Til varnar sænsku leiðinni

Skrifað 8. október 2003, kl. 00:06

Bara svo það sé á hreinu, þá er ég alls ekkert á því að "sænska leiðin" sé endilega alslæmur kostur í baráttunni gegn mannsali og vændisþrælkun. Sér í lagi sýnist mér að hún sé mun skárri en núverandi ástand - þ.e. að vændiskonan sé lögbrjótur.

Birgir spyr:

"En er ekkert undarlegt að fólki sé gert kleift að starfa við iðju sem leiðir beinslínis af sér glæpaverk annarra."

Ég svara: Rök þeirra sem vilja gera kaup á vændi að glæp, eru þau að allar vændiskonur (eða yfirgnæfandi meirihluti þeirra) séu ósjálfráðar gerða sinna. Þær séu þvingaðar með líkamlegu eða andlegu ofbeldi, og/eða drifnar áfram af sjúklegri fíkn í eiturlyf, og því sé ekki hægt að líta á vændi í neinum tilfellum sem lögmæt viðskipti heldur einungis sem misnotkun kaupandans á eymd vændiskonunnar og sé þar að leiðandi hrein nauðgun.

Sé litið á málið í þessu ljósi, þá getur það virst mjög rökrétt að gera vændiskaupin refsiverð rétt eins og hvert annað kynferðislegt ofbeldi eða nauðgun. Hins vegar greinir fólk mjög á um þrennt í þessu sambandi:

  1. Hvort engar (eða næstum engar) vændiskonur séu sjálfráðar gjörða sinna?
  2. Hvort það muni skila tilætluðum árangri að gera kaup á vændi refsiverð?
  3. Hvert raunverulegt markmið svona aðgerða sé (hver sé þessi "tilætlaði árangur")?

Það sem ég hef mestar áhyggjur af, er að ef núverandi áróðursherferð skilar því að sænska leiðin verði farin hér á landi, þá líti fylgismenn hennar svo á að (siðferðis)stríðið sé unnið og einhverju abstrakt réttlæti náð, og það sé ekki lengur þörf á að ráðast gegn því sem ég álít vera lang alvarlegasta vandamálið - þ.e. þrælahaldið og ofbeldið sem hórmangararnir beita, og félagslega útskúfunin sem vændiskonur búa við hálfu samborgara sinna.

Það fer í pirrurnar á mér að enginn skuli vilja (þora?) að tala um félagslegu útskúfunina og þrælahaldið og hórmangarana sem hluta af þeim vandamálum sem tengjast vændi. Hins vegar virðast allir tilbúnir að hrópa "vændi er nauðgun" og "vændi er ógeð", sem ég sé bara ekki að leysi nein raunveruleg vandamál.


Meira þessu líkt: Femínismi, Pólitík.


Þessum svarhala hefur verið lokað. Kærar þakkir til þeirra sem tóku þátt í umræðunni.


 

Flakk um vefsvæðið



 

Nýleg svör frá lesendum

  • Rich (Req.js - javascript lazy-loading and dependency managment made easy)
  • Rich (Req.js - javascript lazy-loading and dependency managment made easy)
  • Rich (Req.js - javascript lazy-loading and dependency managment made easy)
  • Már (Req.js - javascript lazy-loading and dependency managment made easy)
  • Rich (Req.js - javascript lazy-loading and dependency managment made easy)
  • Már (Req.js - javascript lazy-loading and dependency managment made easy)
  • Dinesh (Req.js - javascript lazy-loading and dependency managment made easy)
  • Már (Taubleyjur í nútímanum - lítill leiðarvísir handa hræddri þjóð)
  • Ada (Taubleyjur í nútímanum - lítill leiðarvísir handa hræddri þjóð)
  • notandi (Taubleyjur í nútímanum - lítill leiðarvísir handa hræddri þjóð)
  • Geir (Lausnin á efnahagsvandanum)
  • Jenný (Lausnin á efnahagsvandanum)
  • Óli Jens (Lausnin á efnahagsvandanum)
  • Már (Lausnin á efnahagsvandanum)
  • Kjartan S (Lausnin á efnahagsvandanum)

 

 

Yfirlit yfir þetta skjal

(Atriðin í listanum vísa á ákveðna kafla ofar á síðunni.)