Garpur Blóðnös

Skrifað 7. október 2003, kl. 14:51

Það er óneitanlega dáldið óþægileg tilfinning að sjá blæða úr barninu sínu í fyrsta skipti. Stingandi grátur, fullur munnur af blóði sem lekur niður hökuna og á kuldagallann. Garpur datt á nebbann í sandkassanum á róló í morgun. Fjórum mínútum seinna var allt orðið gott aftur, nema að pabbi hans er örlítið dældaður á sálinni.

Í gærkvöldi var Garpur að hoppa á rúmdýnunni okkar á gólfinu og missti fótanna og skall framfyrir sig á gólfið og skall með ennið á einhvern harðan hlut sem var á gólfinu ekki langt frá rúminu. Í dag er hann með dálitla kúlu yfir augabrúninni og rauða, blóðhlaupna rispu upp eftir miðju enninu. Ég var í vinnunni þegar það gerðist.

Hann er vaknaður núna, þannig að ég þarf að hætta að blogga...

Það er samt ekki laust við að manni líði eins og slæmu foreldri þegar barnið manns meiðir sig svona ítrekað, þó svo að auðvitað sé þetta bara eðlilegur hluti af uppvexti og þroska lítils athafnamanns.


Meira þessu líkt: Logi Garpur.


Svör frá lesendum (2)

  1. Mamma svarar:

    Ég þekki tilfinninguna, því þær voru ófáar bylturnar og sárin sem þú fékkst á leiðinni til manns, og sálin í mér krumpaðist svolítið í hvert skipti. Ég lifði það af. Og það er ótrúlegt hvað hægt er að græða sár og hugga “litlar manneskjur” með kossi og stóru faðmlagi, algjör galdur. En þegar trúin á þau græðimeðul fer að dofna með auknum þroska geta litríkir plástrar verið rosalega áhrifarík lækning. Ég trúi að bylturnar hanns Garps séu eðlilegur hluti af uppvexti og þroska ykkar beggja.

    7. október 2003 kl. 16:34 GMT | #

  2. Herra Svavar svarar:

    OH!!! Rosalega skil ég þig Már... Beeeen there... Eins og þetta er óþægilegt á meðan á þessu stendur er þetta eitt af því sem bindur okkur enn traustari böndum við börnin okkar.

    :)

    9. október 2003 kl. 14:49 GMT | #

Þessum svarhala hefur verið lokað. Kærar þakkir til þeirra sem tóku þátt í umræðunni.


 

Flakk um vefsvæðið



 

Nýleg svör frá lesendum

  • Rich (Req.js - javascript lazy-loading and dependency managment made easy)
  • Rich (Req.js - javascript lazy-loading and dependency managment made easy)
  • Rich (Req.js - javascript lazy-loading and dependency managment made easy)
  • Már (Req.js - javascript lazy-loading and dependency managment made easy)
  • Rich (Req.js - javascript lazy-loading and dependency managment made easy)
  • Már (Req.js - javascript lazy-loading and dependency managment made easy)
  • Dinesh (Req.js - javascript lazy-loading and dependency managment made easy)
  • Már (Taubleyjur í nútímanum - lítill leiðarvísir handa hræddri þjóð)
  • Ada (Taubleyjur í nútímanum - lítill leiðarvísir handa hræddri þjóð)
  • notandi (Taubleyjur í nútímanum - lítill leiðarvísir handa hræddri þjóð)
  • Geir (Lausnin á efnahagsvandanum)
  • Jenný (Lausnin á efnahagsvandanum)
  • Óli Jens (Lausnin á efnahagsvandanum)
  • Már (Lausnin á efnahagsvandanum)
  • Kjartan S (Lausnin á efnahagsvandanum)

 

 

Yfirlit yfir þetta skjal

(Atriðin í listanum vísa á ákveðna kafla ofar á síðunni.)