felst í því að öllum er leyft að iðka trú sína á þann hátt sem hver kýs sér, svo lengi sem það brýtur ekki gegn "alsherjarreglu". Trúfrelsi er EKKI það að losna við að sjá aðra iðka trú sína. Um það held ég að málið snúist.

    22. október 2003 kl. 21:00 GMT | #

  9. Már Örlygsson svarar:

    a) Já, lítill minnihluti á borð við múslima eiga ekki að geta komið algjörlega í veg fyrir að svínakjöt sé á boðstólum fyrir hin börnin af og til. Sammála því. Allir þurfa að vera tilbúnir að miðla málum upp að vissu marki.

    b) Mikill meirihluti foreldra vilja ekki gera barninu sínu það að vera sett útundan í hópstarfi leikskólans. Það að 95% fólks sé ekki nægilega andsnúið heimsóknum prests á leikskólann til að gera veður út af því, réttlætir ekki þá pressu sem er sett á bæði foreldrana og börnin með því að biðja þau um að "opta út" úr ákveðnum hlutum sem eru settir upp sem sjálfgefnir kostir í daglegrar starfssemi leikskólanna.

    Til þess að þessi tegund raka haldi vatni þarf tvennt þarf að koma til:

    1. Börnum af öðrum trúar- eða menningarheimum þarf að vera gefinn kostur á að hljóta sams konar fræðslu í jafn miklum mæli og "kristni meirihlutinn", með jafn virkri þátttöku leikskólanna og hins opinbera.
    2. Krafan á trúarlega fræðslu leikskólabarnanna þarf að koma frá foreldrum en ekki með pró-aktífum þrýstingi frá kirkjunni og ríkisvaldinu. Annars er beinlínis verið að troða trúfræðslunni inn á lítil börn. Sorrí.

    22. október 2003 kl. 21:54 GMT | #

  10. Már Örlygsson svarar:

    Mér finnst alltaf merkilegt að sjá að kirkjunnar fólk, sem slær um sig með staðreyndum á borð við þá að 85-90% íslendinga séu skírðir, fermdir og skráðir í kirkjuna, skuli á sama tíma ekki telja sér fært að stunda og boða trú sína nema með pólitískum fyrirgreiðslum og valdboðum frá ríkinu.

    Þá finnst mér starf Votta Jehova, Mormóna, Betel safnaðarins og Krossins nú öllu virðulegra. Þeim hópum virðist a.m.k. ganga allvel að finna Guð sinn og fá trúarþörf sinni svalað fyrir eigin rammleik - en ekki á forsendum opinberrar valdbeitingar.

    Ég veit að þetta er ekki alveg það "málefnalegasta" sem ég hef lagt fram í umræðunni, enda set ég þetta ekki fram sem innlegg í rökræðurnar sem Halldór eða aðrir þurfi að svara, heldur er þetta bara eitthvað sem mér finnst .

    P.S. ég er alveg sáttur við að hluti af sköttunum mínum fari í að niðurgreiða trúarlíf sambræðra minna og systra. Ég vil bara að það sé gert á raunverulegum jafnréttisgrundvelli.

    22. október 2003 kl. 22:09 GMT | #

  11. Siggi Palli svarar:

    Ég sammála Má, af mestu leiti.

    Ríkið ætti ekki að "sponsera" neina eina trú, og ef Það á að taka af manni skatt til að hjálpa trúarfélögum þá að að skipta þeim peningum á raunverulegum jafnréttisgrundvelli.

    En hreinlega sé ég ekki afhverju það ætti að nota skattpeningana okkar í trúarstarfsemi þegar að það mætti nota þá í að hlúa að þeim sem minna meiga sín í samfélaginu.

    Raunverulega (finst mér) ætti fólk að leggja fram sína eigin peninga ef það er virkilega trúað, og stiðja sína eigin kirkju sjálft. Ríkið, sem á að vera hlutlaust í þessum málum ætti ekki að skipta sér að.

    23. október 2003 kl. 15:16 GMT | #

Þessum svarhala hefur verið lokað. Kærar þakkir til þeirra sem tóku þátt í umræðunni.


 

Flakk um vefsvæðið



 

Nýleg svör frá lesendum

  • Rich (Req.js - javascript lazy-loading and dependency managment made easy)
  • Rich (Req.js - javascript lazy-loading and dependency managment made easy)
  • Rich (Req.js - javascript lazy-loading and dependency managment made easy)
  • Már (Req.js - javascript lazy-loading and dependency managment made easy)
  • Rich (Req.js - javascript lazy-loading and dependency managment made easy)
  • Már (Req.js - javascript lazy-loading and dependency managment made easy)
  • Dinesh (Req.js - javascript lazy-loading and dependency managment made easy)
  • Már (Taubleyjur í nútímanum - lítill leiðarvísir handa hræddri þjóð)
  • Ada (Taubleyjur í nútímanum - lítill leiðarvísir handa hræddri þjóð)
  • notandi (Taubleyjur í nútímanum - lítill leiðarvísir handa hræddri þjóð)
  • Geir (Lausnin á efnahagsvandanum)
  • Jenný (Lausnin á efnahagsvandanum)
  • Óli Jens (Lausnin á efnahagsvandanum)
  • Már (Lausnin á efnahagsvandanum)
  • Kjartan S (Lausnin á efnahagsvandanum)

 

 

Yfirlit yfir þetta skjal

(Atriðin í listanum vísa á ákveðna kafla ofar á síðunni.)