Hægri kratinn og Sjálfsstæðisbandalagið?
Það er hálfsorglegt að sjá hvað Sjálfstæðismönnum hefur síendurtekið tekist að skjóta sig í fæturna í flokksstarfinu undanfarin misseri. Maður veltir fyrir sér hvort einhver spennandi uppstokkun sé í vændum -- "Sjálfstæðisflokkur" og "Sjálfstæðisbandalag"? Það þætti saga til næsta bæjar.
Á sama tíma koma ungir jafnaðarmenn nokkuð vel út í fjölmiðlum með sitt flokksstarf.
...Sem minnir mig á það... Þessi nýi formaður þeirra, Andrés Jónsson, þessi eilítið bollulegi, ofsa snyrtilegi hægri-krati ... er þetta ekki sami Andrés og var á sama tíma og ég í menntaskóla - grannur, hippalegur hözzlertöffari með sítt, rytjulegt hár sem gekk um vitnandi í Marx og Engels?
Merkilegt hvernig tíminn líður um okkur.
Meira þessu líkt: Pólitík, Sögur og minningar.
Svör frá lesendum (12)
Tryggvi R. Jónsson svarar:
Það fer illa fyrir mörgum að loknum menntaskóla... einn mesti (og besti?) vinstri maðurinn í mínum menntaskóla vinnur núna hjá Kaupþingi og hösslar lífeyrissjóði sundur og saman. Ætli einhver myndi ekki kenna þetta við þroska?
5. október 2003 kl. 22:05 GMT | #
svansson.net svarar:
hehe, ég skráði einmitt þann vinstri mann í flokkinn í fyrrahaust. Það var mjög viðeigandi, hann dró mig einmitt í e-ð vinstra starf á sínum tíma....
5. október 2003 kl. 22:24 GMT | #
Már Örlygsson svarar:
Það þarf vart að taka það fram að síðan í menntaskóla hef ég ekkert breyst. Ég hef alltaf verið nákvæmlega 100% eins og ég er í dag. ;-)
5. október 2003 kl. 22:47 GMT | #
Tryggvi R. Jónsson svarar:
Reyndar minnis mig að það hafi verið mamma hans Éns bekkjarbróður okkar Svanssonar sem sagði "...ef maður væri ekki vinstrisinnaður þegar maður væri 20 ára væri maður hjartalaus en ef maður væri ekki orðinn hægrisinnaður um 30 ára þá væri maður heilalaus." Sjá: http://www.trigger.is/blog/archives/001553.html Ætli maður þurfi að fórna hugsjónunum með árunum?
5. október 2003 kl. 22:59 GMT | #
Már Örlygsson svarar:
Ég hugsa (og vona) að árin kenni manni að finna og halda í þær hugsjónir sem skipta mestu máli. Annars er allur gangur á þessu og ég held að það sé engin sérstök regla.
Almennt finnst mér það kostur í fari fólks ef það getur vaxið og þroskast með árunum og er tilbúið að skipta um skoðun ef það á við.
Ég hugsa að almennt vaxi öfgarnar af fólki með hækkandi aldri. Það lærir að heimurinn er ekki eins einfaldur og tvílitur og það vildi trúa þegar það var yngra.
5. október 2003 kl. 23:28 GMT | #
Ágúst svarar:
Þegar ég hugsa út í það, þá hafa "hugsjónir" mínar breyst mjög lítið. Ég hef hinsvegar skipt skelfilega oft um skoðun :)
6. október 2003 kl. 00:14 GMT | #
Óli Jens svarar:
Upphaflega setningin er held ég "if you are not a communist at 20 you have no heart, and if you are still a communist at 40 then you have no head". Ekki man ég hver sagdi thetta en hann var víst ad afsaka sjálfan sig thegar var rádist á hann (pólitískt, ekki líkamlega) fyrir ad hafa skipt um hlid. Thetta finnst mér ekki sérlega gód tilvitnun, hún gefur til kynna ad their sem snúa baki sínu vid kommúnismann séu líka ad snúa baki sínu vid hjartad.
6. október 2003 kl. 10:13 GMT | #
Nonni svarar:
Það var Churchill.
8. október 2003 kl. 02:11 GMT | #
Már Örlygsson svarar:
Nonni, nei það var víst ekki Churchill, a.m.k. samkvæmt þessum heimildum:
8. október 2003 kl. 02:21 GMT | #
Nonni svarar:
Hægara sagt en gert að finna góðar heimildir fyrir því samt. Eigum við að segja að þetta sé authoratíft samt (þó þeir segi ekki hvar þeir hafa fundið það)?
http://www.quotedb.com/quotes/1358
Búinn að sjá 20 mismunandi versionir af þessu, en þegar e-r er nefndur sem höfundur, þá er það Churchill.
8. október 2003 kl. 02:27 GMT | #
Nonni svarar:
úps missti af þessu hjá þér Már. Nokkuð ljóst að það þarf að skrifa doktorsritgerð um þetta. Persónulega kæmi það mér ekki á óvart að George Bernard Shaw, Bertrand Russel og Churchill hefðu allir sagt þetta við hátíðleg tækifæri og vonað að enginn hefði heyrt þetta áður...
8. október 2003 kl. 02:31 GMT | #
Már Örlygsson svarar:
Hehehe, já þetta minni um "ekki X um tvítugt = ekkert hjarta, ennþá X um þrítugt = enginn heili" er greinilega alveg rosalega lífseigt og smitandi, og því næstum öruggt að Churchill og fleiri töffarar hafi smitast og slegið um sig með því.
8. október 2003 kl. 02:37 GMT | #