Vændi og sænska leiðin

Skrifað 6. október 2003, kl. 21:48

"Sænska leiðin" í vændismálum gengur út á að skilgreina vændiskonuna sem saklaust fórnarlamb og kaupandann sem glæpamann. Geta einhverjir fylgismenn þessarar leiðar útskýrt fyrir mér hvert raunverulegt markmið hennar er?

Er aðalmarkmiðið að minnka umfang vændis eða er aðalmarkmiðið að minnka eymd og óhamingju vændiskvenna? "Bæði" er ekki gilt svar, því ég er að velta fyrir mér hvort markmiðanna er aðal.

Annars þarf ég að hætta að tjá mig um svona mál opinberlega. Það kann seint góðri lukku að stýra að hafa skjalfestar skoðanir á umdeildum málefnum. :-)

Svo ég skjóti mig örugglega í báða fæturna í þessum efnum, þá er hér leiðrétt afrit af því sem ég skrifaði á vefsíðuna hans Matta:

Þetta er margflókið málefni með engar augljósar/fullkomnar lausnir. Allar eru þær ýmist gagnslitlar eða með hvimleiðum aukaverkunum - nema bæði sé...

Það truflar mig óneitanlega við "sænsku aðferðina" að með henni er skrefið stigið til fulls í því að fórnarlambavæða með formlegum hætti heilan hóp fólks (vændisfólks) sem hlýtur að stunda þessa iðju á ólíkum forsendum.

Ég hef það sterklega á tilfinningunni að sama hvað fólk óskar þess heitt þá muni aldrei takast að uppræta vændi að neinu marki. Hins vegar tel ég að það sé vel hægt að fækka (og jafnvel útrýma alveg) þeim tilfellum þar sem vændi er stundað í skugga þrælahalds og ofbeldis, en því miður er mér ómögulegt að sjá hvernig sænska leiðin á að koma að gagni við það - því hún felst einmitt í því að fella alla kaupendur vændis og allt vændisfólk undir einn hatt (glæpamenn annars vegar og fórnarlömb hins vegar).

Að mínu mati er mun nærtækara að líta á vændisþrælkun sem dæmi um þverbrotna vinnulöggjöf og þrælahald sem þarf að stöðva með öllum tiltækum ráðum. Vændisþrælarnir eru í raun í fullkomlega sambærilegri stöðu og verkamannaþrælarnir sem Impreglio er að misnota á Kárahnjúkasvæðinu, og við ættum að geta barist gegn vændisþrælkuninni með sambærilegum ráðum. Eða hvað?? Ef ekki, hverju þarf þá að breyta í aðstæðum vændisfólks til að hægt sé að berjast gegn þrælkun þeirra með sambærilegum aðferðum og þeim sem virðast skila árangri í öðrum geirum?

Eitt finnst mér þó ljóst, að við verðum að breyta lögunum þannig að vændisfólk sé ekki lengur skilgreint sem glæpamenn. Núverandi löggjöf er skammarleg forneskja.


Meira þessu líkt: Femínismi, Pólitík.


Svör frá lesendum (2)

  1. Már Örlygsson: Til varnar sænsku leiðinni

    "Bara svo það sé á hreinu, þá er ég alls ekkert á því að "sænska leiðin" sé endilega alslæmur kostur í baráttunni gegn mannsali og vændisþrælkun. Sér í lagi sýnist mér að hún sé mun skárri en núverandi ástand -..." Lesa meira

    8. október 2003 kl. 00:07 GMT | #

  2. Bjarni Rúnar Einarsson: Vændi, Sænska leiðin, gamlar pælingar

    "En áður en ég fékk ógeð, skrifaði ég uppkast að löngum pistli um mína sýn á málið... Eftir smá umhugsun hef ég ákveðið að birta bara pistilinn í ókláraðri mynd. Hugsanlega er þetta gagnlegt innlegg í umræðuna?" Lesa meira

    13. október 2003 kl. 11:30 GMT | #

Þessum svarhala hefur verið lokað. Kærar þakkir til þeirra sem tóku þátt í umræðunni.


 

Flakk um vefsvæðið



 

Nýleg svör frá lesendum

  • Rich (Req.js - javascript lazy-loading and dependency managment made easy)
  • Rich (Req.js - javascript lazy-loading and dependency managment made easy)
  • Rich (Req.js - javascript lazy-loading and dependency managment made easy)
  • Már (Req.js - javascript lazy-loading and dependency managment made easy)
  • Rich (Req.js - javascript lazy-loading and dependency managment made easy)
  • Már (Req.js - javascript lazy-loading and dependency managment made easy)
  • Dinesh (Req.js - javascript lazy-loading and dependency managment made easy)
  • Már (Taubleyjur í nútímanum - lítill leiðarvísir handa hræddri þjóð)
  • Ada (Taubleyjur í nútímanum - lítill leiðarvísir handa hræddri þjóð)
  • notandi (Taubleyjur í nútímanum - lítill leiðarvísir handa hræddri þjóð)
  • Geir (Lausnin á efnahagsvandanum)
  • Jenný (Lausnin á efnahagsvandanum)
  • Óli Jens (Lausnin á efnahagsvandanum)
  • Már (Lausnin á efnahagsvandanum)
  • Kjartan S (Lausnin á efnahagsvandanum)

 

 

Yfirlit yfir þetta skjal

(Atriðin í listanum vísa á ákveðna kafla ofar á síðunni.)